Ákvað að setja inn ritgerð sem ég gerði í íslensku og fékk 10 fyrir.
Ef einhver nennir að lesa, smá innsýn inn í bernsku mína.
Mín fyrsta endurminning er frá Hofsvallagötu 17 í Reykjavík, þar sem ég sit í gluggakistunni og mamma heldur í mig og segir Sjáðu Elín, þarna er fólkið, þarna er skrúðganganog bendir út um gluggann. Ég man samt aðallega eftir lúðrasveitinni. Ég var í köflóttum buxum, rauðum og bláum. Mamma trúir mér ekki og segir að það geti ekki verið að ég muni svona langt aftur.Elín , þú varst 6.mánaða og þetta var á sumardaginn fyrsta. Þú hlýtur bara að hafa séð ljósmyndir af þessu. Það er alveg sama. Ég er handviss, ljósmyndir geta ekki fangað augnablikið á þennan hátt, sama hvað hver segir. Á Hofsvallagötu 17 bjó ég fyrstu 10. mánuðina meðmömmu minni en hún var aðeins 17 ára þegar hún eignaðist mig. Pabbi var víst svaka töffari í útvíðum gallabuxum og rússskinnskögurjakka og tókst á einhvern hátt að heilla mömmu mína upp úr skónum. Þegar pabbi festi kaup á fyrsta húsinu okkar en þá fluttum við mamma til hans. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir borgarbarnið móðir mína að flytja í krummaskuðið á Eyrarbakka enda ætlaði hún sér aldrei að vera þar lengur en í ár. Pabbi er og hefur alltaf verið frístundabóndi og hann hefur alltaf haft ótrúlega gaman af dýrum. Og er ég alveg eins og hann að því leiti. Pabbi tók mig með sér í sauðburðinn og lyfti mér á bakið á hestunum. Hann gaf mér lítið lamb í sængurgjöf, eitt af mörgum, því að hann átti eftir að gefa mér mörg lömb. Eitt lambið skírði ég Svarta Kata í höfuðið á sjálfri mér. Ég var alltaf ákveðin í því sem barn að ég skildi eiga mörg dýr þegar ég yrði stór. Pabbi minn vann við að leggja símalínu auk þess vann hann á sjó. Mér er það enn í fersku minni öll þau skipti sem að hann kom heim með bækur handa mér sem hann hafði verslað í einhverri sveitabúðinni á leiðinni úr vinnu. Plúbb fer til Íslands hét ein bókin og var í miklu uppáhaldi hjá mér. Pabbi sótti alla tíð messur og stundum fór hann á samkomur með mömmu sinni í Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík og stundum fór ég með. Pabbi kenndi mér mikið af bænum og á hverju kvöldi spurði hann Ertu búin að bursta og fara með bænirnar. Pabbi minn er mjög forvitinn að eðlisfari og þann kost, ja stundum ókost, hef ég erfðafræðilega frá honum. Útlit mitt svipar líka til föður míns. Faðir minn hefur móbrún augu og ég líka, nef okkar er svipað, hárliturinn músabrúnn, stuttir fætur og munnsvipur minn er keimlíkur pabba. Faðir minn hefði aldrei getað þrætt fyrir mig, ekki að það hvarflaði að honum í eina sekúndu enda elskaði hann mig frá fyrstu stundu er hann á mig leit. En eitt hef ég frá honum og föðurömmu minni sem ekki er vitað til að sé í neinum öðrum fjölskyldum en það eru litlir og já, stundum stærri bláir blettir á húðinni. Amma fæddist með einn, pabbi aðeins fleiri og systir hans líka. Ég er með marga á mismunandi stöðum, ég er með nokkra bletti á hálsinum. Eitt sinn ætluðu 2 strákar í skólanum að stríða mér á þessu. Elín! Ertu farin að mygla? Ég tók það ekkert nærri mér. Pabbi er stundum svolítið úr takt og svolítið fljótfær. Hvatvís myndu sumir segja. Eitt sinn voru svið í matinn, pabbi tók sviðahaus af borðinu og lét sem hann væri að jarma, meeee, þetta er Svarta Kata. sagði hann. Ég fékk kökk í hálsinn og augu mín fylltust tárum og matarlystin að sjálfsögðu hvarf. Pabbi skyldi ekkert í þessu enda var hans meining bara að vera fyndinn. Af pabba lærði ég margt, trú á Guð, að meta íslenskan mat, að elska dýrin og koma vel fram við þau, að vera iðin og ótalmargt fleira. ég lærði líka af honum allskonar ósiði sem eru samt ekkert alvarlegir. Marga galla hef ég líka erft frá föður mínum og má þar stærsta gallann nefna en það er óþolinmæði. Móðir mín og faðir minn giftu sig 1975, en þá var ég á þriðja ári. Sama ár var leikskólinn Brimverstofnaður á Eyrarbakka, þar fékk móðir mín vinnu og hefur unnið þar síðan. Ég þurfti því aldrei að fara í pössun, þar sem ég fór alla morgna með mömmu í leikskólann. Þetta var yndislegur tími og á leikskólanum var dásamlegt að vera. Skemmtilegast þótti mér að ganga í bandi, en þá fór mamma ásamt annarri starfskonu með langt band með lykkjum fyrir hverja hönd, út að ganga með öll börnin. Við héldum hvert í sína lykkju og ein starfskona fremst og önnur aftast. Ég og mamma tókum oft rútuna í bæinn og gistum þá yfir helgina hjá ömmu og afa. Þ.e.a.s. foreldrum mömmu. Afi sótti okkur alltaf á umferðarmiðstöðina og hlýr og mjúkur faðmur hans umvafði mig. Amma beið venjulega eftir okkur heima og breiddi út faðminn á móti mér þegar hún sá mig og sagði Ertu komin? , og elska hennar leyndi sér ekki. Mamma var og er ein sog foreldrar sínir. Svo mikið hlý og góð. Hún hefur óbilandi trú á sjálfri sér, á jákvæðan hátt þó. Viljasterkari , duglegri og staðfastri kjarnakonu er varla hægt að finna, þetta allt er hún móðir mín. Mamma stappaði alltaf í mig stálinu og í fangi hennar fékk ég alltaf að sitja í, hvort sem við vorum að horfa á sjónvarpið, Húsið á sléttunni, hún að syngja fyrir mig, tala við mig eða hugga mig. Ég var ótrúlega háð móður minni. Svo mikið að halda mætti að naflastrengurinn hafi aldrei slitnað. Þegar ég svo á unglingsárum fluttist sem au-pair stúlka til Sviss, tók ég náttkjól af mömmu með mér til að finna lyktina af henni þegar ég fengi heimþrá. Móðir mín missti barn aðeins 21 árs gömul. Ég var á fjórða ári og man eftirvæntinguna eftir litlu systkini. Ég fékk fréttirnar frá ömmu á róló en það kallaði ég ömmu og afa á Hofsvallagötu. Jæja Elín, núna áttu lítinn bróðir. Og það sem ég var glöð. Daginn eftir dó hann, hjartagalli. Ég sem barnung mær tók missinum létt en móðir mín hugsaði jafnt og þétt, eins og segir í texta Einars Kvarans. Mamma var alveg ákveðin í að halda áfram og láta ekki bugast og hugsaði um mig af alúð sem áður fyrr. Marga góða kosti erfði ég frá mömmu t.a.m. þá er ég mjög opin tilfinningalega eins og mamma, listræn, dugleg o.m.fl. Mamma kenndi mér ógrynni öll af lögum og textum og sungum við mikið saman. Hún kenndi mér líka að svara fyrir mig. Galla hef ég líka erft frá mömmu t.d. þrjósku og stórt skap. Helgasonarskapið er það kallað í höfuðið á afa mömmu. Í útliti svipar mér líka til mömmu þó er ég mun líkari föður mínum. Á hverju sumri kom frænka mín til okkar. Hún bjó í Vestmannaeyjum og er systurdóttir mömmu. Þórína er tveimur árum eldri en ég og ég leit mjög upp til hennar. Hún var sá aðili sem ávalt reyndi að hafa vit fyrir mér og oftast tókst það en þó ekki alltaf. Eigum við að baka eitraða köku handa Helgu Björgu? Nei! Elín, svoleiðis gerir maður ekki. OK eða Eigum við að fara á puttanum á Selfoss? Nei það er hættulegt.Þá fer ég bara ein.Stundum rifumst við eins og hundur og köttur en ég bar samt alltaf mikla virðingu fyrir henni og var svo stolt af þessari fallegu, stóru frænku sem á margan hátt kom í staðinn fyrir stóra systir. Á tímabili þráði ég að eignast hálfsystir og gekk meira að segja svo langt að biðja pabba um eina slíka, því var vissulega ekki sinnt, þó brosti pabbi yfir vitleysunni í dóttir sinni. Ég þráði hana svo mikið að ég laug að hún væri til að vinum mínum. Sagði að hún héti Kristín Elfa og byggi í Reykjavík.Ég ber nafnið Elín Katrín í höfuðið á móðurömmu minni. Ég velti nafninu ekkert sérstaklega fyrir mér fram að 6 ára aldri. Ég bara hét þessu nafni og þannig var það. Móðir mín kallaði mig alltaf báðum nöfnunum enda ótrúlega stolt af þessu nafni sem hún ákvað strax á meðgöngunni að gefa mér. Pabbi kallaði mig oftast bara Elín en notaði bæði nöfnin þegar að hann þurfti að byrsta sig við mig ELÍN KATRÍN ætlar þú að tala aðeins við mig! Pabbi söng oft Katarína stúlkan mín og mamma kallaði mig stundum gælunafninu, Trýna mín. Um 6 ára aldur var ég mjög ósátt við nafnið mitt og vildi þá mikið frekar heita nöfnum eins og Elísabet og vera þá kölluð Beta. Maddit, Lotta eða Ída en allt eru þetta sögupersónur úr barnasögum eftir Asdrit Lindgren. Helst vildi ég samt heita Lára eins og Laura Ingalls úr Húsinu á sléttunni og ekki nóg með það heldur vildi ég helst vera hún. Á fullorðinsárunum lærði ég að meta nafn mitt til góðs. Amma mín Elín Katrín Sumarliðadóttir var ein sú persóna sem hvað mest mótaði líf mitt og ein sú albesta manneskja sem ég hef á ævi minni kynnst og ber ég því nafn mitt með stolti.Ég átti yndislega æsku og skemmtilegt, gott og gagnlegt uppeldi sem hefur vissulega mótað mig sem uppalanda, vin, eiginkonu og persónu. Ég vona bara að einn daginn sitji börnin mín með svona fallegar minningar á borðinu fyrir framan sig eða það sem er enn betra greyptar í huga þeirra.
Verði ykkur að góðu.
Bloggar | 14.3.2008 | 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Á klósettinu í ca hálftíma, því þar fæ ég mesta friðinn fyrir erli og önnum, en boy og boy....þetta er nú fulllangt gengið.......
Hér er ró og hér er friður,
hér ætla ég að setjast niður.
Hugsa um mín eigin þanka, þar til eihver fer að banka.
En þá er nú mál og mannasiður að standa upp og sturta niður.
Farin að horfa á aðþrengdar eiginkonur....ég finn svaka samsvörun með þessari með mörgu börnin og líka þessar misheppnuðu
Greri föst við klósettsetuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.3.2008 | 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
en samt pláss fyrir einn góðan fyrir svefninn, er það ekki annars?
Ungum manni langaði til að kaupa afmælisgjöf handa elskunni sinni. Þar sem að þau höfðu ekki verið lengi saman þá ákvað hann eftir mikla íhugun að hanskar væru rétta gjöfin: rómantískt en ekki of persónulegt. Í fylgd með yngri systur kærustunnar fór hann og keypti par af hvítum hönskum. Systirin keypti sér hinsvegar nærbuxur. Þegar afgreiðslumaðurinn var að pakka inn þá ruglaði hann þessu saman og systirin fékk hanskana en kærastan fékk nærbuxurnar. Án þess að athuga innihaldið þá innsiglaði ungi maðurinn pakkann og sendi til kærustunnar ásamt miða sem á stóð: Ég valdi þetta af því að ég tók eftir því að þú hefur ekki haft það að vana að klæðast þessu þegar við förum út á kvöldin. Ef systir þín hefði ekki hjálpað þá hefði ég valið löngu með tölunum en hún klæðist styttri sem er auðveldara að ná af. Þetta er í ljósum lit, en konan ég keypti þetta hjá sýndi mér parið sem hún hafði verið í síðastliðnar þrjár vikur og það sá varla á þeim. Ég lét hana máta þetta sem ég keypti og það fór henni mjög vel. Ég vildi að ég gæti verið hjá þér til að vera sá fyrsti sem hjálpaði þér í, þar sem að það leikur enginn vafi á því að aðrar hendur munu snerta áður en ég hef tækifæri á því að sjá þig aftur. Þegar þú ferðu úr, mundu þá eftir að blása í þær áður en þú leggur þær frá þér þar sem að þær munu náttúrulega vera nokkuð rakar eftir notkun. Hugsaðu þér bara hvað ég mun koma til með að kyssa þær oft á komandi ári! Ástarkveðjur. P.S. Það nýjasta er að bretta örlítið uppá þannig að smá brúskur sjáist
Svo á að ferma frumburð bóndans á sunnudaginn og nóg framundan......Eigið ljúfa drauma elskurnar.
Bloggar | 14.3.2008 | 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
og gekk barasta prýðilega. Verst dagurinn er þó í dag og ég gat varla sest upp í rúminu en það hafðist á endanum. En þetta getur náttúrlega bara lagast er það ekki???????
Fór í svæfingu og þoli það bara ágætlega miðað við þann sjúkdóm sem ég berst við............en röflaði einhver ósköp í lækninum þegar ég vaknaði.......kannski var ég á trúnó????? Hmmmm????? Veit ekki. En Læknirinn talaði um að það hafi verið erfitt að láta mig anda þegar þau voru að vekja mig upp úr svæfingunni og þau hafi þurft að hrista mig til og kalla hátt.....og þá loksins........
Játning: eftir allan þennan tíma, ég reyki......já veit.....sprakk á limminu fyrir nokkrum mánuðum.......og elska núna bloggið hennar Jenný....he he he.....en þegar ég vaknaði bað ég strax um að fá að fara niður að reykja.....og þegar ég mátti það ekki þá bað ég um snúð.....he he he......enda búin að fasta á öllu frá því á miðnætti.
Ég er núna á bernskuslóðum mínum austur á Eyrarbakka í ofur góðu yfirlæti.....BARA GOTT.......og svoleiðis dekstrað við mann fram og til baka............ekkert smá notó.
Bóndi minn er í borg óttans með dæturnar og er grasekkill.......og stendur sig ofur vel í því hlutverki.
En jæja nóg í bili. Er að spá í að fara að hvíla mig og koma með blogg í kvöld.
Þangað til eigið góðan dag.
Bloggar | 6.3.2008 | 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
þar sem bóndi minn er steingeit
Meyja: Ekki vera kyrr ef þú getur verið á ferð. Allir sem þú talar við auka við þekkingu þína og viturleika. Steingeit vill endilega deila öllu með þér.
Ég fer í smá hégóma aðgerð á þriðjudaginn og mæti svo vonandi sprækari sem aldrei fyrr og fuu af sjálfstrausti.......Sem er samt ekkert svo slæmt.
Þessi stutta færsla var í boði pabba míns sem hefur óbilandi trú á mér sem ofurbloggara og minnir mig reglulega á bloggið, það gerir reyndar tengdapabbi minn líka........dásamlegt að eiga góða fjölskyldu
Eftir gott bað er bæði dansað, sungið og hlegið í sólargeislunum sem gægjast inn um gluggana.
Góða nótt og takk fyrir kommentin ykkar, þolinmæði og nennu til að kíkja í heimsókn á bloggið mitt.
Bloggar | 1.3.2008 | 01:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Takk fyrir lúsarád og gódar kvedjur.......Er ad blogga á nýrri fartolvu sem minn elskulegi bóndi gaf mér en ég kann ekkert á þetta lyklabord og finn ekki íslensku stafina
En ég er ógóglöd med tölvuna
Takk Elsku Bjössi minn
Fullt af fréttum í þessari viku........Ég lofa.
Farin ad svaefa litlu púkana mína.
Góda nótt og sofid rótt.
Bloggar | 19.2.2008 | 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
litu við seinnipartinn í dag, eða það er að segja við fjölsk hittum þá ekki fyrr en seinnipartinn en hef samt grun um að það sé lengra síðan þeir komu til........................................................................ÚFF!!!!!! EKKI AÐ FARA AÐ SKRIFA LANDSINS.....ÞVÍ MIÐUR HELDUR..........Í HELV.......HÁRIÐ Á OKKUR MÆÐGUM
Já mikið rétt. Höfuðlúsin er komin í heimsókn í Álfablokkina.
Ég sem var alveg viss um að hún kæmi aldrei meir.
ALDREI AÐ SEGJA ALDREI.
En ég er búin að vera að vinna í að drekkja henni í viðeigandi vökvum og verð svo pottþétt historýsk á morgun þó svo að ég segist ekki ætla að verða það og þríf á óeðlilegan þátt.
Síðast voru bæði frystiskápurinn og frystihólfið fullt af húfum, böngsum, dúkkum og fl
Jæja. Ég og lýsnar farnar að horfa á friends og koma svo dætrunum og þeirra lúsum í rúmið. Eða eins og Carmen sagði áðan. Ég er Lúsí, og meinti þá Lúsí á Skoppu og Skrítlu disknum
Good night, sleep tight, dont let the bed bugs bite.
Bloggar | 28.1.2008 | 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
like I knew I would
I told ya, I was troubled
you know that im no good............Er það ekki málið? Við þekkjum þetta félagarnir í leynifélaginu.
Amy Winehouse farin í meðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.1.2008 | 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
þegar ég las bloggið hennar Þórdísar Tinnu og vil ég hér með votta dóttir hennar og fjölsk og að sjálfsögðu vinkonum hennar og vinum alla mína samúð og segi ykkur að hugur minn er hjá ykkur.
Þarna er fögur kona jafnt að utan sem innan fallinn frá og við öll sem lásum ríkari að mannkostum og kærleika.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að hitta hana eitt augnablik og sú stund mun mér aldrei líða úr minni.
Ég semsagt sat við tölvuna og las grátandi þegar örverpið mitt á 3 ári kom og sagði ;Ertu að gráta mamma mín?;
Ég: já
hún: hvað er að?
mér fannst of flókið að útskýra fyrir svo ungu barni óréttlæti heimsins svo ég tók á það ráð að skrökva að henni (ekki samt alveg, því á vissan hátt leið mér þannig)
Ég: Mömmu er bara svolítið illt í maganum.
Hún: ÆÆ!!! Viltu kúka soldið?
Þar með fór mamman að hlægja tók utan um dóttir sína og þakkaði Guði, enda ekki annað hægt
Gangið hægt um gleðinnar dyr.......það ætla ég að reyna að gera.
Bloggar | 23.1.2008 | 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mín elskulega vinkona.
Þegar þú ert búin að lesa bloggið mitt, viltu þá pakka inn speglinum og senda mér hann???
Ég á nefnilega bara einn og hárið á mér er orðið svo lufsuleg......ég er alveg viss um að ef þú sæir mig núna svona um hárið myndir þú garga 0MG!!!! og draga mig svo með þér á næstu snyrtistofu....alveg eins og í denn
Annars bara til lukku með skvísuna og gangi ykkur allt í haginn.
Ég sendi þér svo D&C kápuna sem ég keypti handa Winter.
Love kiss and hugges.......Bið að heilsa Britney og Paris
Horfði á fæðinguna í spegli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.1.2008 | 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Eldri færslur
Tenglar
sumir blogga ekki hjá mogga
- Stebban mín yndislega og hennar heimili og haus Hefur sterkar skoðanir en þorir sjaldan að koma þeim á blað :) Elskar heimilið sitt og er með sjúklegan áhuga á hönnunum.......Ég held að Bjössi þurfi að skipta um vinnu........Tala við hana á hverjum degi og stundum oft um dag, elska hana út af lífinu :)
töff og áhugavert
- Flotta búðin í Glæsibæ. Málverk eftir mig og bóndann og faqllegar gjagfavörur á góðu verði. Sjón er sögu ríkari.
Látum gott af okkur leiða, hjálpum til, sýnum samúð í verki. Margt smátt gerir eitt stórt.
- Styrktarreikningur Dagbjartar sem berst fyrir að fá dóttir sína heim. Reikningsnúmer : 0178-05-1288 Kennitala: 181288-3029 IBAN : IS68 0178 0500 1288 1812 8830 29 SWIFT: LAISISRE
- ABC hjálparstarf.......Einhver lítill einstaklingur þarf á þér að halda. ABC hjálparstarf. Þú bjargar lífi barns og færð að launum ómælda ánægju, frið og elsku..............og innri fegurð. Er einhver sem getur staðist svona tækifæri????
Mínir tenglar
Aðrir bloggarar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- alexm
- alit
- almaogfreyja
- andreaolafs
- anastasia
- annabjo
- annapala
- annavaldis
- angel77
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- beggagudmunds
- beggipopp
- bene
- benna
- bergruniris
- birnag
- bjarnihardar
- blekpenni
- bullarinn
- bradshaw
- bryn-dis
- brynhildur
- brynja
- carma
- dana-hanne
- daudansalvara
- doggpals
- ea
- eddabjo
- einari
- ellasiggag
- elmargeir
- estro
- evathor
- fanney
- fidla
- frk-fidrildi
- gamlageit
- garun
- gelgjan
- gislina
- gudrunj
- gummisteingrims
- greifinn
- hafrunkr
- hallarut
- helgadora
- helgananna
- heidathord
- huldastefania
- hrannarb
- ingabesta
- irisasdisardottir
- irish
- jakobsmagg
- jax
- jea
- jullibrjans
- jonaa
- joninab
- jorunn
- kaffikelling
- katja
- karolinap
- kjsam
- klaralitla
- kristinast
- ktomm
- kolbrunb
- lauola
- latur
- lindaasdisar
- lindabj
- madddy
- malacai
- manzana
- marzibil
- misskilningur
- mongoqueen
- nonniblogg
- omarragnarsson
- palmig
- ragnhildur
- ranka
- rannveigbj
- rattati
- ringarinn
- rosalinda
- ruthasdisar
- ruth777
- salmann
- saumakonan
- saxi
- sifjar
- siggiholmar
- sigurjonsigurdsson
- sigvardur
- skessa
- skinkuorgel
- skjolid
- skotta1980
- skrifa
- snorribetel
- stebbifr
- steinibriem
- steinunnolina
- stinajohanns
- stormsker
- soley
- solisasta
- saedis
- swaage
- thelmaasdisar
- tinnaeik
- tommi
- toshiki
- totally
- vglilja
- vinursolons
- thesecret
- thordistinna
- thorunnvaldimarsdottir
- zeriaph
- zoa
- 730
- opinbera
- fjola
- asgerdurjona
- ma
- jari
- annambragadottir
- ollasak
- 666
- tigercopper
- danjensen
- nkosi
- asdisran
- brandarar
- liso
- hauksibegga
- ingistef
- ingvaroskar
- little-miss-silly
- korntop
- olofanna
- pala
- perlaoghvolparnir
- roslin
- sisvet
- saedishaf
- unnurfridriks
- ylfamist
- bleksvart