Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Og kerlingunni tókst að klára hjóna=barnaherbergið líka.

Allt að verða ofurkósý. Var að koma úr 50 ára afmæli og matarboði hjá mágkonu minni. Svaka góður matur....humarsúpa,skötuselur, kjúlli, salat, rækjuréttur og ískaka....mmmmmm......svaka gott. Nú ætla ég að halda eitthvað áframm hérna heima hjá mér í tiltektinni og fara svo í freyðibað. Góða nótt elskurnar og sofið eins og umgabörn.

 

          Læt hérna góða sögu fylgja með.

Vinur minn fór heim með stelpu um daginn og þegar afþví kom að hún ætlaði að klæða sig úr sagði hún. ;Ég vara þig við, ég er alveg eins og bar að framan.....alveg flöt. Það er nú allt í lagi sagði vinur minn, því ég er alveg eis og ungabarn að neðan. Stelpan rífur sig úr fötunum og stráksi sá að hún var alveg að segja satt...svo gjörsamlega flöt var hún blessunin. Jæja vinur minn klæðir sig svo rólega úr fötunum og þegar hann fer úr buxum og brók þá steinlíður yfir stúlkukindina. Vinur minn nær í vatnsglas og hellir upp í stúlkuna og slær hana laust á kinnina. Stelpan vaknar og hrópar reið og skelkuð. ;sagðir þú ekki að þú værir eins og ungabarn að neðan????? Jú jú sagði vinur minn yfirvegaður. ;15 merkur og 53 cm. Smile 

Knús og kram inn í nóttina.


Amma mín er ótrúlega liðug

Við fórum í heilsubótargöngu í gær og teygðum svo duglega á því..........

Hér er mynd af ömmu sem ég smellti af henni um leið og hún sagði ;Ella mín, þú átt alltaf að vera dugleg að teygja og gera grindarbotnsæfingar, það munar svo mikið um það;

Annars var þetta bara ansi hressandi ganga og við höfðum báðar gott afSmile

                           old lady stretching

Hafið Það gott í dag, í dag er ég hálflöt.....enda sunnudagur til sælu.


Stofan alveg að verða tilbúin og svo er bara að spýta í lófana og klára rest.

Þetta er allt að verða svo gasalega huggó eitthvað. Mamma er náttúrulega bara snillingur. ÞÚSUND ÞAKKIR FYRIR DAGINN MAMMA MÍN!!!!!!!!!!KissingInLoveSmile Sá þessar myndir á netinu og varð hugsað til þess hvað hégómi heimsins, útlitsdírkun og þau skilaboð sem tímarit og sjónvarpsþættir gefa frá sér hafa lagt marga að velli. Þetta er hræðilegt Frown 

                                   anoreksia_5

                                    anoreksia_22

                                    anoreksia_24

                                    300_ScreenShot006

Ég ætla að sýna mínum börnum þessar myndir til að vekja þau til umhugsunar. ÞETTA ER EKKI SMART!!!!!!!!!!!!!!!!

      Er að fara í tívolí á eftir og svo að lesa leynifélagsbókina með leynifélaga.

     VONANDI KEMUR SVO KRAFTUR ANDANS YFIR MIG SVO ÉG GETI KLÁRAÐ AÐ GERA FÍNT Í HREIÐRINU SmileHeart KNÚS KNÚS Á YKKUR ÖLL.


Nú á að taka til hendinni

Já, mamma er að koma í heimsókn, þar sem dóttir hennar hefur litla sem enga skipulagshæfni og nú á að koma húsgögnunum fyrir og breyta og laga til. Ég semsagt keypti mér skenk og skáp í stofuna sem enn eru út á miðju gólfi og þurfa að komast fyrir einhversstaðar.

Þegar ég breyti og tek til hjá mér set ég iðjulega allt á annan endann......hmmmmm??????? Veit ekki hvað veldur.....en svona hef ég alltaf verið.

Hér er smá skemmtun fyrir ykkur kæru bloggvinir.....Þið eigið semsagt að stara lengi í miðju myndarinnar og þá gerist eitthvað sniðugt.

sick2

Þið þurfið líklega að smella á myndina til að stækka hana. Sjónhverfing er alltaf skemmtileg Smile

En hafið það gott í dag. Í dag ætla ég að vera iðinn og glöð Smile


Ég þarf að nýta vonda veðrið í að taka til hjá mér.

Hér er allt á hvolfi. Ég er reyndar búin að setja í uppþvottavélina

                                           washday(TwistedHumor

Og svo er bara að skúra skrúbba, bóna og þvo þvott. En afhverju langar mig samt alltaf frekar að gera eitthvað annað en það sem ég er búin að ákveða að gera?????  FootinMouth Takk fyrir öll kommentin, þið eruð öll svo krúttleg. Ég ætla að vera glöð í dag og reyna að gleðja einhvern án þess að hann, hún viti að því og án þess að segja frá....því það er kúnst, skal ég segja ykkur. Wink og þannig var nú það. Leggjum inn fyrir góðum degi......Hafið það OFUR GOTT!!!!!!!!!!!!!!


Hjá mér var fiskur í matinn í kvöld, en ég borða samt oft pizzu.

Reyndu þetta þegar þú ætlar að panta pizzu næst...

1. Ef þú ert með tónvals-síma, þá skaltu ýta af og til á takkana. Biddu síðan manneskjuna sem er að taka við pöntuninni um að hætta þessu.

2. Búðu til "feik" kortanúmer og athugaðu hvort að viðkomandi taki við númerinu.

3. Notaðu "ýkt" mikið slangur þegar þú pantar pizzuna. ("Meikaðu eina þokkalega feita slæsu með plenty tjís á kantinum ..")

4. Segðu þeim að senda pizzuna, og spurðu hvort að sendillinn geti komið við á Macdonalds fyrir þig ot tekið einn "Big Mac" með fyrir þig í leiðinni.

5. Ljúktu símtalinu með því að segja: "Mundu .. að við áttum aldrei þetta samtal."

6. Segðu þeim sem að tekur pöntunina að samkeppnisaðilinn sé á hinni línunni og þú ætlir að taka besta boðinu.

7. Gefðu þeim upp heimilisfangið hjá þér .. segðu síðan "Komdu mér á óvart" og legðu á.

8. Svaraðu þeirra spurningum með spurningum.

9. Með mjög blásandi röddu .. segðu þeim að þér sé skítsama um alla næringu og heilsufæði .. þú viljir bara eitthvað hrrrrikalega fitandi.

10. Bættu þessum orðum inní samtalið: AFTURHALDSHYGGJA - KEIKÓ - BÓNUSFERÐIR - FLÖSUR

11. Segðu þeim að þú viljir hafa skorpuna ofaná í þetta skiptið.

12. Syngdu pöntunina við eitthvað gott Metallica lag.

13. Ekki segja hvað þú viljir á pizzuna - heldur skaltu stafa það.

14. Talaðu mjög smámælt þegar þú segir "sósa" og "ostur" .

15. Stamaðu á öllum "p" orðum.

16. Ef þú hringir í Pizza 67 skaltu spyrja hvort viðkomandi viti hvaða tilboð Hrói Höttur er með .... (og öfugt).

17. Spurðu viðkomandi hvernig hann sé klæddur.

18. Láttu braka í puttunum á þér þegar þú talar (nálægt símtólinu)

19. Segðu "halló" ... síðan skaltu þykjast vera undrandi og soldið ruglaður í svona fimm sekúndur .. og láttu síðan líta út fyrir að þau hafi hringt í þig.

20. Bunaðu út úr þér pöntununni. Ef þau spyrja hvort þú viljir gos með þessu, þá skaltu "panikera" og verða utan við þig.

21. Segðu viðkomandi að þú sért eitthvað dapur. Reyndu að láta hann/hana lífga þig upp.

22. Búðu til lista yfir mjög framandi álegg. Pantaðu þau sem álegg.

23. Skiptu um hreim á þriggja sekúndna fresti.

24. Pantaðu 52 pepperoni sneiðar og láttu raða þeim í blómamynstur á pizzuna.

25. Láttu sem þú þekkir viðkomandi: "Bíddu ... vorum við ekki saman í Vatnaskógi?"

26. Byrjaðu pöntunina á því að segja "Ééééég æææætla að fáááá ............" bíddu í smástund, sláðu þig þá í framan og segðu "NEI .. ég ætla ekki að fá það"

27. Ef þau endurtaka pöntunina fyrir þig í lok símtalsins .. segðu þá "Ok .. þetta verða þá 1299 .. þú borgar í næstu lúgu".

28. Reyndu að leigja þér pizzu.

29. Pantaðu á meðan þú ert að brýna hnífinn þinn.

30. Spurðu hvort þú megir eiga pizza kassann. Þegar þau segja "já" skaltu þykjast verða rosalega feginn.

31. Settu ákveðna áherslu á endann á öllum orðum. T.d. "i" í pepperoni .... (Prófaðu ....)

32. Þegar þú ert spurður hvernig þú viljir pizzuna .. segðu þá "Shaken .. not stirred".

33. Segðu: "Ertu viss um að þetta sé (viðkomandi pizza staður)?" Þegar þau segja já, segðu þá
: "Jæja .. þetta er líka þar! Þú þarft nú að útskýra ansi margt!" Þegar þau biðja um einhverskonar
sönnun fyrir því að þú sért í rauninni viðkomandi pizza staður, byrjaðu þá að vola og spurðu:
"Veistu hvernig það er að láta ljúga að sér?"

34. Færðu tólið alltaf lengra og lengra frá eftir því sem líður á samtalið. Í lok símtalsins skaltu færa það snöggt til baka og öskra "BLESSSSS ......." af öllum lífs og sálarkröftum.

35. Biddu þau um að dobbel tékka á því hvort pizzan sé ekki örugglega dauð þegar hún kemur úr ofninum.

36. Hermdu eftir röddinni á þeim sem tekur við pöntuninni.

37. Útilokaðu öll sagnorð þegar þú pantar.

38. Þegar þú ert spurður "Hvað viltu?" Segðu þá ... "Ehh .. ertu að meina núna .... eða á pizzuna?"

39 Spilaðu country tónlist á bakvið og talaðu með mjög ýktum western hreim.

40. Segðu að þetta sé brúðkaupsafmælið þitt og spurðu hvort að sendillinn sé til í að fela
sig í runnunum fyrir framan hjá þér og koma konunni á óvart með pizzunni.

41. Skemmtu þeim sem að tekur við pöntuninni með lítt þekktum staðreyndum úr Country-tónlistar heiminum.

42. Spurðu hvort að það sé hægt að senda matseðil heim til þín.

43. Talaðu stjórnmálalega, og biddu um uppreiknað verð pizzunnar með tilliti til flatra ríkisbundinna vaxta.

44. Segðu að þú getir borgað þetta þegar að fólkið sem ætli að fjármagna kvikmyndina þína hringi til baka.

45. Spurðu þau hvort þau geri sér nokkra grein fyrir því hversu mikið velti á þessari pizzu!!

46. Spurðu með hvaða áleggi þau mæli með 83 árganginum af Chatenau Du Pape.

47. Ropaðu beint í tólið og segðu síðan "Skamm skamm .. vondur hundur."

48. Pantaðu sneið .. ekki heila pizzu.

49. Öskraðu "Ég er búinn að fá nóg af kvenfólki/karlmönnum. Sendu mér flottasta sendilinn þinn!!

50. Farðu að hrjóta örlítið í miðri pöntun ... síðan skaltu hrökkva við og segja "Hvar var ég .... hver ert þú?"

51. Sálgreindu þann sem tekur við pöntuninni.

52. Hringdu ... spurðu hvaða símanúmer þetta sé .. skelltu síðan á ... gerðu þetta svona 5 sinnum áður en þú pantar loksins.

53. Pantaðu einhver tvö álegg .. segðu síðan "Nei .. bíddu aðeins .. þau lenda alltaf í slag."

54. Lærðu að bera fram innihaldslýsinguna í "Snickers" og pantaðu það síðan orðrétt á pizzuna þína.

55. Hringdu og kvartaðu undan þjónustunni. Hringdu 5 mínútum síðar og afsakaðu þig með því að þú hafir verið fullur og ekki meint neitt með þessu.

56. Biddu viðkomandi um að biðja yfirmann sinn um að segja framkvæmdarstjóranum að hann sé rekinn.

57. Hringdu og tilkynntu þjófnað.

58. Notaðu upphrópanir eins og: "Jeremías minn einasti .. " og "Hjálpi mér allir heilagir .."

59. Biddu um þann sem tók pöntunina þína síðast afþví að "hann skilur mig".

60. Ef að hann/hún stingur uppá tilboði, segðu þá með mjög væminni röddu: "Ég læt ekki fallast í freistni yfir þínum freistandi orðum"

61. Hugsaðu upphátt um hluti einsog "Þvílík nasahár .. ég ætti að gera eitthvað í þessu".

62. Reyndu að panta og drekka eitthvað um leið.

63. Byrjaðu samtalið á þessum orðum "Ég að hringja í Pizza stað, taka eitt ... ooooooogggg .... action!"

64. Spurðu hvort að þetta sé lífrænt ræktuð pizza.

65. Fáðu upplýsingar um viðhalds og varahlutaþjónustu við pizzuna.

66. Vertu mjög varkár í gegnum alla pöntunina.

67. Þegar þau endurtaka pöntunina ... segðu þá "Flott .. einu sinni enn .. og reyndu að finna þig í þetta skipti ... vertu pizzan .. vertu pizzan."

68. Ef þú ert með tónvalssíma ... ýttu þá á 9-1-1 á 5 sekúndna fresti.

69. Þegar þú ert búinn að panta, segðu þá "Hmm .. hvað gerir þessi takki eiginlega". Hermdu eftir því að samtalið hafi slitnað.

70. Byrjaðu samtalið á því að segja dagsetninguna og tímann og segðu síðan "Þetta er líklega síðasta pöntunin mín ........"

71. Pantaðu .. og segðu síðan að þetta samband ykkar komi ekki til með að ná lengra en þetta.

72. Spurðu hvort þau kannist við deig-meðferðina "Pizza búmm". Búðu til lýsingu á því hvað þetta þýðir og biddu um að þetta sé gert við pizzuna þína.

73. Segðu "Ksssssssssssssssssssssht" frekar hátt í símann ... og síðan "Wowwww .... fannstu fyrir þessu".

74. Segðu viðkomandi að hann sé með mjög fallega áru .... reyndu að nýta þér þetta sem afslátt.

75. Þegar þú ert að fara yfir álegginn ... skaltu lauma inn annari pizzu tegund. Dæmi: "Pepperoni, Ananas, Americano, Paprika ..."

76. Lærðu að spila blús riff á munnhörpu .. stoppaðu reglulega til að spila riffið.

77. Spurðu hvort að viðkomandi vilji smakka pizzuna þína .. og hvort þú megir smakka uppáhaldstegundina hans.

78. Hermdu eftir Davíð Oddssyni og segðu að þú viljir ekki að einhver "pizzu-krakka-bólu-fésa-auli fokki upp pöntunninni".

79. Settu þau á "hold"

80. Kenndu viðkomandi einhvern leynikóda og notaðu þann kóda við allar pantanir framvegis.

81. Laumaðu útúr þér "Það er sprengja inná staðnum". Þegar viðkomandi biður þig um að endurtaka þetta skaltu segja:
"Fengi ég tilboð ef ég væri á staðnum."

82. Byrjaðu á því að panta sveppi ... í lokin skaltu segja "Og alls enga sveppi". Skelltu á áður en þú færð viðbrögð.

83. Þegar að pöntunin er endurtekin fyrir þig .. breyttu henni þá aðeins ... breyttu henni aftur í annað skiptið ... og í það þriðja skaltu segja:
"Þú bara nærð þessu ekki ... DJÍSESS ......"

84. Þegar þau segja verðið, skaltu segja "Whooo ... þetta hljómar alltof flókið .. ég kann ekkert í stærðfræði".

85. Prúttaðu.

86. Biddu um tveggja tommu pizzu.

87. Spurðu hvaða líftryggingar þau bjóði uppá.

88. Þegar þau spyrja "Er þetta þá komið?", segðu þá "Það kemur bara í ljós ... er það ekki."

89. Biddu um að kassinn verði með blindraletri.

90. Spurðu hversu margir höfrungar þurftu að deyja fyrir þessa pizzu.

91. Meðan þú pantar ... skaltu fara í mútur .. skipta oft um rödd .. og verða vandræðalegur.

92. Bjóddu einhverskonar skipti díl.

93. Aldrei nota orðið "pizza". Reyndu að komast hjá því á allan mögulegan máta. Ef að hann/hún segir það skaltu segja "AAAArrgg ... ekki segja þetta orð."

94. Láttu mynd með góðu bílaeltingar atriði rúlla í vídeóinu og stilttu hljóðið frekar hátt. Þegar skotið er úr byssu skaltu öskra "ÁÁÁ !!"

95. Ef að hann/hún stingur uppá einhverju með pöntuninni, spurðu þá: "Afhverju ertu að reyna að refsa mér?".

96. Spurðu hvort að þessi pizza sem þú pantaðir þér sé hreinræktuð og hvort að það sé til ættartafla með henni.

97. Biddu um gufusoðna pizzu.

98. Biddu um nafnið á þeim sem að tók við pöntuninni (segjum að hann heiti Kristján). Hringdu síðan á slaginu á heila tímanum og segðu "Kristján .. þetta er
vöknunarþjónustan. Klukkan er þrjú!!" Skelltu á.

99. Reyndu að fá að greiða fyrir pizzuna með þjónustu í þágu almennings.

100. Ef eitthvað af undanförnu er hafnað af pizza staðnum, segðu þá væminni röddu "Þeir á hinum pizza staðnum leyfa mér alltaf að gera þetta."

 

 

Góða nótt og dreymi ykkur súper dúper vel Smile


Tívolí, Tívolí,Tívolí lí lí........

Fór í Tívolí í gær með dóttir mína á 13 ári, vinkonu hennar sem er ári yngri en hún og frænku hennar sem er 14 ára. Þær drógu mig í tæki sem virtist ósköp sakleysislegt í fyrstu en Guð hjálpi mér sem hann gerði. Þetta tæki var semsagt það svaðalegasta af öllu svaðalegu, bollar sem snerust í hringi og fóru svo á einhverskonar þeytispjaldi alveg á hliðina þanni að maður átti fullt í fangi með að halda sér til að einfaldlega detta ekki úr tækinu, það voru ekki hefðbundin öryggisbelti í tækinu heldur ein stöng sem var ekki einu sinni alveg upp við líkamann og þetta tæki fór lengst upp í loftið og snerist hreinlega á urrandi ferð. Það fyrsta sem ég hugsaði er lífi okkar er lokið, svo byrjaði ég að öskra ; Stelpur!!!!! HALDIÐ YKKUR FAST, FAST, HALDIÐ YKKUR; Svo gargaði ég látlaust; STOOPPP; Ég sá fyrir mér að við og þá sérstaklega þær yngsyu myndu fljúga úr tækinu og ég fór að biðja, Góði guð hjálpaðu okkur, láttu þetta stoppa og ég grét með tárum og alles. 14 ára frænkan grét líka og dóttir mín var logandi hrædd, en þessi 12 ára sem er léttust af öllum og yngst hló og hafði gaman af. Jesús minn hvað ég varð fegin þegar tækið stoppaði. Ég titraði í marga klukkutíma á eftir og gaf öllum candyfloss.........Spurningin er þessi= Það eru pólverjar sem reka þetta tívolí og ekkert að því en mér líst ekkert of vel á öryggisreglur staðarins. T.d í öðrum tívolíum eru yfirleitt mælistykur til að fara eftir stærð þeirra sem vilja komast í ákveðin tæki og reglur um þyngd og aldur viðkomandi. Það er ekkert slíkt þarna og ég er næstum því viss um að þeir hleypa enn yngri börnum í þetta tæki og enn léttari....jú ég veit vel að ábygðin er á okkur sem förum með börnin í tívolíið enda hugsa ég mig um oftar en einu sinni ef ég fer þangað aftur, en hver er í ábyrgð ef eitthvað alvarlegt gerist þarna? og þarf ekki að herða öryggisreglur á staðnum? Ég tek það líka framm að ég er ansi köld þegar kemur að tívolítækjum og hef nánast þorað í allt.....en þetta er hræðilegt tæki og ég er með marblett innan í höndinni eftir gærkveldið því ég hélt mér svo fast. Ég segi bara takk elsku Jesú að við erum allar á lífi. Í þetta fer ég aldrei aftur. En að öðru, dagurinn í dag er frábær, sól hiti og alles...ég vona að spáin hjá storminum bregðist um helgina og ef ekki þá er ekkert annað að gera en að klæða sig vel ef maður fer eitthvað á flakk. Ég ætla að minsta kosti ekki í útileguSmile En góða ferð þið öll sem ætlið að bregða land undir fót og góða helgi allir saman.

fn.576

Nágranni minn var að klippa runnann hjá sér, ég smellti mynd af Bjössa þar sem hann skoðar listavekið alveg dolfallinn yfir þessu.


Vinir mínir fóru í gær með nesti í Elliðadalinn.

Þeir buðu mér með en ég komst ekki. Þeir sögðu að það hafi verið alveg brjálað stuð og stemming og flottar konur með í för, sögðust aldrei hafa skemmt sér jafnvel. Þeir sendu mér þessa mynd af þeim og fríðu konunum. hmmmmm.......????????

japweirdos4he


Þá veit ég loksins hvað er við enda regnbogans

fn.5657

Það var nú þaðW00t


Hugsum um það í dag hvað við höfum það gott

Við höfum og eigum svo miklu meira en við raunverulega þurfum til að láta okkur líða vel. Ég dett alltof oft í kvörtunargírinn, og enn oftar í óánægjugírinn. Hér er bókstaflega allt á hvolfi, húsgögn og drasl útum allt. En hvað er málið? Jú. Ég var að kaupa mér húsgögn og á eftir að finna stað fyrir þau og taka svo til í leiðinni. Semsagt bara lúxus vandamál LoL Ég var líka ein af þeim sem hélt að afþví ég væri lítið peð á jörð, valdalítil og auralítil að þá gæti ég ekki hjálpað til í sorgum og baráttu heimsins, að ég gæti ekki lagt lið á neinn hátt og að hjálp mín myndi hvort eð er ekki skipta neinu máli eða ekki skila sér. Ég treysti Guði í dag og geng framm í blindni, borga 3000 kr í unicef á mánuði, borga í Amnesty og nr 1 ef einhver biður mig um hjálparhönd rétti ég hana fús.......það er líka hægt að hjálpa til á Íslandi og Rauði Krossinn er með mörg og fjolbreytt verkefni......ég til að mynda vinn sjálfboðastarf upp í Konukoti sem er athvarf fyrir heimilislausar konur. Það besta við að vinna sjálfboðastörf og veita öðrum þjónustu og hjálp er að þá gleymi ég mínum lúxusvandamálum á meðan, kemst með hausinn út úr mínum illa lyktandi rassi og sé heiminn í réttu ljósi og að það snýst ekki allt um mig........eigingirni og sjálfselska hverfa og ég fyllist auðmýkt og kærleika.

Byrjum strax í dag, eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Læt Þessa átakanlegu mynd fylgja með..........hvernig hafa okkar börn það í dag? Ég veit líka vel að það eru líka átakanlegir hlutir eins og veikindi og fátækt að plaga börn og fullorðna hér á landi, en gleymum ekki að þakka og hjálpa. Gleymum ekki kærleikanum, gleymum okkur ekki í lífgæðakappi eða kappi við hégóma, hugsum um það smáa sem við getum sjálf gert að stóru.

Treysta Guði, hreinsa til, hjálpa öðrum= brilliant lífInLove

Ég ætla að leggja minn dag í hendur húsbóndans á himnum og brosa allan hringinn líka þegar mér er það þvert um geð.

Hafið það gott í dag og MUNA AÐ BROSASmile

pulitzer_94_500

Barn sem bíður dauða sín og hrægammurinn situr hjá og bíður eftir æti sínu.......Hvernig líður okkar börnum svo í dag?


« Fyrri síða

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband