Mér finnst ekki mjög líklegt að........

eigandinn hafi farið svona með hvolpinn sinn þar sem hann er búinn að gefa sig fram.

Eitt get ég þó sagt með fullri vissu og það er að þetta er örugglega mjög algengt og það að skilja dýrin sín eftir hingað og þangað til að losa sig við þau....MJÖG ALGENGT!!!!!

Mamma og pabbi búa austur á Eyrarbakka eins og áður hefur komið fram. Þau voru ekkert á leiðinni að fá sér hund. En fyrir að mig minnir tæplega 5 árum síðan (Þið leiðréttið mig foreldrar ef það er ekki rétt) þá birtist óvænt í garðinum hjá þeim Labrador tík. Þau gerðu það sem rétt er og hringdu í lögreglu og að mig minnir á fleiri staði til að athuga hvort einhver saknaði ekki hundsins síns en allt kom fyrir ekki og enginn gaf sig fram. Tíkin var heppin að lenda hjá þeim en ekki annarstaðar og gáfu þau henni nafnið Tinna og hefur hún nú átt heimili hjá þeim í eins og ég tók fram áðan tæplega 5 ár.

Ég hálfpartinn vona að eigandinn lesi þetta og ef svo ólíklega vill til, þá vil ég aðeins segja eitt,

SKAMMASTU ÞÍNAngry

 


mbl.is Hvolpurinn afhentur eigandanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tíkin kom hér í garðinn 23/3 2003, það var nóttina sem Bandaríkjamenn hófu árás á Írak.

runar (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: Hulla Dan

Trúi ekki að fólk geri svona, hvað þá sínum eigin dýrum...
Get orðið óð!!!

Eigðu gott kvöld og nótt

Hulla Dan, 24.6.2008 kl. 21:43

3 identicon

ísland er nú bara að fara að verða eins og bandaríkin.. kolklikkað fólk hérna..

linda (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 23:13

4 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Sumt fólk er bara ekki í lagi.

Aðalsteinn Baldursson, 25.6.2008 kl. 00:42

5 identicon

Ég þekki manninn sem á hundinn. Hann gaf dóttur sinni hann fyrir stuttu.

Þau fóru um daginn í Keflavík og þá hljóp hundurinn í burtu og týndist. Það er ,,Ekki möguleiki að þessu maður gæti gert dýri mein!´´ Sérstaklega ef dóttir hanns á hann. Ég vil bara koma því á framfæriað hann hefði b ara alls ekki geta gert það.

Benni (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 00:51

6 identicon

Sammála !
Ef e-r hefði gert þetta færi hann ekki að viðurkenna það

Bæði útaf skömm og svo býst ég við að sá seki verði kærður...

 og ef fólk hataði hunda eða e-ð svo mikið að hann gæti gert þetta færi hann nú varla að fá sér hvolp...

ÁsaBjörk (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 02:35

7 identicon

Það eru samt sumir sem fá sér Hund þótt að það hati Hunda.

Sesselja (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 12:00

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fólk að bara einfaldlega að vera gott við dýr og hvort annað, það er mitt mottó.  Skil aldrei hvernig er hægt að vera vondu við málleysingja og hvað þá annað fólk, en heilabú manna virðist vera mismunandi innréttað því miður.  Knús á þig og þína og kveðja til mömmu þinnar.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 12:47

9 Smámynd: Ásta Björk Solis

Thad er mitt vandamal her folk keyrir ut ur baenum og hundarnir enda her eda hja nagronnum minum.Eg er enn ad reyna ad faela Labradorhunda fra mer.Thvi dyraverndunarfelagid virkar bara inni i borginni ekki hef eg efni a ad sja um annarra manna hunda eg hef mina eigin

Ásta Björk Solis, 25.6.2008 kl. 13:23

10 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þetta er  svoooo sorglegt. Það er enginn að ásaka neinn, það gerði þetta einhver og sá hinn sami er ekki heilbrigður...svona bara gerir maður ekki!

Rúna Guðfinnsdóttir, 25.6.2008 kl. 14:16

11 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Sem betur fer getur maður ekki skilið svona viðbjóðsverk...þá væri maður á sama plani....en eitthvað er að!!

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 25.6.2008 kl. 18:05

12 Smámynd: Halla Rut

Mig langar ekkert smá til að sjá þennan aumingja sem gerði þetta. Hver er þetta eiginlega?

Halla Rut , 25.6.2008 kl. 19:14

13 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það má segja að það er stundum tilviljun að fólk og ég meina gott fólk eins og foreldrar þínir eignast dýr. Ég var í burtu þegar þetta með hvolpinn gerðist en sá aðeins um það í blaðinu á leiðinni heim.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.6.2008 kl. 21:44

14 Smámynd: Skattborgari

Sá eða þeir sem hafa gert þetta eru greinilega veikir á geði og þurfa á læknishjálp að halda. Hvernig það er hægt að gera hundi eða nokkru öðru dýri svona lagað get ég ekki með nokkru móri skilið.

Skattborgari, 26.6.2008 kl. 00:52

15 Smámynd: lady

já dýrinn eru manneskjur og finna til ,,skil ekki svona fólk,,hvar er samviskan,,ég veit um eina litla sæta tík,,sem aðstæður eru ekki alveg eins og þær eiga vera,,en það er verið að vinna að því máli,,en takk að kvitta á bloggið mitt óska svo ykkur góða helgi Elín mín sæta

lady, 26.6.2008 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband