Hugsum um það í dag hvað við höfum það gott

Við höfum og eigum svo miklu meira en við raunverulega þurfum til að láta okkur líða vel. Ég dett alltof oft í kvörtunargírinn, og enn oftar í óánægjugírinn. Hér er bókstaflega allt á hvolfi, húsgögn og drasl útum allt. En hvað er málið? Jú. Ég var að kaupa mér húsgögn og á eftir að finna stað fyrir þau og taka svo til í leiðinni. Semsagt bara lúxus vandamál LoL Ég var líka ein af þeim sem hélt að afþví ég væri lítið peð á jörð, valdalítil og auralítil að þá gæti ég ekki hjálpað til í sorgum og baráttu heimsins, að ég gæti ekki lagt lið á neinn hátt og að hjálp mín myndi hvort eð er ekki skipta neinu máli eða ekki skila sér. Ég treysti Guði í dag og geng framm í blindni, borga 3000 kr í unicef á mánuði, borga í Amnesty og nr 1 ef einhver biður mig um hjálparhönd rétti ég hana fús.......það er líka hægt að hjálpa til á Íslandi og Rauði Krossinn er með mörg og fjolbreytt verkefni......ég til að mynda vinn sjálfboðastarf upp í Konukoti sem er athvarf fyrir heimilislausar konur. Það besta við að vinna sjálfboðastörf og veita öðrum þjónustu og hjálp er að þá gleymi ég mínum lúxusvandamálum á meðan, kemst með hausinn út úr mínum illa lyktandi rassi og sé heiminn í réttu ljósi og að það snýst ekki allt um mig........eigingirni og sjálfselska hverfa og ég fyllist auðmýkt og kærleika.

Byrjum strax í dag, eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Læt Þessa átakanlegu mynd fylgja með..........hvernig hafa okkar börn það í dag? Ég veit líka vel að það eru líka átakanlegir hlutir eins og veikindi og fátækt að plaga börn og fullorðna hér á landi, en gleymum ekki að þakka og hjálpa. Gleymum ekki kærleikanum, gleymum okkur ekki í lífgæðakappi eða kappi við hégóma, hugsum um það smáa sem við getum sjálf gert að stóru.

Treysta Guði, hreinsa til, hjálpa öðrum= brilliant lífInLove

Ég ætla að leggja minn dag í hendur húsbóndans á himnum og brosa allan hringinn líka þegar mér er það þvert um geð.

Hafið það gott í dag og MUNA AÐ BROSASmile

pulitzer_94_500

Barn sem bíður dauða sín og hrægammurinn situr hjá og bíður eftir æti sínu.......Hvernig líður okkar börnum svo í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

góður pistill, þessi mynd er átakanleg. Ég er líka styrktarforeldri hjá UNICEF og er að fara að taka að mér eitt barn hjá Abc. Eigðu góðan dag

Huld S. Ringsted, 1.8.2007 kl. 16:00

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er vel skrifað gullið mitt. Ég sem betur fer, styrki SOS ABC Unicef ofl. þegar ég get. Finnst mér ekki muna um það. Myndin er svo sár, mér líður illa en þetta er áminning sem margir þyrftu að sjá.   Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2007 kl. 20:44

3 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Já gott fólk, mikill sannleikur og verulega átakanlegt.....takk fyrir kommentin ykkar og hafið það þrusugott öllsömul

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 2.8.2007 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband