Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

jebb....Kellan vakandi núna...er það eitthvað nýtt????

LoLVerð að segja ykkur eitt mjög seinheppið og ótrúlega fyndið atriði sem ég lenti í núna fyrir helgi og um helginaSmile Þannig var að netið og heimasíminn hjá mér duttu út á sama tíma og bara allt BILAÐ...Ég hringi í Vodafone og bið um aðstoð og þeir segjast láta mann í að ath hvaðan bilunin kæmi. Okey!!!! Ég fæ svo SMS frá þeim um að ekki takist að finna út bilunina og að ég muni þurfa að bíða einhver tíma í viðbót, og ég bara ummm okeyLoL En hringi um hæl og spyr hvenær þetta ætti að vera komið í lag ( þeir sem þekkja mig vita að ég get alls alls ekki verið símalaus lengi, ég er sko líka telephone Ananymous...LoL)Þeir segja mér að það sé ekkert unnið í þessu um helgar og og þannig að ekkert verði gert fyrr en eftir helgina, ég Jesúsaði mig í bak og fyrir, ræskti mig og stundi þungan og sagði svo, en en ég er bara með frelsi á gemsanum og þá er svo dýrt að hringja. Aumingja Vodafone manneskjan sá sig aumur á mér og sagði ; Við getum lagt inn á þig 500 kr innistæðu þér að kostnaðarlausu; Ég þakkaði að sjálfsögðu fyrir mig enda alinn upp við kurteisi og góða siði. Hér er svo brandarinn: Í gærkveldi hringdi svo allt í einu heimasíminn og ég sá að Björn bóndi minn var að hringja úr gemsanum sínum og horfði á hann furðulostinn þar sem hann jú stóð fyrir framan mig og Vodafonekallarnir vinna ekki um helgar. Ég: Hvað af hverju ertu að hringja í mig og bíddu nú við er síminn kominn í lag? Bjössi: Já það lítur út fyrir það (glottandi á svip) Ég: En.....  Bjössi: Þú hefðir kannski átt að ath innstunguna á veggnum fyrstLoL Ég hafði semsagt rifið allt úr sambandi þegar ég sópaði undir tölvuborðinu fyrir helgi og þar með eignast 500 kr innistæðu, lægri símreikning og Vodafone kallarnir smá aukavinnuLoLLoLDevil Það var svo hringt í mig í dag frá Vodafone og þeir enn jafn gáttaðir á biluninni sem virtist ekki eiga upptök sín neisstaðar og ég rakti sögu mína fyrir kallinum með 1000 afsökunarbeiðnum og boð um að borga þeim 500 kallinn í blíðu....eða nei kannski ekki alvegDevil en ég bauð þeim að bæta 500 kr á næsta símreikning en honum fannst ég örugglega annaðhvort svo heimskulega hlægileg eða hlægilega krúttleg og með seiðandi rödd (örugglega samt seinni kosturinn) að hann vildi endilega gefa mér 500 kr.....svo má líka vel vera að ég hafi verið 500 kr virði vinnustaðarbrandari...Hvað veit ég?

Bið ykkur vel að lifa og þið eruð öll OFUR SVÖL!!!!! Love you all.....Knús á liðið inn í nóttinaHeart


Fúsi fylgir þér, já hvert sem liggur leið......

Þegar ég var barn, fór ég í sunnudagaskóla á Eyrarbakka sem innihélt litla kórinn sem stjórnað var af stakri snilld af henni Ruth á Sólvangi....( kaldur kuldinn kælir köttinn) Þetta lag var oft sungið og oft kom fyrir að við vorum látinn syngja það í Sunnudagsmessunum. Ekki var ég samt að skilja hver þessi Fúsi væri og taldi víst að það hlyti samt að vera ósköp góður gæi fyrst hann vildi fylgja manni hvert sem leið lá og söng ég hátt og skýrt í hvert einasta skipti ;Fúsi fylgir þér, Fúsi fylgir þér, Fúsi fylgir þér, já hvert sem liggur leið; og aldrei var ég leiðrétt...ekki í eitt einasta skipti. Ég er með seinan fattara og fattaði það fyrir ekki svo löngu síðan...hmmm??? já ég veit ég er fullorðin...so what....að það sem sungið var, var um Jesú sjálfan en ekki góðvin minn Fúsa... Fúsi breyttist því í Fús ég fylgi þér já hvert sem liggur leið...he he heLoL  Nú virðist dóttir mín 2 ára örverpið mitt ætla að taka upp miðsskilning móðir sinnar og syngur fingralagið hátt og skýrt...Þumalfingur, þumalfingur hvar ert þú, hér er ég, góðan daginn daginn daginn. Því næst vísifingur svo langa töng, baugfingur en þegar kemur að litli fingur byrjar miðskilningurinn og hún syngur hátt og snjallt vitleysingur, vitleysingur, hvar ert þú? hér er ég, hér er ég. Góðan daginn daginn daginn. BARA SNILLD!!!! En hvaðan skildi ég svo fá þetta????? Kannski frá föður mínum???hmmm????? Bráðum koma inn myndir af nýja slotinu, þangað til...gangið hægt um gleðinnar dyr og sofið rótt í nótt.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband