Uppgjör 2008 Kæru vinir!
Nú þegar árið 2008 er meira en hálfnað langar mig að nýta tækifærið og þakka fyrir alla tölvupóstsendingarnar sem ég hef fengið frá ykkur. Ég verð að segja að lífsgæði mín hafa aukist til muna við sendingarnar.
Takk til þess (hver sem það nú var) sem sendi mér upplýsingarnar upp að það hefði í mörgum tilfellum fundist rottuskítur í límröndinni á umslögum. Þær dýrmætu upplýsingar leiddu til þess að ég nota nú votan klút í hvert skipti sem ég þarf að loka umslagi. Af sömu ástæðu finn ég mig nú knúna til að þvo hverja dós sem ég þarf að opna.
Í dag á ég heldur ekkert sparifé, þar sem ég hef sent það allt til litlu veiku stúlkunnar (Penny Brown) sem er akkúrat núna í andaslitrunum á sjúkrahúsinu í 1.387.258 skiptið.
Ég á í rauninni enga peninga lengur en það mun náttúrulega breytast um leið og ég fæ 500.000 $ sem Microsoft ætlar að senda mér fyrir að hafa verið "exclusivur" þáttakandi í e-mail prógramminu þeirra. Ég á líka von á aur frá miðaldra getulausum bankastarfsmanni frá Nígeríu sem hefur lofað að deilda 7 milljónum $ með mér. Aur sem hann erfði eftir að gleymdur ættingi hans lést í skelfilegu umferðarslysi í höfuðborginni Abuja. Yndislegur maður hann Ade Oluwa alveg sérstök sál.
Sem betur fer þarf ég ekki að óttast um sál mina, þar sem ég er blessuð með 363.214 englum sem passa mig og vakta sérhvert spor mitt og St. Helena hefur líka boðist til að uppfylla allar mínar óskir.
Mig langaði bara að segja ykkur frá því að ég nota ekki lengur krabbameinsvaldandi svitalyktaeyði, þrátt fyrir að ég lykti illa af svita á heitum sumardegi. Ég er alveg hætt því!
Takk fyrir að sýna mér og kenna að óskir mínar muni aldrei verða uppfylltar nema ég áframsendi tölvupóstana mina til amk 7 einstaklinga á innan við 5 mínútum.
Ég vil einnig þakka ykkur fyrir að hjálpa mér með að hætta að drekka Coca Cola, og upplýsa mig um að það megi hreinlega fjarlægja kalkúrfellingar úr salernum með því.
Ég set aldrei lengur bensín á bílinn hjá Olís án þess að vera vakandi fyrir því að pólskur fjöldamorðingi sem komist hefur ólöglega inn í landið, gæti mögulega hafa laumað sér á í aftursætið meðan ég fylli tankinn.
Ég svara ekki lengur neinum sms-um, þar sem það kostar mig 25.000 kr. Að svara ákveðnum númerum.
Fyrir tilstuðlan vingjarnlegar ráðlegginga, get ég nú ekki lengur leyft mér að beygja mig eftir krónu sem liggur á götunni, þar sem það liggur eflaust kolóður kynferðisglæpamaður undir bílnum og bíður þess að geta gripið í fæturna á mér og dregið mig til sín og nauðgað mér.
Ef þú sendir ekki þennan tölvupóst til amk 144.000 einstaklinga á næstu 70 mínútum, þá mun risavaxin dúfa með svæsin niðurgang lenda á höfðinu á þér kl 17 nú í dag og flær úr 12 mongólskum kamedýrum munu skríða inn í bakið á þér og orsaka að rassinn á þér verður allur kafloðinn.
Og svo langar mig bara líka að deila því með ykkur að Suðuramerískur vísindastúdent sem ég þekki hefur eftir langar og strangar rannsóknir uppgötvað að aðeins einstaklingar með lága greindarvísitölu, sem stunda lítið kynlíf eru manneskjurnar sem alltaf lesa alla tölvupósta með höndina á músinni.
Lifið svo innilega heil.
Ástarkveðjur
Nú þegar árið 2008 er meira en hálfnað langar mig að nýta tækifærið og þakka fyrir alla tölvupóstsendingarnar sem ég hef fengið frá ykkur. Ég verð að segja að lífsgæði mín hafa aukist til muna við sendingarnar.
Takk til þess (hver sem það nú var) sem sendi mér upplýsingarnar upp að það hefði í mörgum tilfellum fundist rottuskítur í límröndinni á umslögum. Þær dýrmætu upplýsingar leiddu til þess að ég nota nú votan klút í hvert skipti sem ég þarf að loka umslagi. Af sömu ástæðu finn ég mig nú knúna til að þvo hverja dós sem ég þarf að opna.
Í dag á ég heldur ekkert sparifé, þar sem ég hef sent það allt til litlu veiku stúlkunnar (Penny Brown) sem er akkúrat núna í andaslitrunum á sjúkrahúsinu í 1.387.258 skiptið.
Ég á í rauninni enga peninga lengur en það mun náttúrulega breytast um leið og ég fæ 500.000 $ sem Microsoft ætlar að senda mér fyrir að hafa verið "exclusivur" þáttakandi í e-mail prógramminu þeirra. Ég á líka von á aur frá miðaldra getulausum bankastarfsmanni frá Nígeríu sem hefur lofað að deilda 7 milljónum $ með mér. Aur sem hann erfði eftir að gleymdur ættingi hans lést í skelfilegu umferðarslysi í höfuðborginni Abuja. Yndislegur maður hann Ade Oluwa alveg sérstök sál.
Sem betur fer þarf ég ekki að óttast um sál mina, þar sem ég er blessuð með 363.214 englum sem passa mig og vakta sérhvert spor mitt og St. Helena hefur líka boðist til að uppfylla allar mínar óskir.
Mig langaði bara að segja ykkur frá því að ég nota ekki lengur krabbameinsvaldandi svitalyktaeyði, þrátt fyrir að ég lykti illa af svita á heitum sumardegi. Ég er alveg hætt því!
Takk fyrir að sýna mér og kenna að óskir mínar muni aldrei verða uppfylltar nema ég áframsendi tölvupóstana mina til amk 7 einstaklinga á innan við 5 mínútum.
Ég vil einnig þakka ykkur fyrir að hjálpa mér með að hætta að drekka Coca Cola, og upplýsa mig um að það megi hreinlega fjarlægja kalkúrfellingar úr salernum með því.
Ég set aldrei lengur bensín á bílinn hjá Olís án þess að vera vakandi fyrir því að pólskur fjöldamorðingi sem komist hefur ólöglega inn í landið, gæti mögulega hafa laumað sér á í aftursætið meðan ég fylli tankinn.
Ég svara ekki lengur neinum sms-um, þar sem það kostar mig 25.000 kr. Að svara ákveðnum númerum.
Fyrir tilstuðlan vingjarnlegar ráðlegginga, get ég nú ekki lengur leyft mér að beygja mig eftir krónu sem liggur á götunni, þar sem það liggur eflaust kolóður kynferðisglæpamaður undir bílnum og bíður þess að geta gripið í fæturna á mér og dregið mig til sín og nauðgað mér.
Ef þú sendir ekki þennan tölvupóst til amk 144.000 einstaklinga á næstu 70 mínútum, þá mun risavaxin dúfa með svæsin niðurgang lenda á höfðinu á þér kl 17 nú í dag og flær úr 12 mongólskum kamedýrum munu skríða inn í bakið á þér og orsaka að rassinn á þér verður allur kafloðinn.
Og svo langar mig bara líka að deila því með ykkur að Suðuramerískur vísindastúdent sem ég þekki hefur eftir langar og strangar rannsóknir uppgötvað að aðeins einstaklingar með lága greindarvísitölu, sem stunda lítið kynlíf eru manneskjurnar sem alltaf lesa alla tölvupósta með höndina á músinni.
Lifið svo innilega heil.
Ástarkveðjur
Eldri færslur
Tenglar
sumir blogga ekki hjá mogga
- Stebban mín yndislega og hennar heimili og haus Hefur sterkar skoðanir en þorir sjaldan að koma þeim á blað :) Elskar heimilið sitt og er með sjúklegan áhuga á hönnunum.......Ég held að Bjössi þurfi að skipta um vinnu........Tala við hana á hverjum degi og stundum oft um dag, elska hana út af lífinu :)
töff og áhugavert
- Flotta búðin í Glæsibæ. Málverk eftir mig og bóndann og faqllegar gjagfavörur á góðu verði. Sjón er sögu ríkari.
Látum gott af okkur leiða, hjálpum til, sýnum samúð í verki. Margt smátt gerir eitt stórt.
- Styrktarreikningur Dagbjartar sem berst fyrir að fá dóttir sína heim. Reikningsnúmer : 0178-05-1288 Kennitala: 181288-3029 IBAN : IS68 0178 0500 1288 1812 8830 29 SWIFT: LAISISRE
- ABC hjálparstarf.......Einhver lítill einstaklingur þarf á þér að halda. ABC hjálparstarf. Þú bjargar lífi barns og færð að launum ómælda ánægju, frið og elsku..............og innri fegurð. Er einhver sem getur staðist svona tækifæri????
Mínir tenglar
Aðrir bloggarar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- alexm
- alit
- almaogfreyja
- andreaolafs
- anastasia
- annabjo
- annapala
- annavaldis
- angel77
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- beggagudmunds
- beggipopp
- bene
- benna
- bergruniris
- birnag
- bjarnihardar
- blekpenni
- bullarinn
- bradshaw
- bryn-dis
- brynhildur
- brynja
- carma
- dana-hanne
- daudansalvara
- doggpals
- ea
- eddabjo
- einari
- ellasiggag
- elmargeir
- estro
- evathor
- fanney
- fidla
- frk-fidrildi
- gamlageit
- garun
- gelgjan
- gislina
- gudrunj
- gummisteingrims
- greifinn
- hafrunkr
- hallarut
- helgadora
- helgananna
- heidathord
- huldastefania
- hrannarb
- ingabesta
- irisasdisardottir
- irish
- jakobsmagg
- jax
- jea
- jullibrjans
- jonaa
- joninab
- jorunn
- kaffikelling
- katja
- karolinap
- kjsam
- klaralitla
- kristinast
- ktomm
- kolbrunb
- lauola
- latur
- lindaasdisar
- lindabj
- madddy
- malacai
- manzana
- marzibil
- misskilningur
- mongoqueen
- nonniblogg
- omarragnarsson
- palmig
- ragnhildur
- ranka
- rannveigbj
- rattati
- ringarinn
- rosalinda
- ruthasdisar
- ruth777
- salmann
- saumakonan
- saxi
- sifjar
- siggiholmar
- sigurjonsigurdsson
- sigvardur
- skessa
- skinkuorgel
- skjolid
- skotta1980
- skrifa
- snorribetel
- stebbifr
- steinibriem
- steinunnolina
- stinajohanns
- stormsker
- soley
- solisasta
- saedis
- swaage
- thelmaasdisar
- tinnaeik
- tommi
- toshiki
- totally
- vglilja
- vinursolons
- thesecret
- thordistinna
- thorunnvaldimarsdottir
- zeriaph
- zoa
- 730
- opinbera
- fjola
- asgerdurjona
- ma
- jari
- annambragadottir
- ollasak
- 666
- tigercopper
- danjensen
- nkosi
- asdisran
- brandarar
- liso
- hauksibegga
- ingistef
- ingvaroskar
- little-miss-silly
- korntop
- olofanna
- pala
- perlaoghvolparnir
- roslin
- sisvet
- saedishaf
- unnurfridriks
- ylfamist
- bleksvart
Athugasemdir
Þetta er hrein snilld, ekkert annað.
PS:Ég var með hendina á músinni allan tímann !!!!
Rúna Guðfinnsdóttir, 4.9.2008 kl. 09:18
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 09:26
leitt þetta með krónuna...þú skilur:)
Já ég var með hendina á músinni allan tímann...
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 4.9.2008 kl. 09:29
BWA HA HA HA HA! Ég var líka með höndina á músinni....DAMN! Kemst upp um mann
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 12:30
Hahahaha, var lengi að fatta brandarann, hélt að þú værir búin að tapa glórunni kona.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.9.2008 kl. 15:24
Gott blogg.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.9.2008 kl. 19:37
hæhæ eyjólfur hérna. ég var að spá. hvar er þessi mynd tekinn sem er hérna að ofan númer 3. hvar er hún eiginlega tekinn???
Eyjólfur Ingi Andreuson, 5.9.2008 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.