Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Ætla að klukka fleiri þar sem margir voru þegar búnir að fá klukk

Ætla að klukka Zoa, EA, Halla Rut, jax, latur, ranka, palmig, snorri betel.

Klukkuð

Ég var klukkuð af Dítu og á að segja 8 hluti um sjálfa mig sem aðrir vita ekki Smile

Ég held það verði dálítið erfitt þar sem ég er svo hreinskilinn að flestir vita allt um mig. En reynum.

1. Ég er óþolinmóð.

2. Ég sé allt sem mér er sagt og allt sem ég les fyrir mér.

3. Ég elska að syngja og leika.

4. Ég drekk alltof mikið kók

5. Ég hef gert símaat, á þessum aldri.

6. Ég get ekki notað áfengi eða önnur fýkniefni mér að skaðlausu, stunda ákveðna fundi og hef verið edrú frá því 6 júní 2003. Semsagt rúm 4 ár Smile

7. Ég hef brjálæðislega gott minni og get farið á fyrirlestra og rakið þá orðrétt upp staf fyrir staf fyrir mínum nánustu.

8. Ég er vatnshrædd, eldhrædd, sjúklega bílhrædd....sérstaklega í hálku, myrkfælin og náttblind, hálhrædd við ketti en var með rottu sem gæludýr þegar ég bjó út í Sviss, elska hunda, bið alltaf bænirnar og trúi á Jesú Krist sem frelsara minn Smile

Ég ætla að klukka. Mörtu Ruth, Bjarna Harðar, Hjólagarpinn, Sædísi, Rannveigu, Saumakonu, Tomma og Katrínu Kristófers. Koma Svo krakkar.

Eigið góðan dag elskurnar, það ætla ég að gera Smile


Er ekki hætt að blogga.

Búið að vera mikið að gera í dag og er svo að fara að vinna í Konukoti í kvöld, ætla að taka eina vakt Smile  Skrifa meira á morgun og takk fyrir öll kommentin fallega fólk Smile

góðan daginn

Nú er ég klædd og komin á ról,

Kristur Jesús verði mitt skjól,

í Guðsóttanum gef þú mér

 að gangi í dag svo líkist þér. Smile

 

Góði Guð, í dag hef ég ekki talað illa um neinn. Ekki verið gramur eða sjálfselskur. En eftir mínutu fer ég fram úr rúminu og þá þarf ég á hjálp að halda.

Amen.

Annars er merkilegt hvað ég er alltaf lengi að koma mér á fætur.


Þetta gengur ekki lengur

Dóttir mín á 13 ári var að benda mér á að ég væri líklega háð þessu bloggi, og bara rétt nýbyrjuð Wink  en ég ætla að hlusta á dóttir mína og fara að slökkva á tölvunni, tíminn hreinlega flýgur frá manni þegar maður sest fyrir framan tölvuna.....fleyri sem kannast við það? Hmmmm......örugglega fáir LoL  Það er bara svo gaman að skoða alla nýju bloggvinina, ég meina common! Ég á 60 bloggvini og nóg að skoða. Bla bla bla bla......Ég er farin að sofa, lesa, kúra eða eitthvað viturlegt. Góða nótt kæru vinir InLove

Þetta kemur mér ekki neitt á óvart

Ég er 100 % með það á hreinu að það sé stundað mannsal á Íslandi, alveg eins og allstaðar annarstaðar. Á hverju ári eru 800.000 manns seldir í kynlífsþrælkun út um allan heim. Þetta eru sláandi tölur.
mbl.is Rússnesk vændiskona send til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar kom að því :)

Ég segi mig hér með formlega úr samfélagi hinna fullornu. Ég hef ákveðið að lifa aftur því lífi sem ég lifði þegar ég var 8 ára. -Ég vil fara á McDonald;s og líða eins og ég sé á fjögurra stjörnu veitingastað. -Ég vil trúa því að M&M séu betri en peningar...af því að það er hægt að borða M&M. -Mig langar að liggja undir stóru eikartré og drekka límonaði með vinum mínum á heitum sumardegi. -Ég vil snúa til þess tíma þegar lífið var einfalt...þegar að allt sem þú þurftir að kunna voru litirnir,margföldunartaflan og vögguvísur. En það truflaði þig ekki neitt af því að þú vissir ekki hvað þú kunnir ekki...og þér var alveg sama. -Það eina sem þú kunnir þegar þú varst 8.ára var að vera hamingjusamur af því að þú vissir ekki af öllum þeim hlutum sem þú áttir að hafa áhyggjur af eða sem áttu að koma þér úr jafnvægi. -Ég vil halda það aftur að veröldin sé sanngjörn. Að allir séu einlægir og góðir. -Ég vil trúa því að allt sé hægt. Ég vil vera ómeðvitaður um flækjur lífsins og vera rosalega spenntur yfir öllum litlum hlutum aftur. -Ég vil lifa einföldu lífi á ný. Ég vil ekki að dagarnir mínir samanstanda af biluðum tölvum,haugum af pappírum,niðurdrepandi fréttum,finna út úr því hvernig svona fáir peningar eiga að duga í svo marga daga, ógreiddum reikningum,slúðri,veikindum og missi á þeim sem maður elskar. -Ég vil trúa á bros,faðmlög,hlýleg orð,sannleika,réttlæti,frið,drauma,ímyndunaraflið,mannúð og það að gera engla í snjónum. "Svo....hér er dagbókin mín og bíllyklarnir,kretitkortareykningarnir og húsbréfin. Ég segi mig hér með formlega frá samfélagi fullorðinna. Og ef þú vilt ræða það eitthvað frekar,verður þú að ná mér fyrst,því....Klukk!, þú,ert,ann.

Svona er þá spá dagsins hjá mér

Það er ekki skrítið að ég sé ekki búin að komast yfir hindranirnar, ég er ekki búin að gefa neinum neitt Halo

MeyjaMeyja: Þú kemst yfir hindranir með gjafmildina að vopni. Kannski er það að elska náungann eins og sjálfan sig meira en trúarbrögð. Kannski næsta skrefið í þróun mannsins.


Þessi saga gæti svo vel átt við mig

Mamman gekk fram hjá herbergi dóttur sinnar og varð nokkuð undrandi að sjá að það var búið að búa um rúmið og taka vel til í öllu herberginu. Hún sá að það var umslag á miðju rúminu og á því stóð: TIL MÖMMU. Mjög áhyggjufull opnaði hún umslagið og las skjálfhent bréfið sem í því var.

Elsku mamma. Það hryggir mig nokkuð að þurfa að segja þér með bréfi þessu að ég er hlaupin að heiman. Ég geri þetta svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi reiðist mér. Ég hef að undanförnu fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann er svo yndislegur þrátt fyrir öll götin, húðflúrin, skeggið og mótorhjólagallana sína. En það er ekki bara það mamma mín að ég ber svona sterkar tilfinningar til hans því að ég er ólétt og Ahmed segir mér að hann sé svo glaður með það. Hann er þegar búinn að kaupa hjólhýsi fyrir okkur að búa í og hann er búinn að safna helling af eldivið til að halda á okkur hita í allan vetur. Hann er búinn að segja mér að hann langi til að eignast með mér fullt af börnum og ég er svo innilega sammála honum með það. Ahmed hefur kennt mér það að marijuana gerir engum illt í raun og veru og ætlar hann að rækta nóg af því fyrir okkur þannig að við munum eiga nóg af því afgangs til að skipta á því og kókaíni og E-töflum handa okkur báðum. En ég vona líka að vísindamenn finni fljótlega lækningu á AIDS svo að Ahmed mínum batni, hann á það svo skilið!! En ég bið þig að hafa ekki áhyggjur mamma mín því að ég er nú orðin 15 ára og kann alveg að sjá um mig sjálfa. Þar að auki er Ahmed orðinn orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað hann er að gera. Einhvern daginn ætla ég svo að koma í heimsókn svo að þú getir hitt öll barnabörnin þín.

Þín dóttir Guðrún.

PS: Mamma, ekkert að ofansögðu er satt. Ég er í heimsókn hjá Siggu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig vita að það er margt verra í heiminum en einkunnaspjaldið mitt sem er í efstu skrifborðskúffunni. Ég elska þig. Láttu mig vita þegar það er óhætt fyrir mig að koma heim.


Vá!!!!! Litli duglegastur.

Það er ekki laust við að maður eigi til að skammast sín svolítið þegar maður les um svona hetjur, svo liggur maður stundum sjálfur í sjálfsvorkun og nennir ekki neinu Smile  Ég dáist að þér drengur......BARA HETJA Cool
mbl.is Þorsteinn Sturla lætur taugahrörnunarsjúkdóm ekki slá sig út af laginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband