Smá ferðasaga.

Fyrir utan það sem ég var búin að segja ykkur frá, þá höfðum við það bara fínt í ferðinni. Lögðum hjólhýsinu á Grundarfirði þar sem við gistum í 2 nætur. Fórum að veiða í Hraunsfirði en veiddum bara alls ekkert...jú Bjössi fékk einn lítinn titt á flugu, sem hann svo sleppti og ég fékk einn lítinn titt sem beit ekki einu sinni á heldur kræktist í greyiðFrown En Bjössi grillaði hann fyrir mig og smakkaðist hann mjög vel. Það var líka mikið lesið og að sjálfsögðu slappað af í þessari ferð. Ég eins og alltaf má ekki sjá annara manna börn þegar ég er sjálf barnslaus, því þá hellist yfir mig söknuður og aðskilnaðarkvíðiLoL Þannig að það var ósköp gott að knúsa dæturnar á sunnudeginum þegar við sóttum þær til mömmu og pabba, þar sem þær voru búnar að dvelja í góðu yfirlæti. TAKK MIKIÐ MIKIÐ ELSKU MAMMA OG PABBI FYRIR ALLTInLove Ég er búin að vera letingji dauðans í dag og hef ekki nennt neinu. Ætla að skreppa til elsku frænku minnar hennar Þórínu sem er að passa börn í Kópavogi og eiga gott kvöld með henni. Hún fer svo til Eyja á morgunn. Svo er að fara á morgun og versla skóladótið og bækurnar fyrir mig og dæturnar og sæta leikskólatösku fyrir krýlu litlu. VEIT EINHVER HVAR ÉG FÆ FALLEGAR RÚMGÓÐAR LEIKSKÓLATÖSKUR Á GÓÐU VERÐI??????

En jæja, þarf að fara að drífa mig. Takk öll fyrir kommentin og stuðningin. 11. dagar í dag.

 

              IMG_3879

Komin í Hraunfjörð og erum að græja okkur fyrir veiðina.

              IMG_3880

Fallegt þarna, þvílík náttúruperla

              IMG_3881

Komin í veiðigallann

               IMG_3883IMG_3884

 

             IMG_3885

             IMG_3886

Risafiskur?????????

            IMG_3887

Ekki svo...hmmm....þetta er sko borðhnífur við hliðina á honumSmile

            IMG_3888

og þá er að grilla

            IMG_3889

Flotta hjólhýsið

           IMG_3898

Glaðlegar heybaggarúllur

          IMG_3899

         IMG_3907

         IMG_3948

Tókum þessa á leið til ReykjavíkurSmile

 

Góða nótt og sofið róttSmile Kem svo með nýja færslu á morgun.....

Ég vil votta Hrossu og fjölskyldu mína dýpstu samúð og bið algóðan Guð að vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrkFrownHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Flottar myndir, sérstaklega af RISAfisknum þínum

Huld S. Ringsted, 20.8.2007 kl. 20:54

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðislegar myndir, þetta hefur nú verið ljúft þótt lítið sé um veiðina. Gangi ykkur vel í skólaundirbúningi. Ég veit ekkert um töskur í bænum en lét kaupa tvær fyrir mig í Köben handa dóttursyni sem er að fara í 8 ára og dótturdóttir sem er að byrja í fyrsta sinn, borgaði 9000 fyrir tvær rosa flottar og frían flutning heim.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 21:02

3 Smámynd: Einar Indriðason

Nauhau... þessar myndir núna eru eitthvað svo "venjulegar" ... trúi þeim ekki, miðað við fyrri myndir frá þér :-P

Annars er gott að heyra að loftvinnslan er enn í gangi :-)

Einar Indriðason, 20.8.2007 kl. 23:11

4 identicon

hæhæ Elín. Þetta var greinilega góð helgi hjá ykkur hjónum. til lukku með reykleysið, það er eina leiðin, eina leiðin

En ótrúlega flottar myndirnar af ykkur í myndaalbúminu, þið eruð hvert öðru myndarlegra

Helga Ben (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 00:25

5 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Já Huld mín, þetta er aldeilis risafiskur

Takk Ásdís mín, jú þetta var sko BARA LJÚFT!!!!

Takk Valli minn, já það er satt það er sko yndislegt að vera úti í náttúrunni

En Einar, þetta er samt allt satt

Arna, takk fyrir kommentið og gaman að heyra í einhverjum sem þekkir til í Hraunsfirði....þá veit maður það það er semsagt ekki auðvelt að fá fisk þarna....en hvernig er að veiða í Baulu?

Takk elsku bestasta mágkona mín og takk fyrir kommentið Love you

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.8.2007 kl. 09:04

6 identicon

Skemmtilegar myndir hjá þér og eins og þú sérð ef þú fylgist með síðunni mini þá tek ég iðulega frá þér efni. Mér finnst það þess eðlis að fleiri eigi að fá tækifæri til að sjá það.

Enn á ný óska ég þér til hamingju með árangurinn í reykleysinu.

Í klaufaskap mínum hef ég týnt símanúmerinu hans Bjössa.

Kærar kveðjur.

Bið að heilsa öllum

RunEl (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 13:52

7 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

flott að þú hafðir það gott, og gangi þér áfram vel í reykleysinu:)

Sædís Ósk Harðardóttir, 21.8.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband