Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Það er algjör vitleisa að reykja.....

Alltaf að sjá það betur og betur.......Björk Guðmundsdóttir orðaði það frábærlega eitt sinn þegar hún var spurð hvort hún reykti og hún svarað neitandi og sagði að sér þætti það ál´´ika heimskulegt og að ganga með hamar á sér og lemja sig á hálftíma fresti í hausinn, þetta er allavega ekki minna heilsuspillandiLoL Er að fara að veiða á morgun með kallinum, bara við tvö ein.....stelpurnar verða hjá mömmu og pabba og hlakkar þeim mikið til þess....og ég hlakka líka til að fara í smá húsmæðraorlof....samt er það nú alltaf þannig að þegar ég fer eitthvað þá byrja ég stax að sakna barnanna Grin En þetta verður gaman.......við förum með hjólhýsi með okkur þannig að þetta verður svona hálfgerð útilega.....gaman að fara reyklaus og njóta ferska loftsinsSmile Ætla svo að eiga sjónvarpskvöld með elstu dóttirinni í kvöld, popp og kók og kósýInLove

                             ágúst 2007 008

                Litla skotta kann að pósa eins og stóra systirLoL

              Það gengur voða vel með hana í aðlöguninni, algjör leikskólastelpaSmile

                          326ead4806c55ba34aaab913a3175bf5

 Svo er hérna ein mynd af Bjössa sem ég ákvað að leifa að fljót með. Tekinn síðasta sunnudag út um gluggann á bílnum mínum, þarna er hann greyið að reyna að troða sér til baka úr röðinni á  KFC með fjölskyldutilboðið okkar....það voru margir svangir þennann sunnudag og allir að kaupa sér KFC.

 

  Hafið það gott elskurnar.......over and out.


Dagur 7 og hef ekki minstu löngun til að reykja.

Þetta er ótrúlega létt eitthvaðSmile Og það sem mér finnst skemmtilegast er að nú get ég sagt, ég reyki ekkiSmile Fínn dagur enn sem komið er, er að fá heimsókn á eftir sem reynir doldið á þolrifin....en HVA!!!!!! Ég er fær í flestan sjó, segi ég nú bara.........ÞAÐ HJÁLPAR MÉR SVO ÓTRÚLEGA MIKIÐ AÐ FÁ ÖLL ÞESSI FÍNU KOMMENT FRÁ YKKUR!!!!!!!!!!!!!! ÞÚSUND ÞAKKIRInLove Ætla að klára núna að gera fínt hjá mér og brjóta mér leið í gegnum þvottastaflannSick 

     Mynd af mér áður en ég hætti að reykja, þarna var ég alveg búin á því bara við að ryksuga......maðurinn minn smellti tók þessa mynd af mér og sagði um leið og hann smellti af.....NEI ASSKOTI....DETTI MÉR NÚ ALLAR DAUÐAR.....

               1-funny-pictures


sjötti dagurinn og finn ekki lengur fyrir fráhvörfum.

Líður bara dásamlega vel. Fór í morgun með litlu kríluna mína í aðlögun á leikskólann, fyrsti dagurinn hennar og hún skemmti sér frábærlega, ég ætlaði aldrei að fá hana með mér heim. Hún verður svo í tvo tíma á morgunSmile 

 

 Þessir brandarar eru settir inn spes að beiðni Einars Smile

 

Gunnar sá son nágrannans vera að moka í holu um daginn og spurði drenginn í hvers konar framkvæmdum hann stæði í.
Drengurinn svaraði með ekka: „Ég er að jarða hamsturinn minn.“ Gunnar er raunsær maður og spurði því: „Er þetta ekki nokkuð stór gröf fyrir einn hamstur?“
Um leið og drengurinn mokaði síðustu moldinni yfir svaraði hann: „Nei alls ekki, hamsturinn er innan í kettinum þínum.

 

 Ungur maður sem réð sig sem leiðbeinanda í gagnfræðaskóla var orðinn ansi þreyttur á nemendum sínum eftir fyrstu vikuna. Í einum tímanum, þegar honum þótti börnin sína takmarkaða færni, sagði hann: „Mig langar að biðja alla þá sem eru heimskir að standa upp.“ Enginn stóð upp og eftir mínútu þögn sagði leiðbeinandinn: „Hvað er að ske, eruð þið öll vitringar?“ Þá stóð einn ungur piltur upp og kennarinn spurði: „Svo þú telur þig heimskan?“ Drengurinn svaraði: „Nei, ég bara vorkenndi þér að standa þarna einn.“

 

 Einu sinni voru fjórar nunnur að fara til Himnaríkis. Þar hittu þær Lykla-Pétur og spurðu hann hvernig
þær kæmust inn. Hann sagði að þær verði að svara einni spurningu og spurði svo fyrstu nunnuna.
„Hefurðu einhverntímann komist í snertingu við karlmann." Hún svaraði, „ég hef bara snert einn með
puttanum." Þá sagði Lykla-Pétur: „þvoðu þér þá um puttann og gakktu inn." Hún gerði það. Svo
spurði hann næstu nunnu sömu spurningar og hún svaraði: „Ég hef bara faðmað einn." Lykla-Pétur
sagði þá: „Þvoðu á þér handleggina og gakktu inn." Það gerði hún. Þá ryðst sú fjórða framfyrir þá
þriðju og Lykla-Pétur spyr. „Af hverju ryðstu framfyrir systur þína?" Þá svarar hún. „Ég ætla sko ekki
að þvo mér um munninn eftir hún þvær sér um rassinn.

 

 

Eftir langa nótt þar sem sem ástarloturnar voru orðnar þónokkrar, tekur hann eftir mynd af öðrum karlmanni á náttborðinu hennar. Hann byrjar að hafa áhyggjur og spyr: "Er þetta maðurinn þinn ?" "Nei ástarpungurinn minn" og hjúfrar sig að honum. "Kærastinn þinn þá ?" heldur hann áfram. "Nei alls ekki," segir hún og nartar nett í eyrað á honum. "Er þetta þá pabbi þinn eða bróðir ?" segir hann og vonast eftir því að hún svari játandi. "Nei, nei, nei!!!" segir hún. "Ok, hver er hann þá ?" segir hann ákveðinn... "Þetta er ég fyrir aðgerðina...."

 

 

Eigið góðan dag í dag, minn verður góður og reyklausSmile

 

 


Reyklaus, og ætla að skreppa austur á Eyrarbakka í veðurblíðunni.

Tek dæturnar með og leifi bóndanum að horfa á Tottenham leik í plasmanu á meðanWink Erum að fara að kveðja hana litlu systir sem er að fara til Spánar í spænskuskóla á laugardaginnSmile Komum heim aftur í kvöld. Ég á nú eftir að sakna litlu dúllunar minnar. Enda ekki annað hægt, hver stenst þetta brosSmile

          17. júní og fleirra 018

Við elskum þig öll elsku Helga okkar........eigum eftir að sakna þín ógó mikið. Vertu dugleg að kíkja á bloggið hjá stóru systir á meðan þú ert útiInLoveHeart

 

Annars er bara æðislegt að vera laus úr viðjum tóbaksins og anda að sér fersku lofti og svei mér þá ef að ég lít ekki bara betur út líkaLoL

Góða nótt elskurnar og sweet dreams.


Hver vill ekki eiga svona sæta golfmoppu?

komondor_dog

Eða bíðið við!!!!!

komondor_dog_2

úps!!! Þetta er þá einhverskonar gæludýr, líklega hundur.


Dagur 5.....kæri jóli :)

Já, besti dagurinn sem komið er, vaknaði ofurhress og dreymdi enga þvælu, svitnaði minna og er bara nokkuð góð á því. Ætla að hoppa í sturtu og þvo þvott.

Eigið góðan dag í dag, hann lofar góðu, finn það á mérSmile 

      Kannski að ég skelli mér á fund hjá leynifélaginu fyrst að ég er svona snemma á fótum.......það væri held ég ágæt hugmynd. Sé tilSmile

    Læt eina mynd fylgja með en þessi er tekin á leynifélagsfundi fyrir viku síðan.

                         SuperDuperFriends

  Þarna eru sætu félagar mínir úr skemmtilega leynifélaginu.

      Allir að klappa sér á öxlina í dag og segja við sjálfan(n) sig brosandi. ;Ég er mikils virði,dugleg(ur) og ÞESSI DAGUR ER FRÁBÆR!!!!!.

     

        


Ég lifði af daginn og hlakka til að takast á við dag 5

Það hjálpar mér ótrúlega mikið að lesa öll þessu frábæru komment frá ykkur öllumSmileHeart Takk fyrir þau. Þegar ég loksins koms af stað í dag, var dagurinn frrábær í alla staðiSmile Við fórum ég og dætur mínar fjórar í Smáralindina þar sem sú elsta keypti sér hvíta Kavasaki skó og gloss, fórum svo til elstu vinkonu minnar í heimsókn en sú góða kona er 82 ára gömul. Fórum svo á Mc.Donald's og keyptum kvöldmatinn þar sem húsmóðirinn nennti ómögulega að elda mat. Núna þarf ég svo að koma krílunum í rúmið og ætli maður hendi sér svo ekki bara í heitt bað. Ég pæli mest í tóbaki þegar ég er nýbúin að borða og rétt áður en ég fer að sofa, en ég er samt eitthvað að lagast af gremjunniHalo 

 

               Nokkrir brandarar í viðbót

 

Flugvél með fjórar manneskjur innanborðs er í þann mund að hrappa til jarðar og eru einungis þrjár fallhlífar um borð.

"Ég er Kobe Bryant, besti körfuboltaspilari heims og spila með með The Lakers í NBA. Körfuboltaliðið "The Lakers" þurfa á mér að halda og get ég ekki brugðist þeim og látið lífið bara sísvona", segir hann og tekur eina fallhlíf og kastar sér úr vélinni.

Næsti farþegi er Hillary Clinton og segir hún: "Ég er eiginkona fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og er ein metnaðafyllsta kona Bandaríkjanna og jafnframt sú gáfaðasta. Einnig er ég þingmaður í New York-fylki í miklum metum hjá þegnum þess ríkis og gegni ég mörgum mikilvægum lykilatriðum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna". Því næst grípur hún fallhlíf og stekkur út.

Ein fallhlíf er eftir og stendur Páfinn upp og segir við fjórða farþegann sem er 10 ára skólastrákur. "Ég er nú orðin gamall og á ekki mörg ár eftir ólifuð. Samt sem áður mun ég fórna lífi mínu og legg ég til að þú takir síðustu fallhlífina", segir páfinn og réttir stráknum hana. Strákurinn segir þá: "nei nei, þetta er allt í lagi. Það er enn fallhlíf eftir handa þér vegna þess að gáfaðasta kona Bandaríkjanna tók skólatöskuna mína og hoppaði út"

 

 Kona ein í Hafnarfirð vaknaði eitt sinn snemma á sunnudagsmorgni ákvað að eiga rólegan og notalegan morgun, hellti uppá kaffi, ristaði brauð og kom sér vel fyrir. En eitthvað vantaði til að fullkomna morguninn og það var Mogginn. Þar sem hún var kviknakin kom smá hik á hana en hún hugsaði með sér ,,það er svo snemmt að enginn er kominn á stjá." Svo að hún skellti sér niður stigann á loðbrókinni einni fata og sótti Moggann sinn. Þegar hún kom upp aftur sá hún að hurðin að íbúð hennar hafði lokast. Þarna stóð hún í stigaganginum kviknakin með Moggann í höndunum og komst ekki inn til sín. Þá skyndilega heyrir hún útidyrnar opnaðar og fótatak þrammandi upp stigann. Nú voru góð ráð dýr en þar sem dísin var hreinræktaður Hafnfirðingur var hún fljót að finna lausn á vandanum. Hún tróð hausnum inn í ruslalúguna og þar hékk hún föst. Þá kom sjóari sem var að koma úr Smugunni þrammandi upp stigann og við honum blasti ber kvennmannsbotn. Hann var ekki lengi að hugsa sig um og skellti sér á kvenmanninn. Þegar hann hafði lokið sér af leit hann á kvenmanninn og sagði: ,, Bölvaðir asnar eru þessir Hafnfirðingar, að henda svona heillegum kvenmanni."

 

 Þrír lögfræðingar og þrír verkfræðingar ætluðu með lest á ráðstefnu.

Á brautarstöðinni keyptu lögfræðingarnir þrír hver sinn miða, en verkfræðingarnir þrír bara einn. "Hvernig ætlið þið þrír að ferðast á einum miða?, spyr einn lögfræðinganna. "Við skulum bíða og sjá til", svarar einn verkfræðinganna.

Þeir fara um og lögfræðingarnir setjast hver í sitt sæti en allir verkfræðingarnir troða sér inn á salernir og læsa að sér. Skömmu eftir að lestin leggur af stað gengur lestarstjórinn um og safnar saman farmiðum.

Hann bankar á dyrnar á salerninu og segir: Miðann, takk. Örlítil rifa opnast og handleggur réttir miðann út um rifuna. Lestarstjórinn tekur miðann og heldur áfram. Lögfræðingarnir sjá þetta og fannst þetta að sönnu snjöll hugmynd.

Að ráðstefnu lokinni hugðust þeir feta í fótspor verkfærðinganna, kaupa bara einn miða og spara pening. Þegar þeir koma á brautarstöðina kaupa þeir einn miða en sjá sér til mikillar furðu að verkfræðingarnir kaupa alls engan miða. "Hvernig ætlið þið eiginlega að ferðast miðalausir, spyr einn lögfræðinganna. Við skulum sjá til, svarar einn verkfræðinganna.

Þegar þeir koma um borð troðast lögfræðingarnir inn á salerni og verkfræðingarnir þrír inn á annað við hliðina. Skömmu síðar laumast einn verkfræðingurinn út af salerninu, bankar hjá lögfræðingunum og segir: Miðann takk?

 

 

Sverrir var eitt sinn á gangi á Laugaveginum þegar hann sá Berg vin sinn koma akandi á splunkunýjum jeppa. Bergur stoppaði að sjálfsögðu hjá honum og veifaði glottandi til hans. Sverrir gekk upp að bílnum. "Hvar í ósköpunum fékkstu eiginlega þennan jeppa?" spurði hann hissa. "Hún Stína gaf mér hann" svaraði Bergur glaðbeittur. "Gaf hún þér nýjan jeppa?" át Sverrir upp eftir honum. "Hvers vegna í ósköpunum?" "Ég skal bara segja þér hvað gerðist,"sagði Bergur. "Við vorum í bíltúr um daginn, einhvers staðar uppi sveit . Allt í einu ók Stína út af veginum, setti jeppan í fjórhjóladrifið og keyrði eitthvað langt út í móa. Þegar hún var búinn að skröltast yfir hóla og hæðir stoppaði hú bílinn, fór út og klæddi sig úr öllum fötunum, lagðist á jörðina og sagði: "Beggi minn taktu það sem þú vilt!" "Svo ég tók jeppann." "Þú ert bráðsnjall," sagði Sverrir og kinkaði kolli. "Fötin hefðu hvort sem er aldrei passað á þig."

 

 

Eitt kvöldið var mér boðið út. Og sko BARA með stelpunum. Ég sagði manninum mínum að ég yrði komin heim um miðnættið. "Ég lofa því!"Jæja, tíminn leið og það var mikið drukkið af kampavíni. Um 3 leytið um nóttina var ég orðin pöddufull, og ég ákvað að drífa mig heim. Um leið og ég gekk inn fyrir dyrnar byrjaði Gauksklukkan okkar að slá (gala), og galaði 3 "kú-kú". Þegar ég heyrði það þá reiknaði ég með að hann myndi vakna, svo að ég "kú-kú- aði" (galaði) 9 sinnum til viðbótar. Ég var ótrúlega stolt af sjálfri mér að komið með þessa snilldarhugmynd, (alveg á perunni), til þess að sleppa við nöldur næsta dag.

Daginn eftir spurði maðurinn mig hvenær ég hefði komið heim, og ég sagði honum að ég hefði komið klukkan 12, eins og samið var um. Hann virtist vera sáttur við það, og ég hugsaði: "Hjúkk, ég komst upp með þetta" En þá sagði hann, "Við þurfum að fá okkur nýja klukku". Þegar ég spurði hann hvers vegna, sagði hann: "Sko, í gærkvöldi galaði klukkan þrisvar, sagði síðan, "SJITT", galaði fjórum sinnum til viðbótar, ræskti sig, galaði aftur þrisvar, flissaði, galaði tvisvar sinnum enn, og datt síðan um köttinn og PRUMPAĐI..........

 

 

Það var í gæsapartýi verðandi brúður, kvöldi fyrir giftingu. Inn í veisluna kemur strákur. Þau eru stödd í eldhúsinu og "gæsin" nokkuð hífuð gengur að honum og hvíslar. "Mig langar að sofa hjá þér, þetta er síðasti sjens, komdu upp og vertu með smokk!" Hún fer síðan út úr eldhúsinu og strák er brugðið. Hann er ekki með smokk á sér, en ísskápurinn er opinn og hann sér bjúga í skápnum. Hann tekur bjúgað og afhýðir það og fer síðan upp. Þar er "gæsin" tilbúin og hann notar hýðið, en í hita leiksins rennur það fram af og þjappast þar inní. Hann er ekki að segja henni frá því, en á brúðkaupsnóttina þegar brúðhjónin eru að gera það, finnur brúðguminn fyrir einhverju inni í henni. Hann stoppar, þreyfar með fingri og tekur hýðið út og virðir það fyrir sér. "Hvað er þetta?" Henni bregður mikið og segir; "Ætli þetta sé ekki meyjarhaftið mitt!" "Þú ert svei mér heppin, síðasti söludagur er á morgun!!!"

 

          Læt þetta duga að sinni.

Njótið kvöldsins, og næturinnar og eigið öll ljúfa drauma. Ég vona að mínir draumar verði betri en síðustu nóttLoL

 

 


Dagur 4. Er þreytt og dreymi tóma þvælu.

Er reyklaus. Svitna mikið er ofur þreytt og dreymdi í nótt mjög skrítna drauma, ég reykti til að mynda í öllum draumunum. Þetta getur bara batnaðLoL 

                    Nokkrir brandarar til að hlæja sig inn í daginnLoL

 

Fjölskyldan sat við matarborðið á sunnudagskvöldi.
"Pabbi, hvað eru margar gerðir af kvenmannsbrjóstum til?" spurði sonurinn allt í einu.  
"Þær eru þrjár, sonur sæll. Þegar kona er á þrítugsaldri eru brjóst hennar eins og melónur, kringlótt og stinn. Á fertugs- og fimmtugsaldrinum eru þau eins og perur, enn falleg er farin að lafa svolítið. Þegar að konan er komin yfir fimmtugt þá má líkja brjóstum hennar við lauka."
"Lauka?" "
Já, þú horfir og þú grætur !" Smáþögn.
"Mamma, getur þú sagt mér hve margar tegundir ef tippum eru til?"spurði dóttirin.
Mamman brosti, leit á eiginmann sinn og sagði:" Maðurinn gengur í gegnum þrjú stig. Þegar að hann er á þrítugsaldri er limur hans eins og eik, öflugur og harður. Á fertugs- og á fimmtugsaldri er hann eins og birki, sveigjanlegur en traustur og þegar að hann er kominn yfir fimmtugt má líkja honum við jólatré!"
" HA, jólatré ?"
" Já hann þornar hratt upp og kúlurnar eru bara til skrauts! "

 

 

Nokkrir menn voru saman komnir til að spila póker. Meðal þeirra var
maður að nafni Guðmundur. Þegar líða tekur á kvöldið fara þeir að tala um
syni sína og eru flestir þeirra afar stoltir af sonum sínum.
Þegar Guðmundur þarf að skreppa á klósettið byrja félagar hans að
pískra:
„Aumingja Guðmundur,” segir Halli. „Sonur hans er hárgreiðslumaður og
hommi.

Engin framtíð í því. Sonur minn er efnilegur á fjármálamarkaðnum. Hann er ekki nema 29 ára og þegar hann fór í afmæli til vinar síns um daginn gaf hann honum glænýjan BMW.”
Þá segir Siggi: „Það er nú ekkert, sonur minn er orðinn mjög viðamikill á fasteignamarkaðnum, aðeins 27 ára, og þegar hann fór í afmæli hjá félaga sínum um daginn gaf hann honum nýja íbúð í Skerjafirðinum.”
Í þessu kemur Guðmundur af klósettinu: „missti ég af einhverju?” „Nei,” segja pókerfélagarnir. „Við héldum áfram að tala um strákana okkar.” „Já,” segir Guðmundur: „Ég verð nú að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum þegar strákurinn minn kom út úr skápnum, en hann plumar sig vel. Hann er með tvo í takinu núna. Annar gaf honum glænýjan BMV og hinn gaf honum íbúð í  Skerjafirðinum.”

 

Einn mánuð fram yfir

Þegar ungur eiginmaður kemur heim eitt kvöldið tekur konan á móti honum með því að hlaupa upp um háls honum og segja; Ástin ég er kominn einn mánuð fram yfir. Ég er viss um að nú er ég ófrísk, heimilislæknirinn okkar sagði að hann gæti ekki fullvissað mig um fyrr en hann fengi niðurstöðu úr rannsókninni á morgun og við skyldum þegja yfir þess þangað til.

Að morgni næsta dags kom maður frá Orkuveitunni til þess að loka fyrir rafmagnið, þar sem ungu hjónin höfðu ekki greitt síðasta reikning. Hann hringdi dyrabjöllunni og þegar unga frúin kom til dyra sagði hann; "Þú ert kominn mánuð fram yfir". "Hvernig í ósköpunum veist þú það?" Spurði unga frúin. "Nú það er allt svona skráð kyrfilega í tölvukerfi Orkuveitunnar" var svarið. "Heyrðu þetta sætti ég mig sko ekki við og ég ætla að tala við manninn minn í kvöld og hann mun örugglega hafa samband við ykkur á morgun" sagði unga frúin og skellti hurðinni.

Þegar eiginmaðurinn kom heim fékk hann að heyra allt um persónunjósnir Orkuveitunnar og hann fór vitanlega öskuvondur á fund Alfreðs Þorsteinssonar morguninn eftir. "Heyrðu Alfreð þetta er nú algjörlega út í hött. Hvað eiginlega í ósköpunum gengur að ykkur, þið eruð með það í skrám ykkar að við séum kominn mánuð fram yfir, hvern andskotann að kemur ykkur það við?".  "Heyrðu slakaðu nú á þetta er ekkert mál, borgaðu okkur bara og þá tökum við þetta úr skránni okkar."svaraði Alfreð. "Borga ykkur ert þú  ekki í lagi, nú ef ég hafna því hvað þá?" "Nú þá klippum við bara á og tökum þig úr sambandi." "Og hvað á konan mín þá að gera?" "Nú hún verður þá væntanlega að láta kerti duga." Svaraði Alfreð og glotti.

 

Fyrir 5 vikum síðan, var fjörutíu og fimm ára afmælisdagurinn minn og þann dag vaknaði ég frekar þungur í skapi, mér leið ekkert of vel. Ég fór fram í eldhús vitandi það að konan mím myndi gleðja mig með því að óska mér til hamingju með daginn og sennilega hefði hún einhverja gjöf handa mér líka. Hún sagði ekki einusinni góðan daginn, hvað þá til hamingju með hann. Ég hugsaði "jæja svona verða eiginkonurnar með tímanum, krakkarnir hljóta að muna hvaða dagur er". Krakkarnir komu svo í morgunmatinn en sögðu ekki orð. Ég lagði af stað á skrifstofuna og leið enn verr. Þegar ég kom þangað inn kom einkaritarinn minn Jenný á móti mér og sagði. "Góðan daginn, forstjóri og til hamingju með daginn. Mér leið aðeins betur, einhver mundi þó eftir afmælisdeginum mínum. Þegar komið var fram að hádegi var bankað á dyrnar hjá mér og Jenný gekk inn og sagði. "Af því að veðrið er svona dásamlegt úti og þú átt nú einusinni afmæli, hvað segirðu þá um að við förum út að borða, bara við tvö. "Já, bara endilega" svaraði ég, þar sem þetta var það besta sem ég hafði heyrt þennan dag. Við fórum ekki á venjulega staðinn okkar, heldur aðeins út fyrir bæinn á lítinn afvikinn stað. Við fengum okkur tvo Martini og nutum matarins reglulega vel. Á leiðinni til baka sagði Jenný. "Þetta er svo fallegur dagur, þurfum við nokkuð að fara aftur á skrifstofuna?" og ég svaraði. "Nei, ekkert frekar". "Förum heim til mín" sagði hú þá. Þegar við komum þangað fengum við okkur annan Martini, kveiktum okkur í sígarettum og létum fara vel um okkur. Eftir smástund sagði hún. "Er þér ekki sama þó ég skreppi inn í svefnherbergi og bregði mér í eitthvað þægilegra?" "Auðvitað" svaraði ég strax. Eftir um það bil sex mínútur kom hún aftur .....haldandi á stórri afmælistertu. Á eftir henni komu konan mín, krakkarnir, tengdaforeldrarnir og loks nokkrir vinir, allir syngjandi "Hann á afmæli í dag"........og þarna í sófanum sat ég......og var aðeins í sokkunum.

 

     Góður bjartur dagur í dag. Njótið hans, það ætla ég að geraSmile


Dagur 3 að kveldi komin og ég er enn laus við tóbakspúkann

Fór í flottan göngutúr um Elliðardalinn í dag ásamt dætrum, fyrrverandi stjúpdóttir og syni hennar, það var æðiSmile Tókum með okkur nesti og settumst niður í góðri laut, þar fundum við krækiber í fínu lagiSmile fórum svo á róló og svo heim að borða.......nú á ég eftir að koma dætrunum í rúmið og ganga frá, ef ég nenni......Játning, viku fyrir þetta mánaðarlega verð ég alltaf óhemjulöt en svo lagast það um leið og ég er byrjuð.......fyrirtíðaspenna held ég...?????FootinMouth Ég tygg og tygg og tygg........verður spennandi að takast á við dag 4.

         Rákumst á þetta flotta tré í Elliðardalnum í dag, ''Nú höfum við aldeilis úr miklu að moða'' sögðum við og skellihlógum.

               fn.5758

      Góða nótt elskurnar og jafn góða drauma handa öllumSmile


Dagur 3 og örlítið pirraðari en í gær en ætla að breyta því

já ég er soldið pirruð í dag, langar ekki beint í sígarettu en svitna brjálæðislega mikið og sef illa. Þá er bara að horfa frem á veginn og hugsa með sér þetta getur ekki versnað,bara batnaðSmile Er að hugsa um að skella mér í göngu í Elliðardalnum með dæturnar, taka kannski með smá nesti og teppi, það er alltaf gaman og langt síðan síðast. Örverpið sefur reyndar núna og ég og eldri dæturnar erum enn  á náttfötunum, búnar að vera að hafa það notó í morgun yfir teiknimyndunumSmile Enda Sunnudagur til sælu, ekki satt? Núna á3 degi finn ég lykt af nánast öllu, skrítið hvað þetta er fljótt að gerastSmile Fór á Simpson í gær og hafði gaman af.....frábær skemmtun og mikið hlegiðLoL

Ég lét samt pirra mig að á sætisbakinu við hliðina á mér voru fætur sem báru skítuga strigaskó, veit reyndar að þegar ég var unglingur setti ég fæturnar oft upp á sætisbakið á móti en samt sem áður pirrar þetta mig í dag, þetta er jú þrátt fyrir allt dónaskapur, er það ekki? Ég er reyndar móttækilegri fyrir allskyns áreyti þessa dagana en aðra og pirrast frekar en það lagast pottþétt. Ég verð samt að passa þrýstinginLoL 

Horfði á Amerika's got talent í gærkveldi.......og verð bara að segja, hvað er David Hasselhoff að gera í dómarasæti.......er hann sjálfur með einhverja sérstaka hæfileika? Ekki finnst mér hann góður leikari og enn afleitari söngvari og hvað þá fyrirsætaSick

Nei! þetta finnst mér ekki sexý!!!!!!

untitled-4

Eigið góðan, ferskan dag í dag. Það ætla ég að gera.

Takk fyrir öll kommentinSmile


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband