Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Takk öll fyrir kommentin ykkar Þið eruð alltaf jafn yndisleg
Ákvað að skella inn fleiri gullkornum frá dætum mínum og vona að þið hafið jafn gaman af og ég sjálf
Mamma: Ææ!!! Bláberjamauk í buxunum þínum. Anita Ögn: Það er allt í lagi, notaðu bara burt með blettina og segðu bless við blettina.
Svo er sagt að auglýsingar hafi engin áhrif. NOT!!!
Anita: Afhverju ertu að setja svona í hárið á þér (gel ) Mamma: Svo að ég geti greitt mér. Anita Ögn: En afhverju viltu breyta þér?
He he he.....hana fannst ég segja svo að ég geti breytt mér....:)
Mamma: Ægir er ljón, Álfrún er bogmaður, Carmen er naut og þú og Linda eruð hrútar. Anita grætur og segir: en ég vil ekki vera hrútur, ég vil vera kisan. Mamma: En það er ekki hægt, kisan er ekki stjörnumerki. Ægir: Nei, Anita það er ekki hægt. Anita: En ég vil vera kisan ( grætur meira) Mamma: En Anita ég er td meyja, mér fannst það ekkert mjög gaman þegar ég var yngri. Anita: Hvað er meyja? Mamma: Meyja er kona. Anita: Ó!!! Vinnur þú í dýragarðinum???!!!!!
Stjörnumerkin rædd en þá hélt Anita greyið að við værum í einhverjum leik...he he he..
Anita: Afhverju er alltaf sagt að maður eigi að bíta í öxlina á sér? Mamma: HA? Hvar heyrðirðu það? Anita: Í Mattid, Pabba hennar var illt og mamma hennar sagði honum að bíta í öxlina á sér.
Hún meinti auðvitað að bíta á jaxlinn...He he he...
Eru hommar gelgjur?
Öllu er hægt að rugla saman
Anita: Það er vont að kafna. Eiríkur: Hefur þú kafnað. Anita: Já einu sinni.
Anita: Afhverju talar maður við Jesú? (Biðjum) Mamma: Því það er svo gott td ef að maður er hræddur eða til að biðja hann um hjálp og allskonar svoleiðis. Anita: Þegar ég verð stór ætla ég að verða prinsessa, ég er alveg ákveðin í því og þá ætla ég að giftast prinsi og ef td það kemur einhver ógeðslegur kall eða froskur og ætlar að reyna að giftast mér þá bið ég bara Jesú að hjálpa mér.
Það vantar ekki dramatíkina :)
Geta gelgjur breitt sér í prinsessur?
Mamma: þessi náttgalli er eiginlega orðin of lítill á þig. Anita: Já þá getur Linda bara fengið hann. Mamma: Já. Anita: Og svo Carmen. Mamma: Já ef hann verður í lagi. Anita: Og hún á lífi.
Afhverju förum við ekki líka með bænina um vorið?
Við vorum að biðja saman mæðgurnar og þegar að við vorum búnar sagði Anita Ögn þessi frábæru setningu. Mamma var fljót að kveikja á perunni og að sjálfsögðu átti hún við Faðirvorið.
Frá Lindu Rut.
Afhverju vill Jesú að maður setji ost í frysti?
Við vorum að biðja faðir vorið ( eigi leið þú oss í freystni ) og þá kom þetta snilldargullkorn.
Mamma: Bless ástin mín og gangi þér vel í dag og Guð og englarnir passi þig. Linda Rut: (hlægjandi) Nei!! fóstrurnar gera það.
Mamman að kveðja barnið sitt áður en hún fór í leikskólann ;)
Mamma...SLAPPAÐU BARA VIÐ!!!!!!!
Ég var einhvað að skammast í Lindu þagar hún verður allt í einu svakalega pirruð og æpir þetta á mig
Linda: Þú ert með stórt nef. Mamma: Já ég veit. Linda: Þú ert eins og Grýla.
Ekki var það nú gott :) he he he...
Ég vil ekki fá lasinn kúk.
Linda sat á klósettinu þegar hún sagði þetta og veit ég ekki alveg hvað hún var að meina.
Mamma: Hvað varstu að gera? Linda Rut: Ekki að mála á vegginn. Mamma: Varstu að mála á vegginn? Linda Rut: Þú mátt aldrei sjá herbergið mitt.
Linda var eitthvað óvenju róleg inn í herberginu sínu og þar sem ég var búin að banna þeim systrum að mála sig með snyrtidótinu þá datt mér í hug að hún kæmi öll máluð framm, en ekki var hún máluð þannig að ég hóf þessar frábæru samræður við hana og veggurinn allur bleikur og fínn.
Linda: Geturðu keypt svona pabbi. Pabbi: Nei ég er svo fátækur. Linda Rut: Nei þú ert ekki fátækur. Pabbi: Hvernig veistu? Linda: Þú ert ekki brúnn, fátæka fólkið er allt brúnt.
Samtal þeirra feðginina, við matarborðið.
Og svo eitt í restina frá örverpinu mínu henni Carmen Helgu
Carmen horfir á mömmu sína við matarborðið stórhneyksluð. Í annari hendinni heldur hún á bræddum osti. Allt í einu tekur hún ostinn blíðlega í lófann og klappar honum og segir æææ hetta e hoskur ( þetta er froskur)
þannig var að froskurinn hennar Anitu dó og þær systur fengu allar að halda á honum í lófanum og klappa honum bless. Aumingja Carmen Helga hefur semsagt haldið að ég mamma hennar væri að gefa henni dauðann frosk að borða.
Já, alltaf gaman að hlusta á blessuð börnin og heyra hvað þau hafa að segja um hlutina.
Er eiginlega að missa af CSI og ætla því að fara að horfa núna
Hafið það gott og elskið hvort annað.....hlustið á börnin ykkar, þau geta komið manni á óvart Farin í bili.
Bloggar | 29.10.2007 | 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Anita Ögn dóttir mín sem er 8 ára gömul sagði við mig við matarborðið.
;Mamma, veistu að það er stundum einhverfur strákur í bekknum mínum?;
Já segi ég. ; Er hann mikið veikur?;
; Nei!!!! hann er ekkert veikur hann er bara einhverfur!!!;
Þetta kalla ég alvöru fordómaleysi
Ég læt fleiri gullkorn inn seinna í dag.
Ég er að reyna að vera iðinn hérna
heima hjá mér, þannig að bara stutt blogg í bili.
Love you all
Bloggar | 26.10.2007 | 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Bloggar | 24.10.2007 | 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Kæra tæknilega aðstoð:
Um daginn uppfærði ég úr Kærustu 7.0 í Eiginkonu 1.0. Eftir að ég hafði
sett upp Eiginkonu 1.0 í tölvunni, setti forritið sig sjálft inn í öll
önnur forrit í tölvunni. Það ræsir sig sjálfkrafa þegar ég kveiki á
tölvunni, vaktar allar mínar athafnir og kemur sífellt með tillögur að
krefjandi aukaforritum eins og t.d. Barn 2.0, þó allir viti að ÞAÐ
forrit er mjög illa þróað. Eiginkonuforritið tekur mikinn tíma og notar
mikið minni. Það er ómögulegt að fá það til að víkja meðan ég nota mín
uppáhaldsforrit. Gömul forrit eins og Pókerkvöld 10.3, Bjórkvöld 2.5 og
Sunnudagafótbolti 5.0 virka ekki lengur. Það stóð ekkert um þetta í
leiðbeiningunum fyrir forritið.
Ég er að íhuga að fara bara aftur í Kærustu 7.0, en það virðist ekki
einu sinni vera hægt að fjarlægja Eiginkonu 1.0. Getið þið hjálpað mér??
Kveðja,
Ráðvilltur og Ráðþrota
Kæri RR
Vandamál þitt er þekkt og mjög algengt, margir kvarta undan þessu, en
þetta byggist að mestu leyti á misskilningi. Margir menn uppfæra úr
Kærustu 7.0 í Eiginkonu 1.0 af því að þeir halda að Eiginkona 1.0 sé
þjónustu- og afþreyingarforrit. Þar liggur misskilningurinn hjá flestum.
Eiginkona 1.0 er stýriforrit, hannað til að stjórna öllu. Það er
ógerlegt að fjarlægja Eiginkonu 1.0 og fara aftur í Kærustu 7.0 þegar þú
hefur sett það upp einu sinni. Sumir hafa reynt að setja upp Kærustu 8.0
eða Eiginkonu 2.0, en hafa þá setið uppi með fleiri vandamál en með
Eiginkona 1.0. Við mælum með því að þú haldir Eiginkonu 1.0 og reynir að
gera það besta úr því sem komið er. Þú getur t.d. lesið allan kafla 6 í
leiðbeiningunum, "Algengar villur".
Forritið mun keyra snurðulaust, svo framarlega sem þú tekur ábyrgð á
öllum villum, óháð ástæðu og uppruna þeirra. Það besta sem þú getur gert
er að fara strax í Start/Run og skrifa FYRIRGEFÐU til að stýrikerfið
villuhreinsist og keyri eðlilega.
Eiginkona 1.0 er flott forrit, en krefst mikils viðhalds. Þú ættir að
íhuga að kaupa meiri hugbúnað til að bæta afkastagetuna. Við mælum með
Blómum 2.1, Súkkulaði 5.0 eða í neyðartilfelli Pels 2000.
En þú mátt ekki undir neinum kringumstæðum setja upp Vinkona_í_mínípilsi
3.3. Eiginkona 1.0 styður ekki þann hugbúnað og það myndi sennilega gera
út af við tölvuna.
Með vinsemd og virðingu,
Tæknileg Aðstoð
Minni á undirskriftalistann og læt linkinn fylgja með færslunni.....Bannað að kíkja án þess að kvitta
Ég þakka enn og aftur ykkur yndislegu bloggvinum mínum og öllum sem nenna að kommenta á bullið mitt.....Þið eruð algjört yndi öllsömul LOVE YA!!!!!!!
Var löt í gær og er löt í dag......Hvað veldur???? Veðrið???? VEIT EKKI......
Ég keypti mér naglateppi sem ég ætla að leggjast á á eftir.........NEI, ÉG ER EKKI BDSM ÞETTA ER BARA SVO GOTT FYRIR BAKIÐ. Viljiði kynna ykkur þetta nánar, þá er hérna linkur
Ég ætla að blogga eitthvað skemmtilegt á morgun Eruð þið ekki spennt???
Góða nótt, Óli Lokbrá sendir ykkur öllum ljúfa drauma
Bloggar | 23.10.2007 | 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég set link inn og hvet alla konur og kalla til að lesa og áframsenda á vini og vandamenn, óvini og hjásvæfur......ANNARS ER MÉR AÐ MÆTA!!!!!!!!!!!!!!!!!!! OG ÞAÐ VILJIÐ ÞIÐ EKKI, ÉG GET NEFNILEGA VERIÐ ÓTTALEGT SKASS. Spyrjið bara mömmu
http://www.petitiononline.com/lidsauki/
Takk Ásdís fyrir að opna fyrir þessa umræðu......Var ég búin að segja þér að þú ert góður penni, þú veist það þá núna
Stóru börnin mín eru hjá mér og þær litlu eru löngu sofnaðar...Ég sendi húsbóndann út í sjoppu eftir nammi......svo er bara að finna eitthvað ljúft að horfa á og fara seint að sofa Kannski get ég sofið út á meðan Sveppi gætir dætranna.....NOT!!!!!!!!!!!!!! Ég vona að foreldrar barna undir 3 ára aldri séu ekki að láta Sveppa gæta barnanna sinna í gegnum sjónvarpstækið, úff!!!!! Ég veit að mínar dætur og þá sérstaklega sú yngsta sem er á við 10 börn myndu leggja allt í rúst og fara sjálfum sér að voða....Þið þurfið að vera búin að sjá morgunsjónvarpsauglýsinguna (Vá! Langt orð!!!) til að fatta hvað ég á við Langdregið......já ég veit. Nammið komið í hús og ég over and out. Góða nótt og sofið rótt.
Bloggar | 20.10.2007 | 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Vona að þið dyggu bloggvinir séuð ekki hætt að kíkja á bloggið mitt þrátt fyrir ógurlega ritstíflu hjá eigandanum Ég er með samviskubit.......Já!!!!! Ég hef alls ekki verið nógu dugleg að kommenta á ykkur, en ég les samt alltaf bloggin ykkar og FINNST ÞIÐ ÖLL ÆÐI
Játning: Ég var ekki dugleg í vélritun í barnaskóla og er því ekki klár á fingrasetningunni, ég er eins og Gunnar Smári.....nota einn putta, nema að ég er ekki jafn snögg og hann og það tekur mig óratíma að skrifa eina færslu Ég óska eftir vélritunareinkakennslu......eða réttara sagt kennslu í fingrasetningu
Ég er búin að koma okkur ágætlega fyrir í Álfablokkinni sem er í Reykjavík Er að dúlla mér í fríinu mínu og lesa leyndarmálið mikla Rækta samband mitt við Guð og menn og læra að slaka á í nútíma hraðstýrðu þjóðfélagi........
Ein spurning til ykkar: Ef þið sætuð í kirkju og pastorinn myndi segja við salinn ; Í dag ætlar Guð að blessa alla hérna inni nema tvo; Hve mörg ykkar myndu hugsa ; Æ æ, hver skildi hinn aðilinn vera?;
Við hugsum svo mörg svona um okkur sjálf
Jæja! Ætla að skella mér í ljós og gera eitthvað gott og gagnlegt.....Eigið OFURGÓÐANN dag í dag elskurnar. Þið eruð öll frábær, enda á ég ekki leiðinlega vini
Set inn myndir af nýja slotinu við fyrsta tækifæri
Ein krúttaramynd sett inn spes fyrir Ásdísi bloggvinkonu mína.
Heyrumst!!!!!!
Bloggar | 16.10.2007 | 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Eldri færslur
Tenglar
sumir blogga ekki hjá mogga
- Stebban mín yndislega og hennar heimili og haus Hefur sterkar skoðanir en þorir sjaldan að koma þeim á blað :) Elskar heimilið sitt og er með sjúklegan áhuga á hönnunum.......Ég held að Bjössi þurfi að skipta um vinnu........Tala við hana á hverjum degi og stundum oft um dag, elska hana út af lífinu :)
töff og áhugavert
- Flotta búðin í Glæsibæ. Málverk eftir mig og bóndann og faqllegar gjagfavörur á góðu verði. Sjón er sögu ríkari.
Látum gott af okkur leiða, hjálpum til, sýnum samúð í verki. Margt smátt gerir eitt stórt.
- Styrktarreikningur Dagbjartar sem berst fyrir að fá dóttir sína heim. Reikningsnúmer : 0178-05-1288 Kennitala: 181288-3029 IBAN : IS68 0178 0500 1288 1812 8830 29 SWIFT: LAISISRE
- ABC hjálparstarf.......Einhver lítill einstaklingur þarf á þér að halda. ABC hjálparstarf. Þú bjargar lífi barns og færð að launum ómælda ánægju, frið og elsku..............og innri fegurð. Er einhver sem getur staðist svona tækifæri????
Mínir tenglar
Aðrir bloggarar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- alexm
- alit
- almaogfreyja
- andreaolafs
- anastasia
- annabjo
- annapala
- annavaldis
- angel77
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- beggagudmunds
- beggipopp
- bene
- benna
- bergruniris
- birnag
- bjarnihardar
- blekpenni
- bullarinn
- bradshaw
- bryn-dis
- brynhildur
- brynja
- carma
- dana-hanne
- daudansalvara
- doggpals
- ea
- eddabjo
- einari
- ellasiggag
- elmargeir
- estro
- evathor
- fanney
- fidla
- frk-fidrildi
- gamlageit
- garun
- gelgjan
- gislina
- gudrunj
- gummisteingrims
- greifinn
- hafrunkr
- hallarut
- helgadora
- helgananna
- heidathord
- huldastefania
- hrannarb
- ingabesta
- irisasdisardottir
- irish
- jakobsmagg
- jax
- jea
- jullibrjans
- jonaa
- joninab
- jorunn
- kaffikelling
- katja
- karolinap
- kjsam
- klaralitla
- kristinast
- ktomm
- kolbrunb
- lauola
- latur
- lindaasdisar
- lindabj
- madddy
- malacai
- manzana
- marzibil
- misskilningur
- mongoqueen
- nonniblogg
- omarragnarsson
- palmig
- ragnhildur
- ranka
- rannveigbj
- rattati
- ringarinn
- rosalinda
- ruthasdisar
- ruth777
- salmann
- saumakonan
- saxi
- sifjar
- siggiholmar
- sigurjonsigurdsson
- sigvardur
- skessa
- skinkuorgel
- skjolid
- skotta1980
- skrifa
- snorribetel
- stebbifr
- steinibriem
- steinunnolina
- stinajohanns
- stormsker
- soley
- solisasta
- saedis
- swaage
- thelmaasdisar
- tinnaeik
- tommi
- toshiki
- totally
- vglilja
- vinursolons
- thesecret
- thordistinna
- thorunnvaldimarsdottir
- zeriaph
- zoa
- 730
- opinbera
- fjola
- asgerdurjona
- ma
- jari
- annambragadottir
- ollasak
- 666
- tigercopper
- danjensen
- nkosi
- asdisran
- brandarar
- liso
- hauksibegga
- ingistef
- ingvaroskar
- little-miss-silly
- korntop
- olofanna
- pala
- perlaoghvolparnir
- roslin
- sisvet
- saedishaf
- unnurfridriks
- ylfamist
- bleksvart