Jarðskjálftinn.......

Ég sat inn í stofu hjá mér og var að tala við minn æðri mátt, var að biðja um lausn og sigur inn í allar kringumstæður, þar á meðal fjármálin, þegar allt fór að nötra. Linda mín kallaði ;Hvað er þetta???; Og ég sem venjulega er mikil óhemja og frekar dramatísk, kallaði á móti með ofur slökum róm....bara jarðskjálfti elskan mín. Ekkert smá róleg með Guði. Anita og Linda urðu frekar hissa fyrst en síðan tók hræðslan við. Linda mín fór að gráta og hafði miklar áhyggjur af ömmu, afa, Ægi, Álfrúnu og Helgu sinni sem öll búa austur á Eyrarbakka. Ég var ekkert að átta mig á hversu alvarlegt þetta var fyrir austan. Var búin að reyna að hringja í mömmu en náði ekki sambandi, hvorki í heimasímann né gemsann. Eiríkur bróðir hringdi svo í mig og sagði mér að þau sætu úti í garði og allt hefði farið á annan endann.....og það var þá sem ég áttaði mig. Ég fór að sækja litla púkann minn á leikskólann og tók þær eldri að sjálfsögðu með. Áleikskólanum urðu allir varir við skjálftann en þau yngstu áttuðu sig svo sem ekkert á því hvað var að gerast. Carmen mín sagði mér þó frá því að hún hafi dottið þegar jarðskjálftinn kom.......veit ekkert hvort það er rétt. Ég hringdi á Lindina til að fá fyrirbæn inn í allar þessar kringumstæður. Loks náði ég í mömmu. Hún sagði mér að hún hafi setið í tölvunni og Ægir Máni inn í herberginu sínu þegar skjálftinn kom. Þau komust varla úr sporunum og allt fór að hrynja í kringum þau. Þau sluppu ómeidd og það er fyrir öllu. Helga syss og Álfrún mín voru á Selfossi og Pabbi var í vinnunni undir miklu álagi. Allir sluppu ómeiddir sem betur fer. Ég á líka fleiri ættingja á Eyrarbakka og nærsveitum og öll sluppu þau líka ómeidd. Ég get ekki annað en fyllst þakklæti við það. Hlutir brotnuðu, þó mest inn í herberginu hennar Helgu Systir. Hvað skiptir það þó máli ef allir eru á lífi og ómeiddir. Geðshræringin hlýtur þó að hafa verið mikil, maður áttar sig ekki á því, ekki strax. Mér sjálfri var brugðið en ég var ekkert mjög hrædd og alls ekkert þegar ég vissi af öllum ómeiddum. Bóndinn er að hugsa um að fara að veiða eldsnemma í fyrramálið og ég verð þá bíllaus, þar sem ég keyri ekki vinnubílinn hans. Tilvalið að nota morguninn til nytsamlegra verka og skreppa svo í göngutúr með dæturnar, enda flottar gönguleiðir hér í hverfinu. Förum kannski í bakaríið og kaupum okkur eitthvað gott, og kíkjum síðan kannski á Guðbjörgu og Jónu. Garún hér kemur svar við spurningu þinni. Amalar er verslun í Glæsibæ.

 

        Ætlaði aldeilis að setja inn myndir en tölvan er svo slov eða eitthvað, ég kem þeim ekki inn.

Eigið góðan Sunnudag til sælu.

             


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Já...það er  sannarlega búið að hrista upp í okkur Sunnlendingum. Sem betur fer þá fór allt vel að lokum. Sorglegt þó með ærnar að Krossi.   Fuglarnir mínir urðu afskaplega hræddir. Ég gat ekki hamið stærri fuglinn, en hún var ekki í búrinu sínu, við kúrðum í stofusófanum þegar lætin byrjuðu....það er eiginlega einkennilegt að hafa upplifað þetta....kveðjur til ykkar..

Rúna Guðfinnsdóttir, 31.5.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Var líklega að keyra heim eftir að hafa heimsótt mömmu á hjúkunarheiminu. Fór Bónus á eftir og tók ekki eftir neinu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.6.2008 kl. 00:07

3 identicon

Frábært að hitta þig.Og hlusta á þig.Góðan sunnudag

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 00:12

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt  Ella mín, ég er eitthvað andlaus.  Treysti þó á hinn æðri mátt og er heima í blokkinni minni.  Kveðja til þín og þinna.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 13:50

5 Smámynd: Hulla Dan

Já bara endalaust gott að ekki urðu alvarleg slys á fólki. Samt svo ömurlegt þegar heimilið manns rústast og allt eyðilegst.

Hafðu góðan sunnudag.

Hulla Dan, 1.6.2008 kl. 15:41

6 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Hafðu það gott

Eyrún Gísladóttir, 1.6.2008 kl. 17:43

7 Smámynd: María Guðmundsdóttir

já fyrir mestu ad allir sluppu vel og bara minniháttar meidsl hjá theim sem thau hlutu.  Samt svadalega skelkandi  og ekki skrítid ad fólki sé brugdid.

eigdu góda viku

María Guðmundsdóttir, 1.6.2008 kl. 18:39

8 Smámynd: Garún

Takk fyrir GLæsibæ.  Við vorum í upptökum þegar hann reið yfir.  Fengum 10 mínútna frí eftir til að hringja í fólk sem við þekktum og héldum síðan áfram.  Vona að allt sé í lagi hjá öllum. 

Garún, 2.6.2008 kl. 09:01

9 identicon

Sæl!

Það var mikil midi hve fáir urðu fyrir líkamlegum skráveifum við skjálftann. Muni er flesta hægt að bæta. Auðvitað er sárt að missa þersónulega muni sem oft hafa tilfinningalegt gildi. En það er ekkert í samanborðið við ástvini.

Óskum ykkur góðra daga.

Runel

Runel (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband