Smáblogg.....svo CSI.....

Takk öll fyrir kommentin ykkarSmile Þið eruð alltaf jafn yndislegKissing

Ákvað að skella inn fleiri gullkornum frá dætum mínum og vona að þið hafið jafn gaman af og ég sjálfWink

 

Mamma: Ææ!!! Bláberjamauk í buxunum þínum. Anita Ögn: Það er allt í lagi, notaðu bara burt með blettina og segðu bless við blettina.
Svo er sagt að auglýsingar hafi engin áhrif. NOT!!!

 Anita: Afhverju ertu að setja svona í hárið á þér (gel ) Mamma: Svo að ég geti greitt mér. Anita Ögn: En afhverju viltu breyta þér?
He he he.....hana fannst ég segja svo að ég geti breytt mér....:)

 

Mamma: Ægir er ljón, Álfrún er bogmaður, Carmen er naut og þú og Linda eruð hrútar. Anita grætur og segir: en ég vil ekki vera hrútur, ég vil vera kisan. Mamma: En það er ekki hægt, kisan er ekki stjörnumerki. Ægir: Nei, Anita það er ekki hægt. Anita: En ég vil vera kisan ( grætur meira) Mamma: En Anita ég er td meyja, mér fannst það ekkert mjög gaman þegar ég var yngri. Anita: Hvað er meyja? Mamma: Meyja er kona. Anita: Ó!!! Vinnur þú í dýragarðinum???!!!!!
Stjörnumerkin rædd en þá hélt Anita greyið að við værum í einhverjum leik...he he he..

 Anita: Afhverju er alltaf sagt að maður eigi að bíta í öxlina á sér? Mamma: HA? Hvar heyrðirðu það? Anita: Í Mattid, Pabba hennar var illt og mamma hennar sagði honum að bíta í öxlina á sér.
Hún meinti auðvitað að bíta á jaxlinn...He he he...

 

Eru hommar gelgjur?
Öllu er hægt að rugla saman


Anita: Það er vont að kafna. Eiríkur: Hefur þú kafnað. Anita: Já einu sinni.


Anita: Afhverju talar maður við Jesú? (Biðjum) Mamma: Því það er svo gott td ef að maður er hræddur eða til að biðja hann um hjálp og allskonar svoleiðis. Anita: Þegar ég verð stór ætla ég að verða prinsessa, ég er alveg ákveðin í því og þá ætla ég að giftast prinsi og ef td það kemur einhver ógeðslegur kall eða froskur og ætlar að reyna að giftast mér þá bið ég bara Jesú að hjálpa mér.
Það vantar ekki dramatíkina :)


Geta gelgjur breitt sér í prinsessur?

Mamma: þessi náttgalli er eiginlega orðin of lítill á þig. Anita: Já þá getur Linda bara fengið hann. Mamma: Já. Anita: Og svo Carmen. Mamma: Já ef hann verður í lagi. Anita: Og hún á lífi.

Afhverju förum við ekki líka með bænina um vorið?
Við vorum að biðja saman mæðgurnar og þegar að við vorum búnar sagði Anita Ögn þessi frábæru setningu. Mamma var fljót að kveikja á perunni og að sjálfsögðu átti hún við Faðirvorið.

 Frá Lindu Rut.

Afhverju vill Jesú að maður setji ost í frysti?
Við vorum að biðja faðir vorið ( eigi leið þú oss í freystni ) og þá kom þetta snilldargullkorn.

 

Mamma: Bless ástin mín og gangi þér vel í dag og Guð og englarnir passi þig. Linda Rut: (hlægjandi) Nei!! fóstrurnar gera það.
Mamman að kveðja barnið sitt áður en hún fór í leikskólann ;)

 

Mamma...SLAPPAÐU BARA VIÐ!!!!!!!
Ég var einhvað að skammast í Lindu þagar hún verður allt í einu svakalega pirruð og æpir þetta á mig

 

Linda: Þú ert með stórt nef. Mamma: Já ég veit. Linda: Þú ert eins og Grýla.
Ekki var það nú gott :) he he he...

 Ég vil ekki fá lasinn kúk.
Linda sat á klósettinu þegar hún sagði þetta og veit ég ekki alveg hvað hún var að meina.

 

Mamma: Hvað varstu að gera? Linda Rut: Ekki að mála á vegginn. Mamma: Varstu að mála á vegginn? Linda Rut: Þú mátt aldrei sjá herbergið mitt.
Linda var eitthvað óvenju róleg inn í herberginu sínu og þar sem ég var búin að banna þeim systrum að mála sig með snyrtidótinu þá datt mér í hug að hún kæmi öll máluð framm, en ekki var hún máluð þannig að ég hóf þessar frábæru samræður við hana og veggurinn allur bleikur og fínn.

 

Linda: Geturðu keypt svona pabbi. Pabbi: Nei ég er svo fátækur. Linda Rut: Nei þú ert ekki fátækur. Pabbi: Hvernig veistu? Linda: Þú ert ekki brúnn, fátæka fólkið er allt brúnt.
Samtal þeirra feðginina, við matarborðið.

 Og svo eitt í restina frá örverpinu mínu henni Carmen HelguGrin

 

Carmen horfir á mömmu sína við matarborðið stórhneyksluð. Í annari hendinni heldur hún á bræddum osti. Allt í einu tekur hún ostinn blíðlega í lófann og klappar honum og segir æææ hetta e hoskur ( þetta er froskur)
þannig var að froskurinn hennar Anitu dó og þær systur fengu allar að halda á honum í lófanum og klappa honum bless. Aumingja Carmen Helga hefur semsagt haldið að ég mamma hennar væri að gefa henni dauðann frosk að borða.

 

Já, alltaf gaman að hlusta á blessuð börnin og heyra hvað þau hafa að segja um hlutina.

Er eiginlega að missa af CSI og ætla því að fara að horfa núnaLoL

Hafið það gott og elskið hvort annað.....hlustið á börnin ykkar, þau geta komið manni á óvartInLove Farin í bili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hahahaha þessi börn ! Takk fyrir góða skemmtun hehehe

Ragnheiður , 30.10.2007 kl. 01:28

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Á ekki börn, samt hnyttin færsla eins og flestar aðrar.

Eiríkur Harðarson, 30.10.2007 kl. 02:43

3 identicon

Börn eru yndisleg

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 12:47

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Eina sem ég get sagt: Þessi börn..

Rúna Guðfinnsdóttir, 30.10.2007 kl. 16:21

5 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

já alltaf jafn gaman að þessum gullkornum....en þetta með vorið minnti mig á þegar litla snúllan hans Ella ( Guðrún Marín ) bað hann að fara með bænina um skeiðina.....en átti þá við Ó faðir gjör mig lítið ljós....um lífs míns stutta SKEIÐ

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 30.10.2007 kl. 17:18

6 identicon

yndisleg þessi börn frábær lesning...

Stebba Þóra (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 19:00

7 identicon

Börnin eru yndisleg 

Elín Birna (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 19:13

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábær gullkorn

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.10.2007 kl. 21:45

9 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

    Þær eru ótrúlegar prinsessurnar þínar.  Hafðu það ævinlega gottttth!!!

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 30.10.2007 kl. 21:49

10 Smámynd: Saumakonan

ROFL!!!  Alger snilld hjá þeim!  (sverja sig í ættina hehehe)

Saumakonan, 30.10.2007 kl. 22:55

11 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Algjörlega frábær gullkorn frá börnunum þínum Minnir mig á þegar að dóttir mín var lítil og sagði "mamma eigum við ekki að biðja baunirnar" Þegar að koma að því að bilja bænirnar

 málefni þroskaþjálfara voru einhverntíma mikið í umræðunni á heimilinu, þá fór sú stutta að leggja orð í belg um "froskaþjálfara"  Börn eru hreint út sagt dásamleg

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.10.2007 kl. 23:05

12 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

 Big Hug 

Katrín Ósk Adamsdóttir, 30.10.2007 kl. 23:40

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

GULLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLL

Einar Bragi Bragason., 31.10.2007 kl. 00:09

14 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

hhhahaha frábært alveg, það er svo gaman að þessum krílum.  Þín eiga nú ekki langt að sækja hugmyndaflugið Elín mín

luvjú

Sædís Ósk Harðardóttir, 31.10.2007 kl. 19:25

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg gullkorn. Er ekki lasinn kúkur, bara renningur (drulla) nei datt bara svona í hug.  Yndisleg börn.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2007 kl. 23:22

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldeilis frábær lesning.  Ég hló heilmikið við þennan frábæra lestur.  Það sem blessuðum börnunum getur dottið í hug að tengja saman.  En það er samt alltaf heilbrú í því sem þau eru að segja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2007 kl. 20:28

17 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

..ost í frysti!  Heyrði sjálf á fjórða árinu...oss í "hreysti", og hélt að Jesú væri "antisportisti"!

Sigríður Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 20:39

18 identicon

Hæ hæ

Komin Nóvember og á ekki að blogga neitt

Bestu kveðjur þín nafna

Elín Birna (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband