sjötti dagurinn og finn ekki lengur fyrir fráhvörfum.

Líður bara dásamlega vel. Fór í morgun með litlu kríluna mína í aðlögun á leikskólann, fyrsti dagurinn hennar og hún skemmti sér frábærlega, ég ætlaði aldrei að fá hana með mér heim. Hún verður svo í tvo tíma á morgunSmile 

 

 Þessir brandarar eru settir inn spes að beiðni Einars Smile

 

Gunnar sá son nágrannans vera að moka í holu um daginn og spurði drenginn í hvers konar framkvæmdum hann stæði í.
Drengurinn svaraði með ekka: „Ég er að jarða hamsturinn minn.“ Gunnar er raunsær maður og spurði því: „Er þetta ekki nokkuð stór gröf fyrir einn hamstur?“
Um leið og drengurinn mokaði síðustu moldinni yfir svaraði hann: „Nei alls ekki, hamsturinn er innan í kettinum þínum.

 

 Ungur maður sem réð sig sem leiðbeinanda í gagnfræðaskóla var orðinn ansi þreyttur á nemendum sínum eftir fyrstu vikuna. Í einum tímanum, þegar honum þótti börnin sína takmarkaða færni, sagði hann: „Mig langar að biðja alla þá sem eru heimskir að standa upp.“ Enginn stóð upp og eftir mínútu þögn sagði leiðbeinandinn: „Hvað er að ske, eruð þið öll vitringar?“ Þá stóð einn ungur piltur upp og kennarinn spurði: „Svo þú telur þig heimskan?“ Drengurinn svaraði: „Nei, ég bara vorkenndi þér að standa þarna einn.“

 

 Einu sinni voru fjórar nunnur að fara til Himnaríkis. Þar hittu þær Lykla-Pétur og spurðu hann hvernig
þær kæmust inn. Hann sagði að þær verði að svara einni spurningu og spurði svo fyrstu nunnuna.
„Hefurðu einhverntímann komist í snertingu við karlmann." Hún svaraði, „ég hef bara snert einn með
puttanum." Þá sagði Lykla-Pétur: „þvoðu þér þá um puttann og gakktu inn." Hún gerði það. Svo
spurði hann næstu nunnu sömu spurningar og hún svaraði: „Ég hef bara faðmað einn." Lykla-Pétur
sagði þá: „Þvoðu á þér handleggina og gakktu inn." Það gerði hún. Þá ryðst sú fjórða framfyrir þá
þriðju og Lykla-Pétur spyr. „Af hverju ryðstu framfyrir systur þína?" Þá svarar hún. „Ég ætla sko ekki
að þvo mér um munninn eftir hún þvær sér um rassinn.

 

 

Eftir langa nótt þar sem sem ástarloturnar voru orðnar þónokkrar, tekur hann eftir mynd af öðrum karlmanni á náttborðinu hennar. Hann byrjar að hafa áhyggjur og spyr: "Er þetta maðurinn þinn ?" "Nei ástarpungurinn minn" og hjúfrar sig að honum. "Kærastinn þinn þá ?" heldur hann áfram. "Nei alls ekki," segir hún og nartar nett í eyrað á honum. "Er þetta þá pabbi þinn eða bróðir ?" segir hann og vonast eftir því að hún svari játandi. "Nei, nei, nei!!!" segir hún. "Ok, hver er hann þá ?" segir hann ákveðinn... "Þetta er ég fyrir aðgerðina...."

 

 

Eigið góðan dag í dag, minn verður góður og reyklausSmile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að vera hætt að reykja,þeir segja að ellefta árið sé verst ! las lýsinguna þína 5 börn 35 ára,liggið þig aldrei kyrr?Alla vega brandararnir eru góðir

hallgerður pétursdóttir@reykjavik.is (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 13:00

2 Smámynd: Einar Indriðason

Gott mál! :-)

Takk fyrir brandarana, sérstaklega stílaða á mig.... vona að enginn annar hafi lesið þá, þá verð ég að rukka skemmtanaskatt af þeim.

En... gott að heyra að:

   - (Í fyrsta lagi)  Að þú sért enn reyklaus

    - (Í annan stað)  Að löngunin sé horfin

    - (Í þriðja lagi)  hmmmm..... hvað var aftur 3. lagið?

Einar Indriðason, 15.8.2007 kl. 13:13

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

hahaha þeir klikka aldrei brandararnir hjá þér!! gangi þér áfram vel með binindið!!

Huld S. Ringsted, 15.8.2007 kl. 14:18

4 Smámynd: Ásta Björk Solis

Flott hja ther eg er buin ad vera reyklaus i 7,manudi og stundum er thad erfitt en eg benti kallinum a sparnadinn sem eg elska nu get eg pamperad mig.Svo fardu i nudd eda bara vertu god vid thig thad er ofsa gott .

Ásta Björk Solis, 15.8.2007 kl. 23:14

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Lúmskur síðasti brandarinn og fyndinn. Takk fyrir grínið. Þú stendur þig vel í bindindinu.  Hetjukveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 00:14

6 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Hallgerður, Ligg aldrei kyrr

Einar,Þú sérð þá um skemmtanaskattinn

Valli minn, Takk elskan

Huld,Knús

Jón Arnar, Takk, einn dag í einu, man það

Ægir,Takk

Ásta, Til hamingju með 7 mánuðina Já þetta er sko sparnaður.....keypti mér líka kjól, jakka og hálsmen í gær

Kristjana, Knús

Ásdís, Knús

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 16.8.2007 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband