Takk fyrir kommentinn ykkar elskurnar.......

Þið peppið mig upp. Ástæðan fyrir að ég hef ekki sett inn neinar myndir inn á bloggið eru tvær....ég kem þeim ekki inn og svo hef ég verið heldur ódugleg að taka myndir af myndunum. En búðin í Glæsibæ er enn á sama stað og eigandinn þar er ein sú yndislegasta manneskja, sem ég hef þekkt svona stuttSmile Það er mjög gaman að heimsækja hana og dóttir hennar í búðina og ekki verra að fá að versla ódýrar vörur úr þeirri verslun. Jæja, ég er öll að koma til. Hélt brennu á svölunum hjá mér áðan og þar með brann gremjan.......svo er bara bæn og fullt af vinnu framundan.......sumt erfiðara en annað. En til að öðlast frelsi, þarf maður að ganga inn í ótta sinn....Ekki satt????? Leikskólinn er í frýi, þannig að ég bíst ekki við að fara í kjólamátun fyrr en á morgun eða hinn. Er sem sagt að láta hanna á mig Júníformkjól....fyrir stóru stundina í Ágúst. Ef þið vitið um breiðar, mjóar og allavega hárspangir á heildsöluverði....endilega< láta mig vita. Koss á línunna.........

Góðar stundir!!!!

 

http://youtube.com/watch?v=-WrVrlZ4p4Q

 

Man einhver eftir þessari 80&#39;s drottningu.....Gerði hún bara eitt vinsælt lag og hvar ætli hún sé í dag og hvað ætli hún sé að gera. Okkur Sædísi vinkonu fannst hún ofur flott og þessu eina lagi hennar var margnauðgað af okkur vinkonum.LoL

                


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Man maður eftir þessu lagi???????? Ég man sko alveg eftir kassettunni sem þið Sædís áttuð með þessu EINA lagi á báðum hliðum (shit hvað maður er gamall....kassettunni!!!! hehehehe)  Þetta vekur óneitanlega upp skemmtilegar minningar.  Sjáumst mín kæra

Sandra Dís (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Helga Dóra

Risastórt kasettutæki á öxlinni, labbandi um hverfið og halda að við værum aðalgellur heimsins...... Það er það eina sem mér datt í hug þegar ég sá lagið.....

Helga Dóra, 19.5.2008 kl. 12:56

3 identicon

En hárið á konunni hahahahahaha.Ég gerði heiðarlega tilraun með perm til að ná svona greiðslu fram

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:47

4 Smámynd: Hulla Dan

Ómg. Ég elska ´80 tónlist. Eyði hérna heilu helgunm í að glápa á youtube og hverfa á fortíðarflipp....

Hulla Dan, 19.5.2008 kl. 16:18

5 Smámynd: Signý

Vá... þetta var svo sannarlega 80&#39;s! get ekki sagt að ég sé´svakalega svekkt yfir að hafa bara verið kúkandi í bleyju á þessum árum

En hinsvegar! Ef þig langar í alvörunni til að vita hvað varð um hana Samönthu Fox þá er þetta nú ekki eina lagið sem hún gerði á þessum árum en hún átti líka lög eins og "Naughty Girls (Need Love Too)" og "I wanna have some fun" Svo eitthvað sé nefnt! Og stúlkan er enn að, en hún gaf út plötu 2005 sem heitir  "Angel with an Attitude"

Já.... svona er maður nú uppfull af merkilegum upplýsingum! Ég vissi það alltaf að ég myndi geta miðlað af þekkingu minni og viskubrunni um 80&#39;s one hit wonders

En svo þarf ég greinilega að fara skoða þessar myndir...

Eigðu svo annars bara góðan dag og daga.. og guð veri með þér... því ég má ekki vera að því

Signý, 19.5.2008 kl. 17:25

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ella mín hvað meinar þú að þú komir ekki myndunum inn ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2008 kl. 17:40

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ó jes, man sko eftir þessu, var með svona hár líka, mér þótt það mega flott.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 17:46

8 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Elín mín ég skal búa til spangir á frænkur mínar ég gerði á mínar dætur þegar ég gifti mig sló alveg í gegn og efnið í það er hræódýrt.

Knú knús

Eyrún Gísladóttir, 19.5.2008 kl. 19:59

9 identicon

Blessuð Elín mín.

Þetta lag var í  uppáhaldi einhverntímann. Maður fer í eitthvert nostalgíuástand þegar maður heyrir þessi gömlu góðu 80´s slagara. Ég er einmitt búinn að vera skemmta mér á you tube með lögum frá árununm 85-87 bara gaman. Gaman að heyra að þú sért að fara ganga upp að altarinu í sumar innilega til hamingju með það.

Kveðja Guðfinna

Guðfinna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 09:34

10 identicon

Sæl!

Það hlýtur einhver lunkinn tölvumaður í kunningjahópnum að geta komið innsetningu mynda í lag hjá þér. Þú varst oft á tíðum svo skemmtileg í vali mynda ásíðuna og athugasemdum með þeim.

Biðjum að heilsa öllum og Gréta þakkar góð orð.

Kær kveðja Runel

Runel (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 12:23

11 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Leiðinlegt að þú kemur ekki myndum inn. Þarf ekki að athuga þetta? Bestu kveðjur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.5.2008 kl. 17:43

12 Smámynd: Kjartan Sæmundsson

Sæl Ella sprella.

Mér líst vel á að þú hafir eldað upp gremjuna þína þarna á svölunum þínum. Þetta comment mitt hér um daginn var nú bara sett fram í gríni. Reyndar verð ég að viðurkenna það að ég hef aldrei séð neitt af verkum Bjössa bónda þíns. Ef frá er talið eitt lítið, ílangt undurfagurt &#132;strigapár&#147; er ég augum leit fyrir nokkrum árum síðan þegar þið bjugguð uppi í Austurbergi. Annars finnst mér þessi framtaksemi alveg frábær hjá þér.

Ég hef það nú svo fínt orðið eftir þessa löngu veru mína í Leynifélaginu að ég er löngu hættur að öfundast út í fólk ;) Hafðu það nú sem allra best og skilaðu góðri kveðju til hans Bjössa Run og svo óska ykkur báðum góðs gengis á listabrautinni.

Kjartan Sæmundsson, 20.5.2008 kl. 22:23

13 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Hæ Elín mín.

Hva missti ég af einhverju??? Ertu að fara að gifta þig????? Gaman gaman.  Til lukku með það skvís.  Sjáumst við svo ekki á morgun????

Þetta eru svolítið mörg spurningarmerki  

Heido alle hjupa

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 21.5.2008 kl. 23:40

14 Smámynd: Benna

Hæ skvís noohh ertu að fara að gifta þig en æðislegt, veistu mig langaði svo að þakka þér fyrir öll fallegu hrósin sem þú gafst mér þegar við hittumst það er ekki oft sem svona fallegir hlutir eru sagðir við mann og sko ekki leiðilegt að vita að maður sé farin að líkjast sjálfum sér upp á nýtt....hehe þú veist hvað ég meina:)

En ert þú í vandræðum með bloggið? Ég er í ferlegum vandræðum með að setja inn færslur, athugasemdir og allt bara ferlega pirrandi alveg var að spá hvort fleiri væru að lenda í því?

Annars knús á þig vinkona og sorry hvað ég hef verið léleg í kvitteríinu:)

Benna, 22.5.2008 kl. 10:45

15 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Já, Sandra mín hvernig er hægt að gleyma kassettunni góðu, og ég man hvað ég öfundaði Rannveigu, hvað öllum fannst hún lík Söndru Kim...he he he...

Nákvæmlega Helga Dóra og ekkert smá gellur,,,,enn meiri gella þegar ég eignaðist vasadiskó...

Nákvæmlega Birna mín.......hárið á henni...he he he....það kostaði nú soldið mikið af hárlakki að ná fram svona greiðslu he he he.......Ég mana þig til að mæta með samskonar greyðslu á leynifélagsfundinn okkar annaðkvöld

Ég veit að þú elskar 80s tónlist Hulla mín......Ég les bloggið þitt.....er bara svo ódugleg að kvitta fyrir mig.

Skemmtilegar upplýsingar Signý mín, þú ert alveg full af fróðleik.....og ég skil þig vel, þetta með að vera ekkert svekkt, enda mesta hallæristímabil allra tíma....Knús á þig Angelica Jolie...he he he

Það er bara eitthvað klikk í kerfinu hjá mér og ég er búin að bíða stundum upp í 2 tíma við að fá inn eina mynd en ekki fer hún inn bandsett.....Þetta hlýtur að koma. Knús í kúlu

He he he.....skelltu nú inn einni mynd af þér með Samöntu Fox hárgreiðsluna þína Ásdís mín

Takk Eyrún mín. Ég er alltaf á leiðinni til þín elskan......læt verða af því við fyrsta tækifæri og þá ættum við sko að geta spjallað....ekki satt?????? Knús í kotið

Takk Guðfinna mín, manstu kannski eftir Tanitu Tikaram....sem minnir mig alltaf svo á þig og svo lagið Relax....he he he

Takk Runólfur minn.....Þetta hlýtur að fara að koma......Vona að ég sjái ykkur sem fyrst......allavega 16 ágústKnús á ykkur frá okkur

Takk Valli minn.....Knús á þig til baka

Takk Jórunn mín, jú þetta er allt í athugun.

Takk fyrir hjartað þitt Helga mín og knús á þig

Takk fyrir svarið þitt Kjartan minn og ég biðst velvirðingar á að hafa tekið þessu svona illa.......en er þakklát fyrir að allt er í góðu á milli okkar. Vinátta þín skiptir mig máli. knús á þig og fjölsk

Já já Rannveig mín, Úlli púlli er bara að fara að gifta kellu.......þar kom að því.......he he he......Þetta verður bara gaman, enda ekki eftir neinu að bíða, bíðum samt aðeins....he he he.....við hjónaleysin erum búin að vera saman núna í rúm 5 ár. Knús á þig sæta

Takk Benna mín, en gaman að ég gat glatt þig svona mikið, enda meinti ég hvert orð.....svona sæt varstu alltaf í gamla daga og þú ert sko sannarlega komin til baka bara enn flottari að innan og utan. Knús á þig gella

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 22.5.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband