Þetta er svo mikill sannleikur.


   Það sem börnin hafa kennt okkur...    

Það er skemmtilegra að lita út fyrir línurnar...

Ef þú ætlar að lita á vegginn í stofunni þá er best að gera það bak við sófann...

Það er ekki satt að súperman hafi alltaf borðað grænmeti þegar hann var lítill...

Ef hundinum þínum líkar ekki við fólk, þá ætti þér ekki að líka við það heldur...

Jafnvel þó þú hafir dorgað á bryggjunni í 3 tíma og ekki fengið neitt nema þara og sólbruna á nefið, þá hefur þú það a.m.k. betra en ormurinn á hinum endanum...

Stundum þarftu að taka prófið áður en þú líkur við að læra...

Ef þig langar í kettling þá skaltu byrja á að biðja um hest...

Það er engin skynsamleg ástæða fyrir því að föt þurfa að passa saman...

Ef hesturinn sem þú ert að teikna líkist meira hundi, þá skaltu breyta honum í hund...

Taktu frá pláss í röðinni handa vinum þínum...

Bankaðu bara áfram...og áfram...þar til einhver kemur til dyra...

Að búa um rúmið sitt er mikil tímasóun...

Búðu reglurnar til jafnóðum...

Það skiptir engu máli hver byrjaði...

Haltu fast í það sem þú vilt...

Spurðu "afhverju?" alveg þangað til þú færð svar sem þú skilur...

 

Breytið þessum degi í besta dag ævi ykkar......ja allavegana þann næstbestaSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Takk.. ég var einmitt þreytt og pirruð á fremur asnalegum og önugum  dögum..

Rúna Guðfinnsdóttir, 24.7.2007 kl. 15:28

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

fínn dagur hjá mér, glotti út í bæði þegar ég las "ef þig langar í kettling þá skaltu byrja á að byðja um hest" dætrum mínum langaði í hest en fengu hund

Huld S. Ringsted, 24.7.2007 kl. 15:52

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Þessir yndislegu einstaklingar, börnin okkar.  Og snillingar.  Safnaði saman í bók sumum af gullkornum dóttur minnar.  Hér eru tvö!  Eftir 3 ára afmælisdaginn:  Mamma, einu sinni var ég LÍTIL.  Mamma, nú er ég stór...."þriggj'ára stór"!  Eftir dálítið töff dag, ein heima með pabba: Mamma, veistu, veistu?  Pabbar EIGA EKKI að vera reiðir!  Svo mörg voru þau orð.  Takk fyrir mig.

  Kveðja S.

Sigríður Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 17:25

4 identicon

Snilld! 

Sérstaklega þetta "Ef þig langar í kettling þá skaltu byrja á að biðja um hest..."  

Díta (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 18:17

5 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Rúna, sendi þér bros inn í asnalegu og önugu dagana

Kristjana,

Huld, Vá, Hvað þú ert góð mamma  sé þetta fyrir mér....annars langar mig í hund

Sigríður, Já börnin okkar eru æði  takk fyrir að deila gullkornunum með okkur.... Hér er eitt í viðbót.´Dóttir mín sem nú er 8 ára sagði við mig fyrir tveimur árum. ; mamma! afhverju er sagt að maður eigi að bíta í öxlina á sér.....Ég: hmmm????? Anita: Já ef maður meiðir sig þá er allta sagt bíttu bara í öxlin  he he he....meinti auðvitað jaxlinn  annars skrifaði mamma hans Emils í Kattholti niður skammastrikin hans, sem sjálfsagt voru líka gullkorn

Díta, já og líka...spyrðu afhverju alveg þangað til þú færð svar sem þú skilur Það gera og gerðu öll mín börn

og mér finnst í alvörunni tímasóun að búa um rúmið mitt, gera það samt endrum og eins

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 24.7.2007 kl. 18:43

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég bað um kettling og fæ hann bráðum.  Þetta er skemmtileg grein hjá þér og góðar lífsreglur. Börn eru besta fólk.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.7.2007 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband