Takk fyrir kommentin og kveðjurnar til mömmu ;)

Þetta er ekta sálfræðipróf, sem er notað af réttargeðlæknum í USA.

 

Það var einu sinni kona sem var í jarðaför móður sinnar. Í jarðaförinni
hitti hún mann sem hún hafði ekki séð áður. Þessi maður var svo fallegur að
konan hafði aldrei séð annað eins. Hún hélt ekki vatni yfir þessum
draumaprins og varð ástfangin upp fyrir haus. Hún komst þó aldrei í það að
fá hjá honum símanúmerið vegna anna í jarðaförinni. Nokkrum dögum seinna
drap konan systur sína.



     Spurningin er: Hvers vegna drap hún systur sína? Spáðu í þetta áður
      en þú skrollar niður. Til að þetta próf virki, þá er nauðsynlegt að
                                                           gera það rétt!







































    Svar: Hún vonaðist til þess að maðurinn kæmi í jarðaför systur sinnar
    
    Ef þú gast rétt þá hugsaru eins og geðsjúklingur. Þetta próf var gert
    af  Bandarískum sálfræðing til að athugahvort fólk hugsi eins og
    morðingi. Margir fjöldamorðingjar hafa verið látnir taka þetta próf
    og svöruðu þeir allir rétt. Ef þú hins vegar svaraðir ekki rétt, gott
    hjá þér og gleður mig að vera vinur þinn! Ef vinir þínir fá bingó við
    þessarri spurningu, þá mæli ég með því að þú skiptir um vinahóp og
    haldir ákveðinni fjarlægð frá þeim...

 

úff!!!! Mér datt ekkert í hug sem betur fer.......semsagt ekki með fjöldamorðssyndrom.

Vona að þið komið vel út úr prófinuLoL

Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé ekkert próf.Góða nýja viku

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 09:50

2 Smámynd: Garún

Ég hélt að systirin hefði átt þennan mann sem kærasta!  Ok ég er hólpin, greinilega einu glæpirnir sem ég gæti framið er af ástríðu eða að ég er búin að horfa of mikið á CSI....

Garún, 26.5.2008 kl. 13:00

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hélt það sama og Garún, hugsaði, djöfuls tík er þessi systir.  Slapp vel.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2008 kl. 13:02

4 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Mér datt strax í hug....Presturinn...??

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.5.2008 kl. 13:21

5 Smámynd: Helga Dóra

Sjitt, ég er geðsjúk.. Enda kannski ekkert felumál það..... Auðvitað drap hún systir sína til að tékka hvort hún gæti hösslað gæjann í næstu jarðaför,,,,,, Ég á bágt ég veit......

Helga Dóra, 26.5.2008 kl. 13:51

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

segi eins og Garún...hélt ad thetta hefdi verid gæji systurinnar sýnir bara hvad ég er naív...en ekki fjøldamordingi allavega

María Guðmundsdóttir, 26.5.2008 kl. 14:55

7 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

úff ég er hólpin   heppin maður!

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 26.5.2008 kl. 16:59

8 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

 Klikkaði alveg.  Hélt að maðurinn væri nýjasti kærasti systur.

  Vesen.  Þá á maður ekki framtíð fyrir sér sem fjöldamorðingi.

Sigríður Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband