Nokkrir góðir punktar til að hlæja sig inn í daginn.

   Það síðasta sem maður segir...    

Ég slæ örugglega heimsmet ef mér tekst þetta.

Ég skal teygja mig og reyna að ná úrinu þínu undan færibandinu.

Nei vá, rosalega ertu með ýkt krúsílegt tattú.

(Í Harlem) Spyrjum körfuboltastrákana þarna til vegar.

Þetta þolir eld.

Nei nei, hann er örugglega í dvala.

Hvað gerir þessi takki?

Nei ég er ekki lögreglumaður .. þetta er  borgaraleg handtaka!

Jááá .. þú ert mannæta segirðu ...  

Þetta er örugglega bara eitthvað útbrot.

Ertu viss um að þú hafir tekið rafmagnið af?

Já, það var ég sem átti úrslita atkvæðið í kviðdómnum, hvað með það?

Nei, það er ekki laus reim á skónum mínum.

Það er örugglega einn á móti milljón að það gerist.

Hvað segirðu, beygja mig hvað?

Hvað áttu við með, "I'll be back"?

Tosa í pinnann .. ok .. búinn að því .. og telja uppá hvað sagðirðu?

Varð það ekki örugglega rauði vírinn sem átti  að klippa?  

Hvar ætli mömmu-björninn sé?

Engar áhyggjur, ég sá þetta gert í sjónvarpinu.

Mmmm, þetta eru ekkert smá góðir sveppir.

Ok, ég skal halda, og þú kveikir á þræðinum.

Hvað er þessi prestur að gera hérna?

Settu þetta varlega frá þér.

Hve oft á ég að segja þér þetta, rottueitur drepur bara rottur.

Ég vona að þeir tali ensku.

Ok þá, ég skal fara á undan fyrst þú þorir ekki.

Er ristabrauðið þitt fast ofan í ... ég kann trix til að  redda því.

Já ég er viss, þetta þolir okkur báða.

Fyndið, þú ert með fæðingarblett sem lítur út eins og 999.

Það er nú eitthvað skrítið bragð af þessu.

Góður hundur ...

Blessaður, ég get gert þetta með bundið fyrir augun.

Jæja, við erum allaveganna komin þetta langt.

Þetta var eitthvað skrítið ...

Hei, þetta er ekki fiðla!  

Láttu ekki svona, þú ferð ekki að berja mann með gleraugu.

Ok, en þetta er í síðasta skipti sem ég geri þetta.

Ekki vera svona hjátrúarfullur.

Ef þér fannst þetta flott, sjáðu þá ÞETTA!

Þessi pláhneta er með mjög svipað andrúmsloft og jörðin, sjáðu bara.

Vertu ekkert að taka þetta úr sambandi, ég verð enga stund að laga þetta.

En hvað gerist ef ég læt þessa tvo víra sne...........

Engar áhyggjur, hún er ekki hlaðin.

Treystu mér, ég veit hvað ég er að gera.  

Víst er frábært útsýni, maður þarf bara aðeins að halla sééé......

Passaðu þig á því hvert þú beinir þessum boga, þú varst næstum því bú......

Ég skal segja þér afhverju, við stöndum á bakvið þykka stálplötu.

Auðvitað er þetta sótthreinsað.

Við ættum að komast hringinn á þessu, ég er búinn að troðfylla tankinn.

Hann er svo vel taminn, að þú getur sett höfuðið uppí munninn á honum.

Afhverju ætti ekki að mega synda í því?

Ég þekki hann, hann er mjög öruggur bílsjóri.

Já, þú mátt formatera harða diskinn núna.  

Engin hætta, þetta hljóð Á að heyrast

Já, þetta er svona 90% jarðtengt.

Asnalegt skilti, mér sýnist þessi brú vera í fínu lagi.

Nei málið er, að þeir gera bara árás ef þeir eru svangir.

Ég get nú haldið andanum niðrí mér allaveganna það lengi.

Hei, þarna eru hermenn, spyrjum þá.

Jason finnur okkur aldrei inní skápnum.

Ég þori að veðja að ég kemst ofan í þetta.

Engar áhyggjur, ég hef gert þetta milljón sinnum áður.  

Nei, við þurfum ekki að spyrja til vegar, ég er með kort.

Hey, hvað ætti svo sem að geta klikkað?

Eitrað? Er ekki í lagi með þig?

Neiii, ekki aftur.

Það passaði síðast þegar ég gerði þetta.

Hvernig í ósköpunum ættum við að geta tapað á því?

Það ætti allaveganna ekki að koma að sök að prófa.

Nei ég þarf ekki leiðbeiningarnar, þetta liggur ljóst fyrir.

Við tökum bara á því máli þegar að við komum að því.

Nei, ég held að við ættum frekar að fara í sitthvoru lagi.

Við þurfum engar vistir, þetta er ekki einu sinni dagsferð.

Ísinn er öruggur.

Ég skal sjá um að tala.

Stormurinn verður í hundrað kílómetra fjarlægð ... að minnsta kosti.

Ég kem aftur, svona um hádegisleitið.

Bensín? Jájá, ég er með nóg af því.

Engar áhyggjur, það er ekki hægt að festa sig á þessum bíl.

Aha .. ég er sérfræðingur í þessu.  

Nei ástin mín, fólk týnist bara í bíómyndum.

Það hlýtur einhver að finna okkur.

Hvaða vitleysa, ég fer bara á puttanum.

Óneiii ... ég veit hvernig kviksyndi lítur út.

Það er grunnt hérna

Hafið það gott í dag, þetta er dýrðlegur dagur í Drottins nafni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

"Hver setti smjör á reipið miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiittttttttttt................*CRASH*" (tarzan)

"Þeir mun aldrei hitta af þessu fæ....."

"Þú og hvaða her?"

Einar Indriðason, 25.7.2007 kl. 11:38

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Stórskemmtilegt

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.7.2007 kl. 12:19

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

sniðugt!! kannast sem betur fer ekki við að hafa sagt neitt af þessu, enda væri ég þá sjálfsagt að blogga hjá lykla Pétri

Huld S. Ringsted, 25.7.2007 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband