Ætla að prufa að setja inn myndir af nýju fallegu íbúðinni minni
Langar að deila með ykkur gleðinni.
Eldhúsveggurinn.....örverpið er reyndar búin að kroppa soldið í blómin
Svefnherbergið okkar Björns bónda míns
herbergi Anitu Agnar....hún er núna með æði fyrir bláu.
Gefa mömmu koss
Segja sís :)
Þessar verða að duga í bili því að ég kem ekki fleirum inn......Restin af íbúð álfanna kemur seinna
Lifið heil og takk enn og aftur fyrir fallegu kommentin ykkar
Bloggar | 21.1.2008 | 01:34 (breytt kl. 01:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
enda ekki við öðru að búast með öll þessi börn.............
Meyja: Þú vilt að sambandið sé yfir hversdagsleikann hafið. Þú vilt rómantík, spennu og glamúr. Þú finnur spennuna sem þú leitar að, en hún verður heimilislegri en þú væntir.
Játning: Ég elska hversdagsleikann
Bloggar | 20.1.2008 | 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bara meira blogg!!!!!!!
Ég varð að leyfa ykkur að lesa þennan góða brandara sem ég stal af einhverri síðu
Hér er einn um konu sem var alltaf á Bingókvöldum og vann oft.
Maðurinn hennar fór ekki með henni en hún kom heim aftur og aftur með þessa líka fínu gripi. Ísskáp og bíl t.d. og eitt kvöldið kom hún með demantshring.
Maðurinn hennar talaði um hvað þetta væri nú góð búbót og stóð ekki í veginum fyrir því að hún færi eins oft og hún vildi.
Einn daginn var hringt í konuna og eiginmaðurinn ansaði. Hann sagði að konan kæmist ekki í símann því hún væri í baði að þvo bingóspjaldið.
ÞAÐ ER ORÐIÐ DOLDIÐ LANGT SÍÐAN ÉG FÓR Í BINGÓ
MÉR FINNST GAMAN Í BINGÓ..........Í VINABÆ AÐ SJÁLFSÖGÐU
JÆJA.....BRÓSINN MINN VAR AÐ HRINGJA Í MIG, ÆTLA AÐ FARA AÐ TALA VIÐ HANN OG FARA SVO Í BAÐ........SJÁUMST.
Bloggar | 18.1.2008 | 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
BLOGGLETIVEIKI
Allir bloggvinir mínir hljóta að fara að henda mér út af listanum sínum og það sem meira er........ég les alltaf hjá öðrum en kvitta sjaldnast..hmmmmm!!!!!!!!!!!! ALDREI
Árið mitt var ferlega gott í alla staði......en ég er með adh og er þess vegna ekki minnug á tímatal, þ.a.s í hvaða mánuði hlutirnir gerast....ég segi til dæmis alltaf ;um daginn; og nota það yfir alla hluti.
Þannig að svona í stuttu máli.......
Árið 2007 byrjaði vel
Ég var í skóla og brilleraði í prófum
byðum og byðum eftir nýrri íbúð
3 barnaafmæli
frumburðurinn var fermdur (einkasonur minn)
fórum í veiðiferðir og ferðalög með fellihýsi og svo hjólhýsi
hitti elskulegan tengdapabba minn og konuna hans yndislegu og þar með eignuðust dætur mínar ömmu og afa á Akureyri.
litla systir varð stúdent, enda afburðar vel gefin
við eignuðumst jeppling og fleiri munaðartæki
við fluttum loksins og dæturnar byrjuðu í nýjum skóla en mamman tók sér smá frý frá námi.
við Björn bóndi minn fögnuðum 4 ára afmæli í leynifélaginu okkar
ég fór á lyf við ADH og gengur vel
ég gerðist blondína
og fleira og fleira og fleira........
Ég byrjaði líka að blogga....ekki má nú gleyma því og eignaðist fullt af ofur flottum bloggvinum
Jólin okkar voru bara frábær, Svínahamborgarahryggur snæddur, tengdó var hjá okkur og pakkarnir flæddu út um allt.....allir glaðir og sáttir
Áramótin voru líka ágæt nema að öll fjölsk fékk gullfoss og geysi og það eyðilagði svolítið fyrir okkur.
Ef Guð lofar munu svo undur og stórmerki gerast í ágúst á þessu ári...hí hí hí BARA GAMAN. Ætla samt ekki að opinbera leyndarmálið á netinu strax.
Mig vantar smá hjálp!!!!!!!!!!!
Þegar ég ætla að setja inn myndir við bloggfærsluna mína, þá vistast þær ekki inni, eða eru svona ofurlengi að því þannig að ég gæti þurft að bíða alla nóttina eftir einni mynd ARG!!!!!!!!!!!!!! HVAÐ ER TIL RÁÐA??????? Ásthildur, þú hlýtur að kunna þetta
Takk fyrir öll bloggin ykkar elskurnar og sorrý hvað ég er léleg að vera í contakt.......Það breytist vonandi.
Sofið rótt í alla nótt
Bloggar | 18.1.2008 | 00:48 (breytt kl. 00:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Þórdís Tinna, mest lesni Mogga bloggarinn á blog.is í dag er frábær persóna sem hefur verið að glíma við alvarleg og erfið veikindi í þó nokkurn tíma.
Hún er frábær karakter og segir svo skemmtilega frá sér og sínum á bloggi sínu. Hún er frábær og skemmtileg og er eins og sést á skrifum hennar alltaf að hjálpa öðrum sem eiga um sárt að binda.
Þórdísi Tinnu þarf varla að kynna, hún hefur verið efst á vinsælda lista blog.is yfir mest lesnu bloggin á Íslandi í þó nokkurn tíma. Því eru margir búnir að kynnast henni í gegnum blogg skrif hennar sem eru svo einlæg og opinská í senn.
Sýnum nú hvað í okkur býr og styrkjum Þórdísi Tinnu með veglegum fjár framlögum svo hún geti haldið hátíðleg jól ásamt dóttur sinni, Kolbrúnu Ragnheiði. Eitt er nóg að glíma við erfiðan sjúkdóm og þurfa ekki í ofan á lag að glíma við fjárhagsáhyggjur. 500-1000 kr,- eða jafnvel 5000 kr,- styrkir geta hjálpað þeim mægðum að halda jólin hátíðleg. Margt smátt gerir eitt stórt.
Banka upplýsingar:
0140-05-015735 Kt.101268-4039
Ég skora hér með á aðra bloggara á Íslandi að sýna nú samstöðu í verki og styðja við bakið á mikilli hetju - Þórdísi Tinnu.
Ég vil einnig hvetja aðra bloggara til að birta samskonar færslu á sinni síðu.
Takk fyrir kommentin ykkar. Þið eruð svo sæt öll sömul
Bloggar | 2.12.2007 | 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Verð að segja ykkur eitt mjög seinheppið og ótrúlega fyndið atriði sem ég lenti í núna fyrir helgi og um helgina Þannig var að netið og heimasíminn hjá mér duttu út á sama tíma og bara allt BILAÐ...Ég hringi í Vodafone og bið um aðstoð og þeir segjast láta mann í að ath hvaðan bilunin kæmi. Okey!!!! Ég fæ svo SMS frá þeim um að ekki takist að finna út bilunina og að ég muni þurfa að bíða einhver tíma í viðbót, og ég bara ummm okey En hringi um hæl og spyr hvenær þetta ætti að vera komið í lag ( þeir sem þekkja mig vita að ég get alls alls ekki verið símalaus lengi, ég er sko líka telephone Ananymous...)Þeir segja mér að það sé ekkert unnið í þessu um helgar og og þannig að ekkert verði gert fyrr en eftir helgina, ég Jesúsaði mig í bak og fyrir, ræskti mig og stundi þungan og sagði svo, en en ég er bara með frelsi á gemsanum og þá er svo dýrt að hringja. Aumingja Vodafone manneskjan sá sig aumur á mér og sagði ; Við getum lagt inn á þig 500 kr innistæðu þér að kostnaðarlausu; Ég þakkaði að sjálfsögðu fyrir mig enda alinn upp við kurteisi og góða siði. Hér er svo brandarinn: Í gærkveldi hringdi svo allt í einu heimasíminn og ég sá að Björn bóndi minn var að hringja úr gemsanum sínum og horfði á hann furðulostinn þar sem hann jú stóð fyrir framan mig og Vodafonekallarnir vinna ekki um helgar. Ég: Hvað af hverju ertu að hringja í mig og bíddu nú við er síminn kominn í lag? Bjössi: Já það lítur út fyrir það (glottandi á svip) Ég: En..... Bjössi: Þú hefðir kannski átt að ath innstunguna á veggnum fyrst Ég hafði semsagt rifið allt úr sambandi þegar ég sópaði undir tölvuborðinu fyrir helgi og þar með eignast 500 kr innistæðu, lægri símreikning og Vodafone kallarnir smá aukavinnu Það var svo hringt í mig í dag frá Vodafone og þeir enn jafn gáttaðir á biluninni sem virtist ekki eiga upptök sín neisstaðar og ég rakti sögu mína fyrir kallinum með 1000 afsökunarbeiðnum og boð um að borga þeim 500 kallinn í blíðu....eða nei kannski ekki alveg en ég bauð þeim að bæta 500 kr á næsta símreikning en honum fannst ég örugglega annaðhvort svo heimskulega hlægileg eða hlægilega krúttleg og með seiðandi rödd (örugglega samt seinni kosturinn) að hann vildi endilega gefa mér 500 kr.....svo má líka vel vera að ég hafi verið 500 kr virði vinnustaðarbrandari...Hvað veit ég?
Bið ykkur vel að lifa og þið eruð öll OFUR SVÖL!!!!! Love you all.....Knús á liðið inn í nóttina
Bloggar | 27.11.2007 | 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Bloggar | 18.11.2007 | 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Takk öll fyrir kommentin ykkar Þið eruð alltaf jafn yndisleg
Ákvað að skella inn fleiri gullkornum frá dætum mínum og vona að þið hafið jafn gaman af og ég sjálf
Mamma: Ææ!!! Bláberjamauk í buxunum þínum. Anita Ögn: Það er allt í lagi, notaðu bara burt með blettina og segðu bless við blettina.
Svo er sagt að auglýsingar hafi engin áhrif. NOT!!!
Anita: Afhverju ertu að setja svona í hárið á þér (gel ) Mamma: Svo að ég geti greitt mér. Anita Ögn: En afhverju viltu breyta þér?
He he he.....hana fannst ég segja svo að ég geti breytt mér....:)
Mamma: Ægir er ljón, Álfrún er bogmaður, Carmen er naut og þú og Linda eruð hrútar. Anita grætur og segir: en ég vil ekki vera hrútur, ég vil vera kisan. Mamma: En það er ekki hægt, kisan er ekki stjörnumerki. Ægir: Nei, Anita það er ekki hægt. Anita: En ég vil vera kisan ( grætur meira) Mamma: En Anita ég er td meyja, mér fannst það ekkert mjög gaman þegar ég var yngri. Anita: Hvað er meyja? Mamma: Meyja er kona. Anita: Ó!!! Vinnur þú í dýragarðinum???!!!!!
Stjörnumerkin rædd en þá hélt Anita greyið að við værum í einhverjum leik...he he he..
Anita: Afhverju er alltaf sagt að maður eigi að bíta í öxlina á sér? Mamma: HA? Hvar heyrðirðu það? Anita: Í Mattid, Pabba hennar var illt og mamma hennar sagði honum að bíta í öxlina á sér.
Hún meinti auðvitað að bíta á jaxlinn...He he he...
Eru hommar gelgjur?
Öllu er hægt að rugla saman
Anita: Það er vont að kafna. Eiríkur: Hefur þú kafnað. Anita: Já einu sinni.
Anita: Afhverju talar maður við Jesú? (Biðjum) Mamma: Því það er svo gott td ef að maður er hræddur eða til að biðja hann um hjálp og allskonar svoleiðis. Anita: Þegar ég verð stór ætla ég að verða prinsessa, ég er alveg ákveðin í því og þá ætla ég að giftast prinsi og ef td það kemur einhver ógeðslegur kall eða froskur og ætlar að reyna að giftast mér þá bið ég bara Jesú að hjálpa mér.
Það vantar ekki dramatíkina :)
Geta gelgjur breitt sér í prinsessur?
Mamma: þessi náttgalli er eiginlega orðin of lítill á þig. Anita: Já þá getur Linda bara fengið hann. Mamma: Já. Anita: Og svo Carmen. Mamma: Já ef hann verður í lagi. Anita: Og hún á lífi.
Afhverju förum við ekki líka með bænina um vorið?
Við vorum að biðja saman mæðgurnar og þegar að við vorum búnar sagði Anita Ögn þessi frábæru setningu. Mamma var fljót að kveikja á perunni og að sjálfsögðu átti hún við Faðirvorið.
Frá Lindu Rut.
Afhverju vill Jesú að maður setji ost í frysti?
Við vorum að biðja faðir vorið ( eigi leið þú oss í freystni ) og þá kom þetta snilldargullkorn.
Mamma: Bless ástin mín og gangi þér vel í dag og Guð og englarnir passi þig. Linda Rut: (hlægjandi) Nei!! fóstrurnar gera það.
Mamman að kveðja barnið sitt áður en hún fór í leikskólann ;)
Mamma...SLAPPAÐU BARA VIÐ!!!!!!!
Ég var einhvað að skammast í Lindu þagar hún verður allt í einu svakalega pirruð og æpir þetta á mig
Linda: Þú ert með stórt nef. Mamma: Já ég veit. Linda: Þú ert eins og Grýla.
Ekki var það nú gott :) he he he...
Ég vil ekki fá lasinn kúk.
Linda sat á klósettinu þegar hún sagði þetta og veit ég ekki alveg hvað hún var að meina.
Mamma: Hvað varstu að gera? Linda Rut: Ekki að mála á vegginn. Mamma: Varstu að mála á vegginn? Linda Rut: Þú mátt aldrei sjá herbergið mitt.
Linda var eitthvað óvenju róleg inn í herberginu sínu og þar sem ég var búin að banna þeim systrum að mála sig með snyrtidótinu þá datt mér í hug að hún kæmi öll máluð framm, en ekki var hún máluð þannig að ég hóf þessar frábæru samræður við hana og veggurinn allur bleikur og fínn.
Linda: Geturðu keypt svona pabbi. Pabbi: Nei ég er svo fátækur. Linda Rut: Nei þú ert ekki fátækur. Pabbi: Hvernig veistu? Linda: Þú ert ekki brúnn, fátæka fólkið er allt brúnt.
Samtal þeirra feðginina, við matarborðið.
Og svo eitt í restina frá örverpinu mínu henni Carmen Helgu
Carmen horfir á mömmu sína við matarborðið stórhneyksluð. Í annari hendinni heldur hún á bræddum osti. Allt í einu tekur hún ostinn blíðlega í lófann og klappar honum og segir æææ hetta e hoskur ( þetta er froskur)
þannig var að froskurinn hennar Anitu dó og þær systur fengu allar að halda á honum í lófanum og klappa honum bless. Aumingja Carmen Helga hefur semsagt haldið að ég mamma hennar væri að gefa henni dauðann frosk að borða.
Já, alltaf gaman að hlusta á blessuð börnin og heyra hvað þau hafa að segja um hlutina.
Er eiginlega að missa af CSI og ætla því að fara að horfa núna
Hafið það gott og elskið hvort annað.....hlustið á börnin ykkar, þau geta komið manni á óvart Farin í bili.
Bloggar | 29.10.2007 | 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Anita Ögn dóttir mín sem er 8 ára gömul sagði við mig við matarborðið.
;Mamma, veistu að það er stundum einhverfur strákur í bekknum mínum?;
Já segi ég. ; Er hann mikið veikur?;
; Nei!!!! hann er ekkert veikur hann er bara einhverfur!!!;
Þetta kalla ég alvöru fordómaleysi
Ég læt fleiri gullkorn inn seinna í dag.
Ég er að reyna að vera iðinn hérna
heima hjá mér, þannig að bara stutt blogg í bili.
Love you all
Bloggar | 26.10.2007 | 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Bloggar | 24.10.2007 | 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
Tenglar
sumir blogga ekki hjá mogga
- Stebban mín yndislega og hennar heimili og haus Hefur sterkar skoðanir en þorir sjaldan að koma þeim á blað :) Elskar heimilið sitt og er með sjúklegan áhuga á hönnunum.......Ég held að Bjössi þurfi að skipta um vinnu........Tala við hana á hverjum degi og stundum oft um dag, elska hana út af lífinu :)
töff og áhugavert
- Flotta búðin í Glæsibæ. Málverk eftir mig og bóndann og faqllegar gjagfavörur á góðu verði. Sjón er sögu ríkari.
Látum gott af okkur leiða, hjálpum til, sýnum samúð í verki. Margt smátt gerir eitt stórt.
- Styrktarreikningur Dagbjartar sem berst fyrir að fá dóttir sína heim. Reikningsnúmer : 0178-05-1288 Kennitala: 181288-3029 IBAN : IS68 0178 0500 1288 1812 8830 29 SWIFT: LAISISRE
- ABC hjálparstarf.......Einhver lítill einstaklingur þarf á þér að halda. ABC hjálparstarf. Þú bjargar lífi barns og færð að launum ómælda ánægju, frið og elsku..............og innri fegurð. Er einhver sem getur staðist svona tækifæri????
Mínir tenglar
Aðrir bloggarar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- alexm
- alit
- almaogfreyja
- andreaolafs
- anastasia
- annabjo
- annapala
- annavaldis
- angel77
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- beggagudmunds
- beggipopp
- bene
- benna
- bergruniris
- birnag
- bjarnihardar
- blekpenni
- bullarinn
- bradshaw
- bryn-dis
- brynhildur
- brynja
- carma
- dana-hanne
- daudansalvara
- doggpals
- ea
- eddabjo
- einari
- ellasiggag
- elmargeir
- estro
- evathor
- fanney
- fidla
- frk-fidrildi
- gamlageit
- garun
- gelgjan
- gislina
- gudrunj
- gummisteingrims
- greifinn
- hafrunkr
- hallarut
- helgadora
- helgananna
- heidathord
- huldastefania
- hrannarb
- ingabesta
- irisasdisardottir
- irish
- jakobsmagg
- jax
- jea
- jullibrjans
- jonaa
- joninab
- jorunn
- kaffikelling
- katja
- karolinap
- kjsam
- klaralitla
- kristinast
- ktomm
- kolbrunb
- lauola
- latur
- lindaasdisar
- lindabj
- madddy
- malacai
- manzana
- marzibil
- misskilningur
- mongoqueen
- nonniblogg
- omarragnarsson
- palmig
- ragnhildur
- ranka
- rannveigbj
- rattati
- ringarinn
- rosalinda
- ruthasdisar
- ruth777
- salmann
- saumakonan
- saxi
- sifjar
- siggiholmar
- sigurjonsigurdsson
- sigvardur
- skessa
- skinkuorgel
- skjolid
- skotta1980
- skrifa
- snorribetel
- stebbifr
- steinibriem
- steinunnolina
- stinajohanns
- stormsker
- soley
- solisasta
- saedis
- swaage
- thelmaasdisar
- tinnaeik
- tommi
- toshiki
- totally
- vglilja
- vinursolons
- thesecret
- thordistinna
- thorunnvaldimarsdottir
- zeriaph
- zoa
- 730
- opinbera
- fjola
- asgerdurjona
- ma
- jari
- annambragadottir
- ollasak
- 666
- tigercopper
- danjensen
- nkosi
- asdisran
- brandarar
- liso
- hauksibegga
- ingistef
- ingvaroskar
- little-miss-silly
- korntop
- olofanna
- pala
- perlaoghvolparnir
- roslin
- sisvet
- saedishaf
- unnurfridriks
- ylfamist
- bleksvart