Sædís vinkona er að koma í heimsókn, þannig að það verður mömmufrí í kvöld

ætla að hafa afganginn af Ítalska réttinum síðan í gær, kakósúpu og kjúklingastafasúpu. Mín frábæra unglingsgóttir ætlar að hjálpa mér að koma dætrunum í rúmið. Svo er bara að skella sér á gott kaffihús og fá sér góðan latte í háu glasi......verður að vera í háu glasi, annars drekk ég hann ekki LoL sérvitur Cool. Takk fyrir kommentin ykkar.2102898-lg

                                                                           ERU FLEIRI HÁÐIR KOFFEINI EN ÉG?????

Jæja bíð góða nótt, muna svo að hafa smá kósý Wink Er það ekki málið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Já ég er líka háð koffeini!  latte er best í háu glasi

eigðu gott mömmufrí

Huld S. Ringsted, 24.7.2007 kl. 19:30

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kaffikelling ég er og Latte er ódrekkandi nema í háu glasi, stundum lauma ég grand út í og það er æði

Ásdís Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 21:20

3 Smámynd: Ólöf

Oh já er líka háð koffeini !! drekk alltof mikið kaffi.

Ólöf , 24.7.2007 kl. 21:45

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

glös og bollar skipta ekki litlu máli. Heima drekk ég te eingöngu úr einni gerð af könnu, coke alltaf úr glasi á fæti, kaffi alltaf úr hvítum víðum bolla.... sérvitur.. það er gott að vera sérvitur.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.7.2007 kl. 23:40

5 Smámynd: Kaffikelling

Hey girl........nei ég bý nú bara í Hveragerði og hef undanfarin 2 ár að verða......er ekki með síðu á barnalandi en þú getur séð myndir af krökkunum á www.123.is/kato

Luv.........Lilja

Kaffikelling, 25.7.2007 kl. 00:24

6 identicon

Úff já ég á ekki einu sinni líf fyrir kaffi á morgnanna. Hrikalegur koffeinfíkill.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 00:37

7 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Ha ha fyndið ég var einmitt að blogga um latte (klukkið you know ) og það er náttla bara langbest í háu glasi með karamellubragði.  Nammi namm.

Vonandi áttirðu gott mömmufrí með Sædísi.  Ég fékk einmitt eina gamla og góða vinkonu í heimsókn í kvöld og það jafnast ekkert á við gott spjall með góðri vinkonu. 

Heyrumst skvís

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:39

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Bíddu....af hverju háu glasi? Og ykkur finnst þetta öllum? Ég held ég hafi bara aldrei séð það í háu glasi. Er það eitthvað séríslenskt?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.7.2007 kl. 00:51

9 Smámynd: Einar Indriðason

Ábending um að þú sért að drekka of mikið kaffi:  "Þú ert eina persónan sem ert kyrr, þegar suðurlandsjarðskjálftinn kemur"

Einar Indriðason, 25.7.2007 kl. 01:59

10 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

hæ skvís

takk fyrir frábæa stund, endurtökum þetta við fyrsta tækifæri og þá vonandi lengur

Sædís Ósk Harðardóttir, 26.7.2007 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband