Er að stíga upp úr............

flensu DAUÐANS!!!!!!! Þvílíkt ógeð, hósti, hor, hiti og beinverkir.........En þetta er vonandi búið.

Ég nenni ekki að svara öllum þeim kommentum sem ég fékk við síðustu færslu. Eina sem ég vil segja er, það er eitt að mótmæla og annað að kunna að mótmæla.......ég er komin með ógeð.

Við erum svo mikil smáborgaraþjóð, og svo ótrúlega áhrifagjörn og ósjálfstæð......kaupum allt á pakkatilboðum, fermingar á pakkatilboðum, jarðafarir á pakkatilboðum, brúðkaup á pakkatilboðum, húsgögn og heimili á pakkatilboðum. Allir með sama stílistann......þetta er í tísku í dag og hitt á morgunn. Höfum við svo í alvörunni bara efni á þessu öllu saman. Við þurfum alltaf að borga fyrir lífsgæðakapphlaupið fyrr en seinna.....það kemur alltaf að skuldadögum burtséð frá of háu bensínverði eður ei. Við eigum met í þunglyndi og pilluáti á meðan samlandar okkar Danir eiga met í að vera glaðasta þjóð í heimi, af hverju????? Maður spyr sig. Og þegar maður spyr fær maður stundum svör líka. Það sem ég hef komist að er þetta: Lífsgæðakapphlaupið miklu miklu minna, allir ánægðir með sín hýbýli, allir á reiðhjólum, borga himinháa skatta en í staðinn kemur, frý heilsugæsla og háskóli og margt fleira. Nú er sumarið að koma og ég er mikið að pæla í að græja fjölsk upp á hjólum, mála einhver gömul húsgögn og gera þau eins og ný og pakka eitthvað að leikföngum, svo að hálfu ári liðnu þegar ég tek þau fram, verða þau sem ný. Kannski að ég fái mér líka brauðvél. Ég er líka að selja list og fleira og ætla mér helst ekki að taka þátt í kreppunni fyrirfram. Nú er bara að vera lige glad er það ekki annars????????

 

                            20080427_1533

Fallega elsta dóttir mín, lét ferma sig síðastliðinn Sunnudag.

                            20080427_1567

 Fallegust í heimi geimi........................

                          20080427_1588

Greiðslan sú allra flottasta.......TAKK EYGLÓInLove

                         20080427_1610

Gengið til altaris á fallegum skóm.........

                        20080427_1618

Sæl og ánægð með daginn sinn milli ömmu og afa.

                       20080427_1630

Við æskuvinkonurnar vorum allar að ferma sama dag. Elín Birna, Sædís Ósk og ég Elín Katrín.

                       20080427_1530

Jóhannes Gísli ,sonur Sædísar.

                     20080427_1624

Arnar Þór sonur ,sonur Elínar Birnu.

                     20080427_1639

þessi sæti strákur er frændi okkar og heitir Sindri Már Unnarsson og fermdist líka sama dag.

                   20080427_1635

Sætar systur með Helgu Þórey frænku sinni.

                  20080427_1634

Þessar tvær eru strax farnar að ræða sína fermingu og hvernig hún eigi að vera, enda ekki ráð nema í tíma sé tekið......önnur eftir 5 ár og hin eftir 7 ár LoL

Góða nótt elskurnar og njótið 1 maí á morgunn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Til hamingju með stelpuna þína.;)

Anna Margrét Bragadóttir, 30.4.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Helga Dóra

Til hamingju með stelpuna.... Sonur minn á að fermast á næsta ári og hann er búin að vera í 3 ár að "eyða" fermingarpeningunum sínum.....

Helga Dóra, 30.4.2008 kl. 23:58

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Vonandi fer þér að líða vel mín kæra.

Til hamingju með Álfrúnu Auði, hún er falleg og skemmtileg stúlka.

Rúna Guðfinnsdóttir, 1.5.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Til hamingju með Álfrúni. Því miður komst ég ekki suður .

Bið að heilsa.

Aðalsteinn Baldursson, 1.5.2008 kl. 00:53

5 Smámynd: María Guðmundsdóttir

  Til hamingju med stelpuna,mikid er hún falleg og flott. Eigdu góda vikurest og gott ad thér er ad batna flensan.

Mikid til i sem thú segir um Danmørku,hingad fluttumst vid i fyrra og thvilikur munur á thjódfélagi..og thad er nákvæmlega thetta..lifsgædakapphlaup..hvad er thad..hér klædist fólk bara thvi sem thad vil, keyrir um á eldgømlum druslum og lætur sér thad vel lika.  

María Guðmundsdóttir, 1.5.2008 kl. 06:58

6 identicon

Flottar stelpur,skemmtilegur og fagurdagur.

Passa að láta sér ekki slá niður, fara vel með sig.

  Kveðja

Rúnar Eiríksson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 09:12

7 identicon

Sæl!

Samhryggist með flensuna en óska ykkur til hamingju með dömuna. Í den var talað um að börn kæmust í fullorðinna tölu við ferminguna, en búið er að breyta því eins og svo mörgu öðru. Þá fóru flestir að vinna og voru raunar flestir farnir til þess fyrr.

Nú eru börn börn til 18 ára eða á sama tíma og stúlkur hafa leyfi til að ganga í hjónaband.

Nóg af rugli. Bið kærlega að heilsa öllum.

Runel

Runel (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 11:29

8 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

Til hamingju með fermingu Álfrúnar Auðar.  Frábært að þið skylduð allar vera að ferma sama dag

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 1.5.2008 kl. 15:10

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm Elín mín það er ekki ráð nema í tíma sé tekið, eins gott að fara að skipuleggja ferminguna

Vonandi batnar þér flensan sem fyrst og lagast elskuleg.  Knús á þig og takk fyrir þessar fallegu myndir af fallegum börnum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2008 kl. 16:49

10 identicon

Hæ hæ skvís ;)

Vona að þú sért að jafna þig á flesnunni..

Gaman að við vinkonurar vorum að ferma..æðislegar myndirnar af Álfrúnu sem ég var að skoða áðan .... stal nokkrum myndum frá þér

Bestu kveðjur Elín Birna

Elín Birna (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 17:03

11 identicon

Til hamingju

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:49

12 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Til hamingju með Álfrúni bara sætust og svo vel af guði gerð þessi perla.

Vonandi er flensan á undanhaldi hjá þér

Eyrún Gísladóttir, 1.5.2008 kl. 21:43

13 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Takk Helga mín og fyrir hugulsemina

Takk Anna Margrét mín

Takk Helga Dóra mínÞað er eins gott að hann fái nægan pening fyrir öllu saman

Takk Rúna mín Ylja mér, fallegu orðin þín. Gangi þér vel á Sunnudaginn og skilaðu kveðju til Snorra sæta

Takk Alli minn, Þín var sárt saknað......Þú tekur nú 16 ágúst frá fyrir frænku sína

Takk María mín Það er sko nákvæmlega þetta sem ég er að tala um.....Ég á ábyggilega eftir að prufa að vera Dönsk Eigðu lige glad dag.

Takk pabbi minn, ég klæði mig eftir veðri og vindum

Takk Runólfur minn Já það er sko satt, það er margt breytt.....sumt til batnaðar en annað ekki. Vissir þú að það er búið að gera rannsókn á hvaða vöðvar eru sterkastir í börnum og unglingum í dag???? Og það eru sko ekki vöðvar í fótum eða höndum.....ó nei!!!! Vöðvar í þumalfingrum þeirra eru sterkastir.....enda mest notaðir í t.d tölvuleiki og sms sendingar Þetta voru nú samt vonandi verstu tilfellinn sem rannsökuð voru.......ég kýs að trúa því að enn sé meirihlutinn að iðka einhverja betri hreyfingu

Takk Rannveig mínJá, dásamlegt bara

Takk Ásthildur mínÉg held það nú, ég ætti að minnsta kosti að fara að safna fyrir þeim, eða slá þessu bara upp í kæruleysi að Íslendinga sið og segja, Hva!!!! Þetta reddast....Og það fyndna er að það gerir það líka yfirleitt

Þú stalst þeim nú ekki elsku vinkona, heldur baðst um leifi til að stela þeim....hí hí hí......Takk Elín Birna mín Svo stutt síðan við héldum á þeim pínulitlum á Hulduhólum

Takk Birna mín

Takk Valli minn og Risaknús til baka

Takk elsku Eyrún mín fyrir þessi fallegu orð um hana dóttir mína.......ég er líka sammála hverju orði Ég þarf nú að fara að hringja í þig amma gamla....alltaf fréttir maður allt eða bara alls ekki

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 2.5.2008 kl. 01:46

14 identicon

Til hamingju með skvísuna !

Kv Hrabba og co.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 09:10

15 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Til hamingju með Fermingarstúlkuna

Fermingardagurinn er svo yndislegur og frábært tilefni til þess að halda uppá barnið sitt. 

Ég er byrjuð að undirbúa kreppuna og er farin af stað með sparibauksblogg sem eiga að vera ráðleggingar um það hvernig maður nær extra 20 þúsund kalli útúr hverjum mánaðarlaunum svo maður hafi séns í verðbólguna Ég hef séð Brauðvél einsog ég á í Góða hirðinum alveg ónotaða sennilega detta þær annarslagið inn. Anyway er það að komast í tísku að gera upp húsgögn og vera skapandi svo ég get ekki betur heyrt en þú sért þokkalega kúl

Guðrún Sæmundsdóttir, 2.5.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband