og í kvöld. Er búin að vera að hugsa svo mikið um hvaða hlutir standa upp úr og hvað er mikilvægt að þurfa ekki að segja hvað ef ég hefði bara gert þetta svona eða hinsegin eða sagt þetta eða hitt eða bara faðmað oftar ástirnar í lífi mínu.....til að mynda börnin mín, bóndann minn,foreldra, systkini ættingja og vini........ef ég einbeiti mér að því fagra allt í kringum mig og hugsa minna um það sem litlu máli skiptir þá ætti maður að geta orðið bara þokkalega sáttur. Ekki satt????? Ég heyrði svo sorglega sanna sögu á Lindinni í dag um hörmulegt slys og mikinn fjölsk harmleik sem fékk mig til að gráta á leiðinni heim frá leikskóla dóttir minnar, hún sönglaði leikskólalögin í aftursætinu og þegar við stigum út úr bílnum fyrir utan Álfablokkina.......knúsaði ég hana í klessuÞær eldri fóru að heimsækja afa og ömmu á Eyrarbakka og við bóndinn erum ein í kotinu með litla örverpið.....þau feðgin sofa vært inn í herbergi og hrjóta í takt þessar elskur. Ég er líka að vinna verkefni í leynifélaginu mínu þessa dagana og ætla mér að passa mig eins og ég get á frestunaráráttu minni, síðast var ég búin að skrifa bréf til pabba elstu barnanna minna en ætlaði alltaf að kaupa hákarl og harðfisk og senda með til hans þar sem hann bjó úti. En, bréfið fékk hann aldrei í hendurnar og nú liggur bréfið í kaldri gröf.........Ég þarf að gefa mér tíma til að fara að leiðinu hans og spjalla við hann um alla hluti sem mér dettur í hug og verð að vona að þó svo mér finnist það aðeins táknrænt að þá heyri hann í mér, mér þótti sannarlega vænt um hann og núna er ég orðin mikið persónulegri en ég ætlaði mér nokkurn tímann að vera hér á blogginu,og farin að vatna músum.....Ég meina þetta er Morgunblaðið....... Úfff !!!!! Bara smá viðkvæmni í gangi.......Ætla að flýta mér með 9 sporin mín því maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég ætla að elska, faðma og sína allar mínar bestu hliðar ein og ég mögulega get, þó svo ég viti að þær slæmu læða sér alltaf pínulítið með......enda er ég ekki fullkominn frekar en nokkur annar og eitt er það sem ég fékk ekkert voðalega mikið af í vöggugjöf og það er þolinmæði.......NEI ELSKURNAR, ÉG ER EKKI ÞESSI TÍPÍSKA ÞOLINMÓÐA MAMMA, Þrátt fyrir mikið barnalán, þó að ég elski allar mínar 5 elskur og gæti ekki lifað án þeirra þá var þetta frekar eitthvað tengt við gleymsku eða óábyrgð.....allavega veit ég alveg hvernig börnin eru búinn til Ég verð líka að deila með ykkur, hvað ég hlakka til að ganga upp að altarinu mínu með elsku bóndanum mínum í Ágúst og eitt get ég sagt ykkur að kjóllinn verður ofur flottur, hannaður af Birtu Björns hjá Júníform.......
Knús inn í nóttina og megi nótt og komandi dagur verða fagur......Svaka skáld
Eldri færslur
Tenglar
sumir blogga ekki hjá mogga
- Stebban mín yndislega og hennar heimili og haus Hefur sterkar skoðanir en þorir sjaldan að koma þeim á blað :) Elskar heimilið sitt og er með sjúklegan áhuga á hönnunum.......Ég held að Bjössi þurfi að skipta um vinnu........Tala við hana á hverjum degi og stundum oft um dag, elska hana út af lífinu :)
töff og áhugavert
- Flotta búðin í Glæsibæ. Málverk eftir mig og bóndann og faqllegar gjagfavörur á góðu verði. Sjón er sögu ríkari.
Látum gott af okkur leiða, hjálpum til, sýnum samúð í verki. Margt smátt gerir eitt stórt.
- Styrktarreikningur Dagbjartar sem berst fyrir að fá dóttir sína heim. Reikningsnúmer : 0178-05-1288 Kennitala: 181288-3029 IBAN : IS68 0178 0500 1288 1812 8830 29 SWIFT: LAISISRE
- ABC hjálparstarf.......Einhver lítill einstaklingur þarf á þér að halda. ABC hjálparstarf. Þú bjargar lífi barns og færð að launum ómælda ánægju, frið og elsku..............og innri fegurð. Er einhver sem getur staðist svona tækifæri????
Mínir tenglar
Aðrir bloggarar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- alexm
- alit
- almaogfreyja
- andreaolafs
- anastasia
- annabjo
- annapala
- annavaldis
- angel77
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- beggagudmunds
- beggipopp
- bene
- benna
- bergruniris
- birnag
- bjarnihardar
- blekpenni
- bullarinn
- bradshaw
- bryn-dis
- brynhildur
- brynja
- carma
- dana-hanne
- daudansalvara
- doggpals
- ea
- eddabjo
- einari
- ellasiggag
- elmargeir
- estro
- evathor
- fanney
- fidla
- frk-fidrildi
- gamlageit
- garun
- gelgjan
- gislina
- gudrunj
- gummisteingrims
- greifinn
- hafrunkr
- hallarut
- helgadora
- helgananna
- heidathord
- huldastefania
- hrannarb
- ingabesta
- irisasdisardottir
- irish
- jakobsmagg
- jax
- jea
- jullibrjans
- jonaa
- joninab
- jorunn
- kaffikelling
- katja
- karolinap
- kjsam
- klaralitla
- kristinast
- ktomm
- kolbrunb
- lauola
- latur
- lindaasdisar
- lindabj
- madddy
- malacai
- manzana
- marzibil
- misskilningur
- mongoqueen
- nonniblogg
- omarragnarsson
- palmig
- ragnhildur
- ranka
- rannveigbj
- rattati
- ringarinn
- rosalinda
- ruthasdisar
- ruth777
- salmann
- saumakonan
- saxi
- sifjar
- siggiholmar
- sigurjonsigurdsson
- sigvardur
- skessa
- skinkuorgel
- skjolid
- skotta1980
- skrifa
- snorribetel
- stebbifr
- steinibriem
- steinunnolina
- stinajohanns
- stormsker
- soley
- solisasta
- saedis
- swaage
- thelmaasdisar
- tinnaeik
- tommi
- toshiki
- totally
- vglilja
- vinursolons
- thesecret
- thordistinna
- thorunnvaldimarsdottir
- zeriaph
- zoa
- 730
- opinbera
- fjola
- asgerdurjona
- ma
- jari
- annambragadottir
- ollasak
- 666
- tigercopper
- danjensen
- nkosi
- asdisran
- brandarar
- liso
- hauksibegga
- ingistef
- ingvaroskar
- little-miss-silly
- korntop
- olofanna
- pala
- perlaoghvolparnir
- roslin
- sisvet
- saedishaf
- unnurfridriks
- ylfamist
- bleksvart
Athugasemdir
Sael elsku fraenka. Thad tharf mikid hugrekki og kjark til ad opna sig a thennan hatt fyrir framan althjod. Thad er mikid til i thessu sem thu ert ad segja.
Bestu kvedjur fra Skotlandi.
Aðalsteinn Baldursson, 24.5.2008 kl. 01:08
Þú getur verið stolt af öllum sem þú segir, engin hætta á öðru. Og það er bara þannig þegar einhver nákominn fellur frá, hvort sem það er nýskeð eða lengra síðan, það kennir manni að meta fjölskylduna, vinina, lífið.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.5.2008 kl. 01:45
Hulla Dan, 24.5.2008 kl. 06:31
Ég vil trúa því að hann heyri í þér. Falleg færsla. Hvenær í Ágúst er dagurinn?? Ef ég má spyrja
Garún, 24.5.2008 kl. 09:55
Knús á þig elsku besta vinkona frábær færsla hjá þér og úper væmin
Takk fyrir að vera eins og þú ert....love Stebba
Stebba (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 10:30
Ji, Ella var að kveikja á perunni núna hver þú ert... Var að skoða fallegu myndirnar í albúminu og þá fattaði ég.... Sjííí hvað maður getur verið fattlaus.......
Ég er orðin væmnari með árunum. Þekki það að finnast það erfitt.... Gaman,,, en naglar eins og við eru ekki væmnir... Haha.....
Frábært hvað gengur vel.... Minni að okkar leiðir hafi síðast legið saman 2003 á Flókagötu. Getur það ekki verið rétt.....
Helga Dóra, 24.5.2008 kl. 11:49
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 11:57
Þetta finnst mér gott hjá þér.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.5.2008 kl. 13:05
Takk Alli minn......Mér þykir SVO MIKIÐ VÆNT UM ÞIG FRÆNDI!!!!!
Takk Anna mín, já ég veit en því miður þá þarf það oft til....og þá koma hugsanir eins og ef ég bara????? Hann dó 5 okt 2005. Og gaf mér fallegustu frumburðina mína í öllum heimi geymi
Takk Hulla mín.
Ég ætla að reyna að trúa því Garún mín og takk fyrir kommentið þitt mín kæraDagurinn stóri er 16 ágúst og bara spennó allt saman.
Takk Stebba mín, takk sömuleiðis....við erum nú ekkert svo ólíkar......enda undan bræðrum
Vá!!!! Seinn í þér fattarinn Helga Dóra mín...he he he Jú mig minnir að það hafi verið á Flókagötu og einmitt árið 2003.......Edrúafmælisdagurinn minn er 6 júní 2003 Væmni er samt ágæt stundum......en naglar erum við, það er ekki spurning.....Þarf stundum meira að segja að leggja frá mér töffaragrímuna til að virðast örlítið mannlegri...he he he
Takk elsku Birna mín, ég hugsa til þín oft á dag....sumir einfaldlega stela bara svona frá manni hjartanuÞú ert perla og ég vildi svo mikið komast á föstudaginn en komst ekki þar sem bóndinn var að skutlast með miðjurnar á Bakkann til mömmu og pabba.
Takk Jórunn mín......þú hefur góða nærveru, samt hef ég aldrei hitt þig
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 24.5.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.