Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ó Bjössi, ó Bjössi. Svo hoppum við bæði inn í hjónaband.....

Og þá verður margur af aurum örHeart

Við eignumst þá hnífa og bollapörHeart

Og annað sem vantar í okkar búHeart

Og ég verð þá kölluð frú.Heart

Ó Bjössi, ó Bjössi. Svo hoppum við bæði inn í hjónabandInLove

Ó Bjössi, ó Bjössi. Í himins sælunnar land.

 

Ég er semsagt gift kona og vonast til að koma myndum inn síðar og líka almennilegu brúðkaupsbloggi.......Nenni samt ekki núna....Þreytt...vinna á morgun en vildi bara láta vita aðeins af mérHeart


Jæja...........

smá fréttir af  mér......

Ég er aukaleikari í nýrri sjónvarpsþáttaröð sem á að byrja að sýna í vetur á stöð 2.

Svaka fjör, og mikið áhugamál hjá mér.........satt best að segja eitt það áhugaverðasta starf í heimi að mínu mati.

Vá!!!!! Hvað hugur minn er samt breyttur gagnvart svona leiknu efni.......Þvílíkur tími sem fer í hvert og eitt atriði og þvílík vinna og mikið svakalega ber ég orðið mikla virðingu fyrir öllum þeim sem standa að baki þáttanna. Þetta er sko mikil og töff vinna og krefst mikillar vandvirkni.

Þetta er samt frekar gaman þó að ég sé svo sem ekki vön svona mikilli vinnu undanfarin ár og er þar af leiðandi alveg búin eftir daginn. Vinnan hefst kl 08:00 og líkur kl 18:00.

Allir að borga stöð 2 í vetur og sjá ElluSprellu á skjánumWinkLoL

Annars er bara brúðkaupið framundan þar næstu helgi og eintómt fjör.

Ég fer svo aftur í skólann í haust og ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir kærkomna sól, frý og letilíf á sumrin, þá er nú alltaf gott að fá rútínuna sína aftur með vetrinum..........

Farin að snæða kjallarabollu og kókómjólk.......

Lifið heilSmile

 


Leitarflokkur óskast.......

Benedikta vinkona mín og bloggvinkona margra hér á moggablogginu er búin að tína kisunni sinni........Ég læt hér með fylgja bloggfærsluna hennar Bennu og vona heitt og innilega að einhver lesi um kisu,finni kisu og skili kisu til Bennu, Egils

068  

 

 Litla kisan mín sem er af tegundinni Colourpoint persi slapp út á laugardaginn síðasta, málið er að hún er innikisa og hef ég því miklar áhyggjur af henni.
Hún er með BLÁ augu.
Ég hef auglýst eftir henni á netinu og lét birta auglýsingu í blöðunum og fólk hefur verið að hringja og sagst hafa séð hana í miðbænum og sumir hafa talið sig hafa séð hana út á nesi hvorutveggja getur vel verið rétt.

Ég er búin að labba út um allt og labba á hverjum degi, hennar er mjög sárt saknað og strákarnir mínir eru alveg niðurbrotnir þeir sakna hennar svo.

Mig langar að biðja ykkur kæru vinir að hafa augun opin, hún er því miður ómerkt...ef þið sjáið hana að hringja í mig og láta mig vita og ekki væri verra ef þið mynduð ná henni...Já við búum á Bárugötu 8 ...101 Reykjavík!

Mig langar að biðja ykkur um að gera mér stóran greiða að linka á þessa færslu mína á ykkar bloggi því þá sjá fleiri þessa beiðni mína þakka ykkur innilega fyrir.

 

035

FUNDARLAUN ERU Í BOÐI!

Síminn hjá okkur er: 856-5031 

Kær kveðja Benedikta og Egill.

og strákanna þeirra sem sakna kisu svo sárt.Crying

 

Góða helgi Benna og allir hinir og allir út að leita......Ég tala nú ekki um ef þú býrð í Vesturbænum.....


Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband