Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Ég óska ykkur öllum......

IMG_0152

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með ósk um gott blogg ár Wink

 

IMG_0153

 

pakkaflóð

 

IMG_0155

IMG_0156

jólapappírinn í ár

IMG_0157

gömul fréttablöð, mogginn, Andrés og Reykjavík grape wine...ásamt allskyns dóti

IMG_0158

IMG_0162

meira að segja netið utan af jólatrénu verður að pakkabandi

IMG_0164

jólin mín byrja alltaf með þessum gamla jólasokki

IMG_0165

þessi snjókall týnist oft en yfirleitt finn ég hann inn í herbergi hjá yngsta púkanum mínum

IMG_0166

Kertasníkir kom í gær með pakka í skóinn og innihélt þessi myndina um Dóru landkönnuð

IMG_0169

í þessum var mama mia

IMG_0171

og í þessum Gosi ( leikritið )

IMG_0168

litla örverpið mitt, síðustu nótt.

IMG_0170

mamman stóðst ekki freistinguna að taka myndir af eigendum skóna og þetta er miðjan mín, hún Anita Ögn

IMG_0172

og sú næstyngsta, litla tröllabarnið mitt

 

Guð geymi ykkur öll.

 

Jólakveðja úr Álfablokkinni.

 

 

 


Ég ákvað að bíða með ræktina og.....

Herbalife kúrinn minn framyfir jól......

nú vantar mig bara jólabúning sem felur maga, rass, læri og kálfa.....nema að ég klæðist fötum andans sem ásótti Ebeneser Scrooge og verð öll hulinn hvítu klæði???? Hmmm???

 Hvað sem ég geri þá tek ég ekki þátt í þessu. Hvaða workout er blessuð konan að framkvæma?                                   

 

 


Stressið og taugaveiklunin aðeins að........

líða hjá, enda búin í prófunum og búin að senda alla pakka sem eiga að fara í póst frá mér. Búin að kaupa allar jólagjafir sem allar eru í ódýrari verðhópnum, en samt svo ferlega flottar. Ég bjó til listrænan gjörning úr pökkunum og pakkaði þeim inn í gömul dagblöð, Andrésblöð og notaði föndurefni og fleira sem ég átti og batt svo utanum með snæri....eins bjó ég til merkimiðana sjálf....svaka flott og lýsir vel efnahagsástandi þjóðarinnar og er ódýrt líka....kostar næstum ekki neitt Cool

Ég er búin að ljúka enn einni önninni í skólanum og náði öllu....hæsta einkunnin mín var 10 í listir og menningu Smile og núna 6 des náði ég þeim áfanga að ég er búin að vera laus við gamla félagann minn Bakkus, sem ávallt var mér til ama, í 5 og 1/2 ár Cool Þannig að á edrúgöngu minni hef ég náð 25 einingum í framhaldsskóla ( var ekki með neina einingu fyrir ) Ég er búin að vera með sama manninum lengur en edrúganga mín, ( það er ótrúlegt miðað við mig ) og ég er gift honum líka, ég á fallegt heimili, fínan bíl, ég elda, baka og geri allt sem aðrar konur gera fyrir jól og aðra viðburði. Ég er semsagt þátttakandi í lífinu, og ég hef mínar eigin skoðanir en ekki annarra ( sem segir mér að ég er full af sjálfsvirðingu og sjálfstrausti ) Er hægt að biðja um mikið meira??? Ég held bara ekki.

Ég er sko bara að nefna brot af mínu frábæra lífi, því að það er hellingur meira sem gerir lífið svona dásamlegt.

Ég ætti kannski að nefna 3 hluti á dag sem gerir lífið dásamlegt???

Ok.

1. Ég er edrú, hamingjusöm glöð og frjáls.

2. Ég á fimm yndisleg heilbrigð börn.

3. Ég á yndislegan eiginmann sem elskar mig eins og ég er, með kostum og göllum

 

Upptalningu lokið í dag. Eftir áramót tek ég 20 einingar í skólanum og hlakka bara til þess.

En jæja, best að hella upp á fyrir bóndann sinn og reyna að koma honum á fætur og senda hann eftir fleiri umslögum. Eftir hádegi förum við svo með kirkjunni minni í Heiðmörk að höggva niður jólatré Smile

Það er eitthvað rómó við það InLove

Ég og líf mitt í nokkrum myndum.

Það þarf að smella á myndirnar til að gera þær stærri. 

20081219_439000oioi

Nýjasta myndin af konunni í Álfablokkinni.

 

 

cb3987d8b161427269c

Ég á verðlaunaafhendingu ásamt kærum vini mínum Bon Jovi.

 

db8bb7d8b161025d242

Ég í jólaskapi með voffanum mínum sem er frábær eftirherma og finnst sérstaklega gaman að leika mig, og svo tekur hann Geir Ólafs líka mjög vel.

 

edcb67d8b16101419232

Ég heima hjá Britney vinkonu minni, hún lánaði mér stígvélin. Þarna vorum við á leiðinni á djammið og vorum að flippa á meðan við biðum eftir Paris vinkonu okkar.

 

IMG_0133

Sjálfsmynd sem ég teiknaði og var lokaverkefnið mitt í myndlist þetta árið.

Þarna sit ég á kistu sem ég ætlaði mér að fylla af peningum og fara svo til heitari landa. Ég fór svo í bankann minn, vopnuð kökukefli og ætlaði að ræna hann en þá var bara einhver Björgólfur og vinir hans, búnir að ræna bankann og þegar ég spurði gjaldkerann hvort ég gæti þá ekki bara rænt eitthvert annað útibú eða annan banka, sagði hún mér að það væri búið að ræna alla banka í landinu.....bömmer!!!

Ég er að pæla í að ræna bara þennan Björgólf eða hina dúddana.

 

20080702_3178 00

 

Hringir okkar hjóna, fyrir giftingu. Bóndinn tók þessa mynd og var hún notuð á boðskortin.

 

Copy of 158a17d8b16102f28128

Bóndinn fór til Íraks á fund með Al Queda, svona til að forvitnast aðeins um hvernig maður á að bera sig að í sumarfríi sem hryðjuverkamaður, en á næsta ári munum við fjölsk ferðast í fyrsta skipti sem hryðjuverkamenn og hlakka ég bara til.

 

24f877d8b16142cc0

Bóndinn að horfa á einkadans hjá spúsu sinni, hann er stundum svo feiminn þessi elska og er það annað en hægt er að segja um mig.

 

Segið svo að ég sé ekki búin að lifa viðburðaríkri æfi ;)

 

 

 


Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Mars 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband