Einn góður í boði nöfnu minnar........................

hennar Elínar BirnuLoL


Maður hringir í fyrirtæki og pantar hjá þeim 'misstu 5 kg á 5 dögum'
pakkann.

Daginn eftir er barið á dyrnar hjá honum og fyrir utan stendur
íturvaxin 19 ára snót í engu nema Nike hlaupaskóm. Um hálsinn á henni
hangir skilti sem á stendur 'Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig'.

Hann lætur ekki segja sér það tvisvar og stekkur á eftir henni. Eftir
nokkra kílómetra er hann orðinn móður og másandi og gefst upp. Sama
stúlkan mætir á þröskuldinn hjá honum næstu 4 dagana og það sama gerist
í hvert skipti. Á fimmta degi vigtar félaginn sig, og viti menn, hann
hefur misst 5 kg.



Hæstánægður með árangurinn hringir maðurinn aftur í fyrirtækið og
pantar hjá þeim 'misstu 10kg á 5 dögum' pakkann.

Næsta dag er bankað á dyrnar og fyrir utan stendur einhver sú
fallegasta og kynþokkafyllsta kona sem hann hefur á ævinni séð. Hún er
eingöngu klædd í Reebok hlaupaskó. Um hálsinn á henni hangir skilti sem
á stendur 'Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig'.

Eins og elding tekur hann á rás á eftir skvísunni. Hún er auðvitað í
fantaformi og þó hann reyni sitt besta nær hann henni ekki. Næstu fjóra
daga heldur þessi rútína áfram og hann kemst smám saman í betra form. Á
fimmta degi vigtar hann sig og sér til ómældrar gleði hefur hann misst
10 kg.



Hann ákveður að leggja allt í sölurnar og hringir og pantar 'misstu 25
kg á 7 dögum' pakkann. 'Ertu alveg viss?'spyr sölumaðurinn ' Þetta er
erfiðasta prógrammið okkar'

'Ekki spurning' svarar félaginn, 'mér hefur ekki liðið svona vel í mörg
ár'.



Daginn eftir er barið á dyrnar, og þegar hann opnar stendur risastór,
helmassaður karlmaður fyrir utan í engu nema bleikum hlaupaskóm. Um
hálsinn á honum hangir skilti sem á stendur 'Ef ég næ þér, er rassinn á
þér MINN!'



Félaginn missti 32 kg í þeirri viku

 

Spurning að prufa þennan??????????????'

 

Sjáumst seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

hann er góður þessi

Helga Dóra, 13.4.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: Halldór Sigurðsson

snilld

Halldór Sigurðsson, 13.4.2008 kl. 19:22

3 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Góður

Eyrún Gísladóttir, 13.4.2008 kl. 22:05

4 identicon

Já hann er góður þessi 

Sjáumst fljótt ;)

Elín Birna (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 08:35

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábær

Guðrún Sæmundsdóttir, 15.4.2008 kl. 09:34

6 identicon

Sæl!

Gaman að sjá bloggið þitt. Smásögur af börnunum eru alltaf skemmtilegar. Sýna m.a. að þetta eru frískar stúlkur.

Gaman að sjá myndir Bjössa og margar þeirra eru mjög góðar.

Bið að heilsa öllum.

Runel

runel (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband