Myndlist........og ofurflott verslun.......

Takk þið öll fyrir kommentin ykkar, má til með að láta ykkur vita að hægt er að smella á myndirnar og þá stækka þær og er þá auðveldara að skoða þær. Ég og Björn bóndi minn erum svo skapandi hjón og erum núna með tvær myndir til sölu og sýnis í versluninni Amalar í Glæsibæ. Báðar myndirnar eru eftir bóndann en til stendur að setja eitthvað af mínum verkum þangað líka........fyrir utan það að myndirnar eru þrumuflottar, þá eru þær að sjálfsögðu í einni flottustu verslun í bænum. Endilega leggið leið ykkar í Glæsibæ og sjón er sögu ríkari. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum og vörurnar í versluninni eru á hlægilega lágu verði, mjög sniðugar gjafavörur fyrir afmæli, brúðkaupsafmæli, brúðkaup og reyndar fyrir flest öll tilefni. Þarna er líka hægt að fá gjafalista fyrir brúðhjónin.

 

                         Eitthvað proplem með mynda systemið........Ætlaði að setja inn mynd af herlegheitunum, þ.e.a.s málverkunum en kem þeim ekki inn svo leggið nú endilega land undir fót eða borg undir fót og kíkið í flottu búðina í glæsibæ og skoðið fínheitin.

 

 Later...............................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heyrðu stelpa ég vil fá myndir á netið, er ekki alltaf í bænum  plís???

kveðja og knús 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hlakka til að sjá myndirnar

Katrín Ósk Adamsdóttir, 5.5.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Bíð spennt eftir að sjá á netinu - aðeins of langt í Glæsibæ frá mér að fara.  En væri ég nær hefði ég gert mér ferð þangað, Glæsibær er nefnilega "kringla" af mátulegri stærð. Hinir tveir heilahnetubrjótarnir eru svo skelfilegir að þær gætu gert hvern heilvita mann sturlaðan á innan við korteri.  LaterGater x

 shop till you drop

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.5.2008 kl. 02:33

4 identicon

Gaman að hitta þig.Er komin til að vera á föstudögum .Endilega myndir á netið

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 08:06

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Ekki spurning!  Ég kíki á myndirnar í Glæsibæ.  Er hérna rétt hjá í Grafarvoginum.  Já, og til hamingju með þetta allt saman.

  Ljós og gleði til þín, Elín

Sigríður Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 08:16

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Dugnaður í ykkur hjónum! ég kíkji við og skoða myndirnar þegar ég á leið framhjá en gaman væri samt að sjá smá á síðunni þinni

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.5.2008 kl. 08:56

7 identicon

Ég er svo heppin að eiga eina mynd eftir bónda þinn... sem er alveg æðisleg

Elín mín vonandi ferð þér að batna af þessari flensu.. hlakka til að heyra í þér 

Bestu kveðjur frá Selfossi

Stefanía Þóra (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 09:26

8 identicon

Sæl!

Gaman að sjá að Bjössi, eins og þú, ert að fást við málverkið. Fer að skoða ef ég verð á ferðinni.

Óska ykkur alls hins besta.

Runel

Runel (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 10:49

9 identicon

Hjartanlega til hamingju.

Ég legg leið mína hjá Glæsibæ reglulega en nú mun ég stoppa og kíkja við ;) 

Ragga (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 11:45

10 Smámynd: Kjartan Sæmundsson

Hvaða rugl er þetta nú eiginlega?? Er fólk farið að greiða fé fyrir strigapárið hans Bjössa?? Skil nú ekkert í þessu. Hve mikið þarf maður að reiða fram fyrir eitt svona augnayndi?

Kjartan Sæmundsson, 6.5.2008 kl. 22:10

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús á þig elskuleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband