Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Fékk þennann sendann frá Elínu Birnu vinkonu.

Smá hlátur fyrir kvöldið.

 

Maður verður að fara varlega í að gleðja aldraða móður sína !!!


Þrír synir afar guðhræddrar móður fóru að heiman til að spreyta sig á
lífinu. Allir áttu þeir miklu láni að fagna og græddu peninga í stórum
fúlgum. Að mörgum árum liðnum hittust þeir og ræddu meðal annars um
gjafirnar sem þeir höfðu sent aldraðri móður sinni.

"Ég reisti henni mömmu myndarlegt hús," sagði sá fyrsti.

"Ég sendi henni eitt stykki Mercedes Benz með bílstjóra," sagði annar.

"Ég gerði enn betur," sagði sá þriðji. "Þið munið hvað mamma hafði mikla
unun af að lesa Biblíuna og að hún er farin að missa sjón.
Þess vegna sendi ég henni stóran, brúnan páfagauk sem kann hana alla
utan að. Það tók tuttugu presta tólf ár að kenna páfagauknum þetta.
Verkefnið kostaði milljón dollara á ári, en það var þess virði.
Mamma þarf ekki annað en að nefna rit, kafla og vers
og þá fer páfagaukurinn með textann."

Skömmu síðar sendi móðirin sonum sínum þakkarbréf.

Til fyrsta sonarins skrifaði hún:
"Kæri sonur! Húsið sem þú byggðir er risastórt.
Ég bý aðeins í einu herbergjanna en þarf að þrífa allt húsið."

Sonur númer tvö fékk eftirfarandi bréf:
"Elskaði sonur! Ég er orðin alltof gömul til að ferðast.
Ég er alltaf heima og nota Bensinn aldrei. Bílstjórinn er óttalegur
dóni."

Þriðja syninum sendi móðirin þessi skilaboð:
"Yndislega afkvæmi! Þú varst eini sonurinn sem gerðir þér grein fyrir
hvernig ætti að gleðja hana móður þína.

Kjúklingurinn var hreinasta hnossgæti

 

Eigið gott kvöld og nótt og ljúfa drauma.


Frábært verk unnið hjá fíknó....spíttbáturinn siglir ekki meir :)

Það gleður mig að vita að þessi efni fóru ekki á götunaSmile Ég hugsa í leiðinni, hvernig dómur verður kveðinn yfir forsprökkunum?????? Ég las um daginn að maður einn fékk 6 mánuði fyrir að stela kjötlæri og ég varð ofur pirruðPinch Afhverju? Jú....Ef við berum þann dóm saman við dóma yfir nauðgurum og barnaníðingum þá sleppa perrarnir ótrúlega vel miðað við svanga kallinn með kjötlærið. Hvað segja þessir dómar manni....Alls ekki stela mat en farðu frekar og perrastu út um allann bæSick Dómar yfir kynferðisbrotamönnum annarsstaðar í heiminum eru allt upp í 60 ár...Dómar yfir kynferðisbrotamönnum hér á landi eru til háborinnar skammar.

 

En tölum um eitthvað skemmtilegra......lífið í Álfablokkinni gengur sinn vanagang og allir hér eru bara ofur happý. Sem er flottSmile Ég er reyndar enn að koma mér fyrir. Ég tók þá ákvörðun að vera ekki mikið í tölvunni fyrr en ég er búin að koma mér fyrir og allt er komið á sinn stað, en afþví að ég á svo yndislega bloggvini ákvað ég að koma með eina færslu núnaHaloSmileGrinInLove

Ég á líka 35.000 kr gjafabréf í Kringlunni sem ég ætla ekki að eyða fyrr en ég er alveg búin að öllu. Ég er nefnilega soldið svona eins og asninn með gulrótina, verð alltaf að verðlauna mig pínuSmile

Minn elskulegi gaf mér þetta gjafabréf í afmælisgjöf svo fékk ég geggjað ljós frá foreldrum mínum, systkinum, mágkonu og elstu börnunum mínum.

Ég set myndir inn af íbúðinni þegar ég er búin að klára að koma mér fyrir. Takk öll kæru bloggvinir fyrir kommentin ykkar. Love you allInLove


Í Álfablokkinni bjó fögur stúlka og mjó ;)

Hún átti þar heima suður með sjó tralalala.......Þetta verður stutt blogg þar sem mín er enn að koma sér fyrir í Álfablokkinni. Stelpurnar búnar að vera rúma viku í nýjum skóla og alsælar og Anita mín búin að fá fyrsta boðskortið í bekkjarafmæli í nýjum bekk og nýjum skóla.....gaman að því. Ég dó nærri því úr hlátri í gær, var að horfa á næturvaktina og þvílík gargandi snilldLoL En jæja netið er allavegana komið í gagnið og heimasíminn, og næstum allt komið sinn stað en ég á enn eftir að sækja dót í gettóið og þrífa íbúðina þar. Er einhver game að hjálpa til....nei segi nú bara svona. Ég elska ykkur öll og takk fyrir hlýjan hug og kveðjur....ég á auðvitað flottustu bloggvini everSmileInLove

 

         Enn gengur mér ekkert að setja inn myndir.

Þær vilja ekki inn......HJÁLP ÓSKAST!!!!!!

Eigið góða nótt og enn betri dag á morgun....Love you all.


Smá húmor, er það ekki málið.

Kínverjinn segir: Ég ekki koma í vinnu ég veikur, ég veikur.
Yfirmaðurinn svarar: Þegar ég er veikur þá ríð ég konunni minni og þá lagast ég reyndu það. Eftir 2 tíma hringir kínverjinn: Þetta virkar ,ég koma . Þú eiga flott hús

 

Hefur kærastan fitnað um helgina? Hvettu hana til að ganga 3 km á morgnana og 3 km á kvöldin og í enda vikunnar er þetta feita svín komið 42 km í burtu

 

Fréttir: Tveggja sæta flugvél hrapaði til jarðar í kirkjugarði. Hafnfirsk Björgunarsveit er nú þegar búin að finna 64 lík :O

 

Þeir sögðu frá því í útvarpinu í morgun að falleg, flott kona með stinn læri og rass hefði orðið fyrir vörubíl. Það er allt í fína með mig en hvað með þig elskan

 

 

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar.....Ég varð ofurglöð SmileInLoveGrin


Ég ætla að koma þessum skilaboðum að,

svo ég sé ekki að trufla einhverja miðla á næturnar þegar ég er öll. En ég vil að þið vitið að ég vil fá Söndru Bullock (eða hvernig sem þetta er nú skrifað) til að leika mig þegar myndin um mig verður gerð. Ég vil að Quinten Tarantino leikstýri myndinni og að Bruce Willis leiki Bjössa. Ef það gengur eitthvað illa að kenna þessu fólki Íslensku þá vil ég fá Nínu Dögg til að leika mig, Ingvar E til að leika Bjössa og að Balti leikstýri myndinni.

 

      Ok??????

 

Ætla að halda áfram að pakka og flytja.


mbl.is Breskur miðill: Díana vill að Paltrow leiki sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já kella er 35 ára í dag, líður samt ekki degi eldri en 25 :)

 Þetta verður ekki langt blogg, stend í flutningum og allt á milljón. Já það virkar ekki fyrir ráðsetta 35 ára gamla 5 barna móðir, húsmóðir og nema að búa í gettóinu þannig að nú á að flytja í rótgróið, friðsælt fjölskylduhverfi. Dæturnar skipta um skóla og sú yngsta þarf á annan leikskóla. Ég sú gamla tók mér frí frá þessari önn og ætla mér að mæta tvöföld til leiks eftir áramótin. Ég þarf að setja okkur inn í hverfiðSmile Alltaf reyklaus og kallinn líka og ÞVÍLÍKUR MUNUR!!!!!!!

 

                    Afmælisstjörnuspáin mín er svo á þessa leiðCool

                            

                   MeyjaMeyja: Nú er hvorki staður né stund til að vera tilfinningalega lokaður. Gefðu eldmóðinum lausann tauminn. Hoppaðu af gleði - jörðin tekur á móti þér.

 

       Það ætla ég einmitt að gera, glöð að pakka og flytja og jörðin tekur á móti mérGrin

 

     Ætlaði að setja inn mynd en ég hef ekki getað sett inn myndir mjög lengi....Veit einhver hvað er í gangi??????

  Skrifa meira í kvöld.


Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband