ykkur með fröken facebook... haha
En þetta blogg er fyrir þá sem enn nenna að kíkja á síðuna mína :)
Allt við það sama hér, með smá breytingum þó
Bóndinn kominn með nýja vinnu, en hann fékk vinnu sem ráðgjafi á Vogi og er það fullt ná líka skillst mér.
Ég er enn í skóla en mætti vera duglegri að læra heima, vona bara að ég nái öllu.
Páskarnir búnir að vera góðir, héldum barnaafmæli fyrir Anitu og Lindu hérna á Laugardaginn en Linda varð 8 ára 4 april og Anita verður 10 ára á föstudaginn 17 april :)
Hér eru þær allar en Carmen verður 4 ára 11 mai næstkomandi :)
Alltaf gaman að halda barnaafmæli
Of mikið súkkulaðiát á þessu heimili eins og á þeim mörgum :)
Þær fengu allar þrjár sitthvor tvö eggin :)
Á öskudaginn var Linda Rut skratti
Anita Ögn, Scarlett O'Hara
Og litli púkinn hún Carmen Helga var Lína Langsokkur
Ef þið smellið á myndirnar verða þær stærri ;)
En ég er farin að kíkja á viðhaldið og læra svo kannski smá ;)
Later.......
Bloggar | 13.4.2009 | 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég er samt alveg snauð af hugmyndum og er bara alltaf að skólast og mammast... Nóg að gera bara. Hef það fínt... Bóndinn reyndar atvinnulaus sökum kreppunar....Annars ákvað ég um daginn að gera orðið Kreppa að bannorði á mínu heimili... Ég verð bara þunglynd á þessu krepputali. Þetta útrásarvíkingapakk.... er kannski búið að stela af okkur vinnu, og umfram aur en ég leifi þessu liði ekki að stela frá mér góða skapinu. Svo mikið er víst. Ég baka bara oftar brauð og lifi sparlega og það er bara nokkuð gaman á köflum :) Ég hef samt áhyggjur af hvað rakvélablöðin hafa hækkað í verði, ég er hætt að geta verslað á mig nærbrækur...
En við fengum okkur Finnskt gufubað og þessi mynd var tekin af mér þegar ég fór aðeins út að fá mér ferskt loft. Fleiri fréttir síðar. Lifið heil og ekki láta stela af ykkur gleðinni :)
Bloggar | 18.2.2009 | 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, með ósk um gott blogg ár
pakkaflóð
jólapappírinn í ár
gömul fréttablöð, mogginn, Andrés og Reykjavík grape wine...ásamt allskyns dóti
meira að segja netið utan af jólatrénu verður að pakkabandi
jólin mín byrja alltaf með þessum gamla jólasokki
þessi snjókall týnist oft en yfirleitt finn ég hann inn í herbergi hjá yngsta púkanum mínum
Kertasníkir kom í gær með pakka í skóinn og innihélt þessi myndina um Dóru landkönnuð
í þessum var mama mia
og í þessum Gosi ( leikritið )
litla örverpið mitt, síðustu nótt.
mamman stóðst ekki freistinguna að taka myndir af eigendum skóna og þetta er miðjan mín, hún Anita Ögn
og sú næstyngsta, litla tröllabarnið mitt
Guð geymi ykkur öll.
Jólakveðja úr Álfablokkinni.
Bloggar | 24.12.2008 | 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Herbalife kúrinn minn framyfir jól......
nú vantar mig bara jólabúning sem felur maga, rass, læri og kálfa.....nema að ég klæðist fötum andans sem ásótti Ebeneser Scrooge og verð öll hulinn hvítu klæði???? Hmmm???
Hvað sem ég geri þá tek ég ekki þátt í þessu. Hvaða workout er blessuð konan að framkvæma?
Bloggar | 22.12.2008 | 02:20 (breytt kl. 02:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
líða hjá, enda búin í prófunum og búin að senda alla pakka sem eiga að fara í póst frá mér. Búin að kaupa allar jólagjafir sem allar eru í ódýrari verðhópnum, en samt svo ferlega flottar. Ég bjó til listrænan gjörning úr pökkunum og pakkaði þeim inn í gömul dagblöð, Andrésblöð og notaði föndurefni og fleira sem ég átti og batt svo utanum með snæri....eins bjó ég til merkimiðana sjálf....svaka flott og lýsir vel efnahagsástandi þjóðarinnar og er ódýrt líka....kostar næstum ekki neitt
Ég er búin að ljúka enn einni önninni í skólanum og náði öllu....hæsta einkunnin mín var 10 í listir og menningu og núna 6 des náði ég þeim áfanga að ég er búin að vera laus við gamla félagann minn Bakkus, sem ávallt var mér til ama, í 5 og 1/2 ár Þannig að á edrúgöngu minni hef ég náð 25 einingum í framhaldsskóla ( var ekki með neina einingu fyrir ) Ég er búin að vera með sama manninum lengur en edrúganga mín, ( það er ótrúlegt miðað við mig ) og ég er gift honum líka, ég á fallegt heimili, fínan bíl, ég elda, baka og geri allt sem aðrar konur gera fyrir jól og aðra viðburði. Ég er semsagt þátttakandi í lífinu, og ég hef mínar eigin skoðanir en ekki annarra ( sem segir mér að ég er full af sjálfsvirðingu og sjálfstrausti ) Er hægt að biðja um mikið meira??? Ég held bara ekki.
Ég er sko bara að nefna brot af mínu frábæra lífi, því að það er hellingur meira sem gerir lífið svona dásamlegt.
Ég ætti kannski að nefna 3 hluti á dag sem gerir lífið dásamlegt???
Ok.
1. Ég er edrú, hamingjusöm glöð og frjáls.
2. Ég á fimm yndisleg heilbrigð börn.
3. Ég á yndislegan eiginmann sem elskar mig eins og ég er, með kostum og göllum
Upptalningu lokið í dag. Eftir áramót tek ég 20 einingar í skólanum og hlakka bara til þess.
En jæja, best að hella upp á fyrir bóndann sinn og reyna að koma honum á fætur og senda hann eftir fleiri umslögum. Eftir hádegi förum við svo með kirkjunni minni í Heiðmörk að höggva niður jólatré
Það er eitthvað rómó við það
Ég og líf mitt í nokkrum myndum.
Það þarf að smella á myndirnar til að gera þær stærri.
Nýjasta myndin af konunni í Álfablokkinni.
Ég á verðlaunaafhendingu ásamt kærum vini mínum Bon Jovi.
Ég í jólaskapi með voffanum mínum sem er frábær eftirherma og finnst sérstaklega gaman að leika mig, og svo tekur hann Geir Ólafs líka mjög vel.
Ég heima hjá Britney vinkonu minni, hún lánaði mér stígvélin. Þarna vorum við á leiðinni á djammið og vorum að flippa á meðan við biðum eftir Paris vinkonu okkar.
Sjálfsmynd sem ég teiknaði og var lokaverkefnið mitt í myndlist þetta árið.
Þarna sit ég á kistu sem ég ætlaði mér að fylla af peningum og fara svo til heitari landa. Ég fór svo í bankann minn, vopnuð kökukefli og ætlaði að ræna hann en þá var bara einhver Björgólfur og vinir hans, búnir að ræna bankann og þegar ég spurði gjaldkerann hvort ég gæti þá ekki bara rænt eitthvert annað útibú eða annan banka, sagði hún mér að það væri búið að ræna alla banka í landinu.....bömmer!!!
Ég er að pæla í að ræna bara þennan Björgólf eða hina dúddana.
Hringir okkar hjóna, fyrir giftingu. Bóndinn tók þessa mynd og var hún notuð á boðskortin.
Bóndinn fór til Íraks á fund með Al Queda, svona til að forvitnast aðeins um hvernig maður á að bera sig að í sumarfríi sem hryðjuverkamaður, en á næsta ári munum við fjölsk ferðast í fyrsta skipti sem hryðjuverkamenn og hlakka ég bara til.
Bóndinn að horfa á einkadans hjá spúsu sinni, hann er stundum svo feiminn þessi elska og er það annað en hægt er að segja um mig.
Segið svo að ég sé ekki búin að lifa viðburðaríkri æfi ;)
Bloggar | 20.12.2008 | 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Britney iðrast hjónabandsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.11.2008 | 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Enn og aftur örblogg frá mér, aðallega til að láta vita af mér.....Nóg að gera í skólanum og svo er ég dottinn í facebook.......Koma svo!!!! Allir að vera með og fá sér facebook :) En prófin eru framundan og lokaverkefni, myndsköpun og ritgerðir og fullt fleira :) Sorrý hvað ég hef lítið kíkt í heimsókn á síðurnar hjá ykkur kæru bloggvinir, en ekki gleyma mér....ég kem svo tvíefld til baka.......
Knús á línuna.........og góða nótt gullbloggarar
Ég leitaði um allt hús af litlu skottunni minni, einn daginn
og fann hana svona
Sofandi í gluggakistunni í hennar herbergi, eins og lítill köttur og hroturnar í henni voru meira að segja eins og mal
Bloggar | 30.10.2008 | 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bubbi vill sömu meðferð og Björk og Sigur Rós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.10.2008 | 07:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
verð þess vegna að blogga eitthvað þó ég hafi ekki hugmynd um hvað ég ætla að blogga.
Ég var að pæla í einu Ef þið ættuð 700 milljónir og mættuð gera hvað sem er við þær en yrðuð að eyða þeim á 1 mánuði...Hvað mynduð þið gera????
Endilega koma með svörin....ég kem svo með mín þegar þið eruð búin..haha
Ein sæt að mér.....Þessi var tekin, á þeim tíma sem ég stundaði afró af miklum móð.
Þetta er það sem koma skal, í kreppu landans
Hver skildi sjá um að fylla á svona....???? hahaha
Það borgar sig ekki að vera að deyja neitt núna.
Góða nótt.....
Koma svo allir og brosa í gegnum tárin
Bloggar | 9.10.2008 | 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Ég hef engra sérstakra hagsmuna að gæta eða þ.e.a.s. á engar innistæður í neinum bönkum og hef átt lítið annað en skuldir síðustu ár, enda lifði ég lífi mínu í móðu um nokkurra ára skeið, sem gerði það að verkum að ég var ekkert að pæla í að borga eitt né neitt :( Undanfarin rúm 5 ár hefur mig langað ofboðslega að leggja eitthvað fyrir og reyna að borga mig niður á núll....eignast kannski eigið húsnæði og þurfa ekki að vera inn á aðra komin í sambandi við raðgreiðslur og annað slíkt. Það er meira að segja ekki langt síðan mér var boðið í mínum banka að opna sparnaðarreikning sem bundin átti að vera til sjö ára. Ég afþakkaði það, þar sem ég sá mér ekki fært að vera að leggja inn og spara þegar ég átti ekki einu sinni nóg fyrir skuldunum.
Aldrei hefði mér dottið það í hug að ég ætti eftir að verða svona þakklát fyrir mitt hlutskipti :) Að eiga ekkert er besta staðan sem ég get verið í á þessum tímapunkti, þó svo að slæmt sé. Mér er hugsað til allra þeirra sem lagt hafa hald sitt og traust á bankana sína og Íslenska ríkisstjórn árum saman og bið Guð að réttlætið megi ná fram að ganga...Hér þarf svo sannarlega kraftaverk og bið ég því Guð um algjöran sigur og lausn inn í líf hvers og eins Íslendings og eins þeirra sem erlendis búa og eru á Íslenskum námslánum, ellilífeyri, eða örorkubótum og lepja nú dauðan úr skel. Ég vil reyna samt sem áður að hugsa jákvætt, því að það er mín skoðun að bölsýni og neikvæð orð og hugsanir gera bara illt verra.
Ég er líka ef satt skal segja búin að vera hálfhrædd um föðurarf barnanna minna sem bundinn er inn á bankabók þangað til þau ná 18 ára aldri.
Spurning um að þeir sem eiga að þrífa upp skítinn eftir sig einbeiti sér að því að borga hverjum og einum út það sem hver og einn á inni og gefi svo viðkomandi brynn og eldvarinn peningaskáp, þar sem það virðist á þessari stundu mikið öruggara að geyma peningana sína heima hjá sér en í lokuðum banka. Ekki hræða mig auglýsingar á borð við þá sem einhver plebbinn lét gera þar sem Lalli Johns lék aðalhlutverk, til að fá fólk til að kaupa tryggingu eða heimavörn eða hvaða drasl það var nú. Á meðan sú auglýsing var sýnd var hinn almenni borgari grunlaus um hver myndi að lokum reynast verst.
Ég óska ykkur öllum sem eigið um sárt að binda á þessari krepputíð, farsældar, réttlætis og hamingju og aldrei fyrr hef ég óskað jafn heitt að orð mín rætist. KNÚS Á HINN ALMENNA BORGARA
Reiðir viðskiptavinir Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.10.2008 | 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eldri færslur
Tenglar
sumir blogga ekki hjá mogga
- Stebban mín yndislega og hennar heimili og haus Hefur sterkar skoðanir en þorir sjaldan að koma þeim á blað :) Elskar heimilið sitt og er með sjúklegan áhuga á hönnunum.......Ég held að Bjössi þurfi að skipta um vinnu........Tala við hana á hverjum degi og stundum oft um dag, elska hana út af lífinu :)
töff og áhugavert
- Flotta búðin í Glæsibæ. Málverk eftir mig og bóndann og faqllegar gjagfavörur á góðu verði. Sjón er sögu ríkari.
Látum gott af okkur leiða, hjálpum til, sýnum samúð í verki. Margt smátt gerir eitt stórt.
- Styrktarreikningur Dagbjartar sem berst fyrir að fá dóttir sína heim. Reikningsnúmer : 0178-05-1288 Kennitala: 181288-3029 IBAN : IS68 0178 0500 1288 1812 8830 29 SWIFT: LAISISRE
- ABC hjálparstarf.......Einhver lítill einstaklingur þarf á þér að halda. ABC hjálparstarf. Þú bjargar lífi barns og færð að launum ómælda ánægju, frið og elsku..............og innri fegurð. Er einhver sem getur staðist svona tækifæri????
Mínir tenglar
Aðrir bloggarar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- alexm
- alit
- almaogfreyja
- andreaolafs
- anastasia
- annabjo
- annapala
- annavaldis
- angel77
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- beggagudmunds
- beggipopp
- bene
- benna
- bergruniris
- birnag
- bjarnihardar
- blekpenni
- bullarinn
- bradshaw
- bryn-dis
- brynhildur
- brynja
- carma
- dana-hanne
- daudansalvara
- doggpals
- ea
- eddabjo
- einari
- ellasiggag
- elmargeir
- estro
- evathor
- fanney
- fidla
- frk-fidrildi
- gamlageit
- garun
- gelgjan
- gislina
- gudrunj
- gummisteingrims
- greifinn
- hafrunkr
- hallarut
- helgadora
- helgananna
- heidathord
- huldastefania
- hrannarb
- ingabesta
- irisasdisardottir
- irish
- jakobsmagg
- jax
- jea
- jullibrjans
- jonaa
- joninab
- jorunn
- kaffikelling
- katja
- karolinap
- kjsam
- klaralitla
- kristinast
- ktomm
- kolbrunb
- lauola
- latur
- lindaasdisar
- lindabj
- madddy
- malacai
- manzana
- marzibil
- misskilningur
- mongoqueen
- nonniblogg
- omarragnarsson
- palmig
- ragnhildur
- ranka
- rannveigbj
- rattati
- ringarinn
- rosalinda
- ruthasdisar
- ruth777
- salmann
- saumakonan
- saxi
- sifjar
- siggiholmar
- sigurjonsigurdsson
- sigvardur
- skessa
- skinkuorgel
- skjolid
- skotta1980
- skrifa
- snorribetel
- stebbifr
- steinibriem
- steinunnolina
- stinajohanns
- stormsker
- soley
- solisasta
- saedis
- swaage
- thelmaasdisar
- tinnaeik
- tommi
- toshiki
- totally
- vglilja
- vinursolons
- thesecret
- thordistinna
- thorunnvaldimarsdottir
- zeriaph
- zoa
- 730
- opinbera
- fjola
- asgerdurjona
- ma
- jari
- annambragadottir
- ollasak
- 666
- tigercopper
- danjensen
- nkosi
- asdisran
- brandarar
- liso
- hauksibegga
- ingistef
- ingvaroskar
- little-miss-silly
- korntop
- olofanna
- pala
- perlaoghvolparnir
- roslin
- sisvet
- saedishaf
- unnurfridriks
- ylfamist
- bleksvart