Ég fór með þrjár yngstu dæturnar í bíó á mánudaginn var. Fyrir valinu varð Horton, bráðskemmtileg mynd um fílinn Horton........það var svo sem ekki úr miklu að velja því að einungis var verið að sína þessa mynd og svo myndina Bubba byggir. Þetta væri svo sem ekki frásögum færandi ef ekki væri fyrir óánægju mína í garð kvikmyndahúsa hér í borginni, Þessi mynd var sýnd í Smárabíó. Við komum frekar snemma á staðinn og þá var ekki búið að opna miðasöluna, sem var allt í lagi, því við brugðum okkur bara á kaffihúsið við hliðina á miðasölunni. Jæja....Þegar kl var 15:40 fórum við aftur að miðasölunni.....og viti menn bara enginn mættur í vinnuna. Við fórum á meðan í kassa að láta teikna af okkur mynd....voða gaman. 8 mínútum síðar komum við aftur að miðasölunni og var þá búið að opna........tek það fram að myndin átti að hefjast kl 15:50. Jæja, eftir að hafa borgað miðaverðið.....heilar 2550 kr, var arkað í átt að nammisölunni. Með strumpaopal, púka, kók og svala gekk ég með snúllurnar mínar inn í salinn, alveg viss um að auglýsingar væru byrjaðar og bjóst við skemmtilegum auglýsingum eins og Gotti sem borðar ost og stelpurnar mínar syngja alltaf með, svala auglýsingu eða bíóbrotum úr skemmtilegum teiknimyndum, eitthvað barnvænt og flott. Auður skjárinn blasti við mér og ekki var byrjað að sýna eitt né neitt fyrr en 10 mín yfir áætlaðan sýningartíma. Og hvað var börnunum sýnt????? Ekki barnvænar auglýsingar eða skemmtileg bíóbrot.....Nei!!!!!! Og nú verð ég reið, bara við að rifja þetta upp. Fyrst skal nefna Carlsberg auglýsingu, og að henni lokinni þessa ömurlega auglýsing frá vínbúðinni (Láttu ekki vín, Breyta þér í svín. Auglýsing frá umferðaráði kom næst og ég tek það fram að ég er mjög hlynnt þeim auglýsingum ( Hafa fengið marga til að hugsa sinn gang og þ.á.m mig) En ég vil ekkert endilega sýna börnunum mínum allar þessar auglýsingar, og nota bene, þetta var auglýsing sem sýndi fólk að senda sms undir stýri og var frekar ljót. Tvær auglýsingar auglýstu símafyrirtæki og ein auglýsti kók og fótbolta á bar. Ég var orðin virkilega pirruð, og þá kom bíóbrot úr einni mynd, síðan hófst myndin. Þetta var mynd með íslensku tali, en einhverra hluta vegna slæddist með fyrstu 5 mín. Texti af hryllingsmynd sem er verið að sýna um þessar mundir og ég er ekki búin að sjá. Af hverju veit ég það? Af því að síðast þegar ég fór í bíó á fullorðinsmynd, var bíóbrot úr henni og ég er vel gefin og mundi eftir því. Þá fór ég á Sex and the Sity með mömmu, Helgu systir og stóru stelpunni minni, og þá vantaði textann alveg aftast á myndina. Ég er ekkert sleip í Ensku og tek þar af leiðandi eftir slíku. Og það þýðir ekkert að kvarta. Ég reyndi það eftir að ég fór á Johnny Cash með bóndanum en þá vantaði textann alla myndina nema fyrstu 10 mín eða svo. Ég kvartaði, fékk símann hjá einhverri gellu sem ég átti að hringja í en hún svaraði aldrei svo ég gafst upp. Langar að vita hvort ég sé ein um að finnast eitthvað athugavert við þetta????? Endilega kommentið. Ég fór líka að pæla í hvað liðið sem stýrir og stjórnar þessu er að pæla????Eiga þau engin börn sjálf eða finnst þeim ekki ráð nema í tíma sé tekið að auglýsa fyrir börnunum áfengi. Ég hélt að við værum fræg fyrir allavega forvarnarstarf........Ég spyr.....HVAÐ VAR ÞETTA??????
Sjáumst, heyrumst eða eitthvað.
Eldri færslur
Tenglar
sumir blogga ekki hjá mogga
- Stebban mín yndislega og hennar heimili og haus Hefur sterkar skoðanir en þorir sjaldan að koma þeim á blað :) Elskar heimilið sitt og er með sjúklegan áhuga á hönnunum.......Ég held að Bjössi þurfi að skipta um vinnu........Tala við hana á hverjum degi og stundum oft um dag, elska hana út af lífinu :)
töff og áhugavert
- Flotta búðin í Glæsibæ. Málverk eftir mig og bóndann og faqllegar gjagfavörur á góðu verði. Sjón er sögu ríkari.
Látum gott af okkur leiða, hjálpum til, sýnum samúð í verki. Margt smátt gerir eitt stórt.
- Styrktarreikningur Dagbjartar sem berst fyrir að fá dóttir sína heim. Reikningsnúmer : 0178-05-1288 Kennitala: 181288-3029 IBAN : IS68 0178 0500 1288 1812 8830 29 SWIFT: LAISISRE
- ABC hjálparstarf.......Einhver lítill einstaklingur þarf á þér að halda. ABC hjálparstarf. Þú bjargar lífi barns og færð að launum ómælda ánægju, frið og elsku..............og innri fegurð. Er einhver sem getur staðist svona tækifæri????
Mínir tenglar
Aðrir bloggarar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- alexm
- alit
- almaogfreyja
- andreaolafs
- anastasia
- annabjo
- annapala
- annavaldis
- angel77
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- beggagudmunds
- beggipopp
- bene
- benna
- bergruniris
- birnag
- bjarnihardar
- blekpenni
- bullarinn
- bradshaw
- bryn-dis
- brynhildur
- brynja
- carma
- dana-hanne
- daudansalvara
- doggpals
- ea
- eddabjo
- einari
- ellasiggag
- elmargeir
- estro
- evathor
- fanney
- fidla
- frk-fidrildi
- gamlageit
- garun
- gelgjan
- gislina
- gudrunj
- gummisteingrims
- greifinn
- hafrunkr
- hallarut
- helgadora
- helgananna
- heidathord
- huldastefania
- hrannarb
- ingabesta
- irisasdisardottir
- irish
- jakobsmagg
- jax
- jea
- jullibrjans
- jonaa
- joninab
- jorunn
- kaffikelling
- katja
- karolinap
- kjsam
- klaralitla
- kristinast
- ktomm
- kolbrunb
- lauola
- latur
- lindaasdisar
- lindabj
- madddy
- malacai
- manzana
- marzibil
- misskilningur
- mongoqueen
- nonniblogg
- omarragnarsson
- palmig
- ragnhildur
- ranka
- rannveigbj
- rattati
- ringarinn
- rosalinda
- ruthasdisar
- ruth777
- salmann
- saumakonan
- saxi
- sifjar
- siggiholmar
- sigurjonsigurdsson
- sigvardur
- skessa
- skinkuorgel
- skjolid
- skotta1980
- skrifa
- snorribetel
- stebbifr
- steinibriem
- steinunnolina
- stinajohanns
- stormsker
- soley
- solisasta
- saedis
- swaage
- thelmaasdisar
- tinnaeik
- tommi
- toshiki
- totally
- vglilja
- vinursolons
- thesecret
- thordistinna
- thorunnvaldimarsdottir
- zeriaph
- zoa
- 730
- opinbera
- fjola
- asgerdurjona
- ma
- jari
- annambragadottir
- ollasak
- 666
- tigercopper
- danjensen
- nkosi
- asdisran
- brandarar
- liso
- hauksibegga
- ingistef
- ingvaroskar
- little-miss-silly
- korntop
- olofanna
- pala
- perlaoghvolparnir
- roslin
- sisvet
- saedishaf
- unnurfridriks
- ylfamist
- bleksvart
Athugasemdir
ég hef einmitt verið að pæla í þessu með auglýsingarnar fyrir barnabíóin þetta er oftast ekki við hæfi barna.
Er ekki hægt að hafa dreitil og Gotta og einhvað svoleiðis.
Og mér finst að sýnishornið fyrir barnabíóið eigi að vera úr annari barnamynd.
Hafrún Kr., 11.6.2008 kl. 20:35
Alveg sammála þér.......svo þegjum við bara öll saman foreldrarnir og látum þetta bara yfir okkur og börnin okkar ganga. Ég þarf að senda þetta sem mail í bíóhúsin, held ég bara. Hvað er aftur símanr hjá þér???? mailið mitt er bjossirun@internet.is ef þú værir til í að senda mér það, svo við getum planað hitting fyrir Lindu og Evu
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 11.6.2008 kl. 20:41
Auglýsingunum er troðið uppá okkur.Þoli þær ekki
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 20:49
Ég fór með barnabarnið mitt og nöfnu á þessa mynd um daginn en þá voru engar svona auglýsingar, enda hefði ég þá flippað út.
En myndin er hreint yndisleg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 23:19
Þeir eru duglegir að læða bjór-auglýsingum á okkur. Þeir eru ekki að byrja á því núna.
Rúna Guðfinnsdóttir, 11.6.2008 kl. 23:30
Jamm ekki tala um auglysingar ég þoli þær ekki kvorki í bíó eða sjónvarpi.
Eyrún Gísladóttir, 12.6.2008 kl. 00:03
Það má bara alveg sleppa auglýsingunum, sérstaklega þegar um er að ræða barnamyndir. Nógu mikið rukka bíóeigendur fyrir miðana.
Aðalsteinn Baldursson, 12.6.2008 kl. 00:57
Bíóferð: Korter af auglýsingum og "sýnt úr næstu mynd". Myndin sjálf í 45 mínutur. 10 mínutur af HLÉI (til að selja meira popp og kók), og áframhald á myndinni.
Hvar eru hlé-lausar sýningar, fyrir okkur neytendur, svo við getum sent skilaboð, með því að velja réttar sýningar?
Einar Indriðason, 12.6.2008 kl. 01:03
Það væri nú gaman ef sýnd væri gamla íslenska myndin Síðasti bærinn í dalnum.
Það var eina myndin sem ég fór ámeð foreldrum mínu í þá gömlu góðu daga. Stelpurnar hefðu gaman af henni
runar (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 01:18
vá ertu að djóka!!! þetta er náttlega fyrir neðan allar hellur sko, ég hefði líka orðið pirruð með strákin minn þarna! en endilega sendu þetta bréf eitthvert . svo er þessum auglýsingum lika laumað inn á milli í barnatímanum sem er á milli hvað? 4 og hálf 6. geta þeir ekki sleppt því að sína þetta rusl rétt á meðan barnatímin er. nóg er af þeim allan daginn og kvöldið. kossar á þig elín:)
Maríanna Lind Mánadóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 09:09
Ég verð að vera sammála þér í þessu, fór með yngri drenginn minn síðasta föstudag á Bugga byggir myndina (hann er 4 ára) og þessar sömu auglýsingar sem þú taldir upp að ofan voru sýndar áður, ég var ekki sátt, fannst þetta heldur of gróft, en jújú svo þegir maður bara hljóðandi og segir ekki orð.
Myndin sló í gegn hjá barninu en móðrin sofnaði þó nokkrum sinnum yfir þessari "skemmtilegri" mynd.
Kv Nada
Nada Sigríður (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 09:15
Heyrðu Elín Katrín! Þú kvartar nú bara formlega við Sambíóin. Þetta er EKKI lýðandi. Eða er það líðandi? Veit ekki.
En já við heyrumst eða sjáumst eða eitthvað
LUV
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 12.6.2008 kl. 17:33
Sæl systir.... Sammála þér í þessu öllu og fékk okkar frægu ÆÆ fjölskyldu tilfinningu þegar ég las þetta blogg :)
Kv bró
Eiríkur Már (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 21:10
Já, mikið rétt Birna mín.
Jenný mín: Já myndin var góð en trúðu mér, að ef ég hefði ekki verið búin að ná svona góðum sætum og verið með allar þessar "þægu stelpur" þá hefði ég flippað líka......í staðinn flippaði ég í sætinu og hér á blogginu
Ég veit það Rúna mín, en hingað til hafa þeir reynt að hafa áfengisauglýsingarnar undir rós.
Ég þoli nú alveg sumar auglýsingar og sumar meira að segja bráðfyndnar en það er samt allt of mikið af þeim og þessar áttu alls ekki heima þarna. Sjáumst bráðlega frænka
Sammála þér frændi.
Einar minn....soldið djúpur, eða ég ekki að fatta allt kommentið þitt en skildi byrjunina og er sammála þér.....allt of mikið af öllu og nóg borgum við samt fyrir miðann.
Það er satt pabbi minn Væri sjálf alveg til í að sjá þá mynd....er búin að heyra svo mikið talað um hana En í alvöru....fórstu bara einu sinni í bíó þegar þú varst pjakkur????? Núna fékk ég geggjaða ÆÆ tilfinningu.
Sammála Maríanna mín......Og hefurðu tekið eftir að núna td þegar fótboltinn er á fullu í TV þá sleppa þeir bara barnatímanum......Hvers eiga blessuð börnin að gjalda........OG VIÐ....ÉG OG ÞÚ, sem þurfum að hlusta á leiðindahljóðið allar helgar og meira en það
Hæ Nada mín, gaman að sjá að þú sért hér á blogginu mínu og takk fyrir falleg orð við síðustu færslu. Semsagt, ég er ekki á leiðinni á Bubba Byggir nema þessu verði breytt..........HMMMM??????? Sofandi mamma í bíó...he he he
Já það er satt Rannveig mín, þetta er bara ekki mönnum bjóðandi og einhver þarf að gera það.......Sjáumst vonandi sem fyrst
ÆÆ Elsku Eiríkur minn....Ég ætlaði nú ekki að koma þeim tilfinningum af stað hjá þér og alls ekki að græta þig í vinnunni...... Elska þig....
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 12.6.2008 kl. 23:52
Ótrúlegur fjandi von að þú sért reið að lenda svona í þessu. Fyrst óstundvísinni og svo auglýsingunum. Það er eins gott að láta þetta heyrast Elín mín. Knús á þig inn í nóttina.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2008 kl. 01:18
Já, Ásthildur mín. Ég er alveg ákveðin í því núna að fara með þetta lengra. Takk elsku Ásthildur og knús á þig inn í daginn
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 13.6.2008 kl. 09:08
hæhæ
Ég senti þér e-mail áðan.
Við vorum að pæla í hvortþ að væri hægt að sækja Lindu um hádegi á morgun og hafa hana einhvað frameftir degi hehe.
Hafrún Kr., 14.6.2008 kl. 15:29
Hmm... djúpur? Ég var að meina... Mig langar í bíósýningu, sem bara, og eingöngu, sýnir myndina. Engar auglýsingar. Engar kynningar á öðrum myndum. Og, Engin hlé!
(en... þetta gerist víst seint, nema maður horfi á svona myndir heima hjá sér. Þar ræður maður amk hvar maður setur hlé til að poppa, eða hvort maður poppar yfirhöfuð.)
Einar Indriðason, 15.6.2008 kl. 11:41
Ok! Einar minn......Skil þig núna
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 15.6.2008 kl. 11:56
Knús á þig til baka elskuleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 14:09
Vó! Þetta hljómar mjööög illa. Ég fer reyndar aldrei í Smárabíó en verð að segja að oft eru auglýsingar á undan barnamyndum ekki alveg við hæfi... Er ekki líka örlítið út úr kú að við erum að borga himinhátt bíóverð, kaupa nammi á margföldu markaðsverði og þurfum svo LÍKA að láta mata okkur með halftíma auglýsingaherferð???
Laufey Ólafsdóttir, 17.6.2008 kl. 10:38
Djísess! Ég verð bara reið að lesa þetta! Það er nú fremur sjaldgæft að ég fari með börnin mín í bíó (enn sem komið er) og ég myndi bilast við að lenda í þessu. Ekki bara miðasalan í slen kasti, heldur dynja bölv....áfengis auglýsingar og aðrar sem eru ekkert fyrir börn. Ég vona að þú sért búin að gera MIKIÐ mál úr þessu og hafir farið með þetta lengra.
Hafðu það sem allra best duglega kona!
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 09:17
thettad er nu fyrir nedan allar hellur Vid forum aldrey i bio her svo eg veit ekki hvernig thad er.Samt er eg viss um ad vinkona min segdi eitthvad ef hun hefdi sed svonalagad hun fer mikid i bio med 10,ara son sinn.
Ásta Björk Solis, 19.6.2008 kl. 18:42
Sæl!
Ég hef verið latur að lesa bloggið undanfarið. Margt að gera og sjá hér vestra. Reynt að halda síðunni minni úti og setja eitthvað á hana sem fyrir augun ber.
Bið kærlega að heilsa fjölskyldunni
Runel
Runel (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 21:51
Jæja ertu búin að gera allt vitlaust Elín..Ha?
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 19.6.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.