Ég á dóttir sem slær Emil í Kattholti út hvað varðar uppátæki og er hún samt aðeins tæplega 3 ára gömul. Ég ákvað að vera svoldið iðinn í dag og taka í gegn hjá mér.........Nei!!!!! Það er ekki auðvelt með þessa skottu í kringum sig.
Dæmi: Ég setti í uppþvottavél........á meðan náði hún sér í penna og krassaði líkamshár á allan líkamann.......Stolt kom hún til mín og sýndi mér hvað hún var fín og ég dæsti og lét Bubba byggir í tækið, ákveðin í að klára það sem ég var byrjuð á.
Eftir svolitla stund og alltof mikla þögn, tékkaði ég á hvort hún væri ekki örugglega fyrir framan T.V......Kom mér svo sem ekki á óvart að finna hana ekki þar........Sá hana í herbergi næst yngstu dótturinnar og komst að því að það er sama hvar og hversu hátt í skápum pennarnir eru, hún er snillingur í að finna þá. Veggurinn í herberginu skartaði þessum líka fína kalli.....Brosandi glöð og ánægð leit hún á mig og sagði ; Er hann ekki fínn??? Brosið bræddi mig og þegjandi og hljóða laust fór ég að reyna að ná kallinum af veggnum........Ég mæli með Súper 10.
Þá var byrjað að sópa gólfin.......og nú var það fröken Lína Langsokkur sem hélt örverpinu félagsskap..............Ég veit að það rennur ekkert vatn inn í stofu, og ég hleyp inn á bað.......sú stutta sat á vaskinum með báða fætur ofan í, löðrandi í sápu í þessu líka fína fótabaði.
Pabbinn kom svo heim úr vinnunni og þau tvö fóru á rúntinn að versla afmælisgjöf handa miðjunni, sem á 9 ára afmæli á morgunn. Miðjan er með ADHD á háu stigi og við því tekur hún lyf.......En mamman er líka með athyglisbrest og er á sömu lyfjum, og það kemur nú ekki oft fyrir en í morgunn steingleymdi mamman að gefa henni lyfin og fattaði það ekki fyrr en hún kom heim úr skólanum. Trúið mér, það er verulega augljóst þegar hún er ekki á lyfjunum sínum.
Hún fór út að leika við fullt af stelpum úr hennar bekk og það gladdi mig ótrúlega mikið þar sem það er mjög sjaldgæft að hún sé með öðrum krökkum.......á frekar erfitt félagslega þessi ást.
Sú næstyngsta fór niður að leika við læknissoninn.
Eftir dulitla stund kom sú næstyngsta grátandi upp til að segja mér að miðjan hefði hent stígvélunum hennar í ruslalúguna, en þau voru geymd fram á gangi. Hvað gerði mamman????? Jú hljóp út kallaði á miðjuna og spurði hana út í þetta með pirruðum hækkandi rómi. Miðjan svaraði ; þau eru ekki í ruslinu, heldur niðri í þvottahúsi, ég faldi þau þar og Þetta var bara djók; Eftir að hafa útskýrt fyrir henni orsök og afleiðingar af svona stríðni.
Labbaði þreytt mamma upp í sína íbúð og fór að blogga..........Heimilið verður klárað í kvöld á meðan systurnar sofa........Svo er afmælissöngur í fyrramálið, pakkar og læti.........og er miðjan að fara yfir um af spennu....Henni hlakkar svo til.
Svona var dagurinn minn, svona nokkurn veginn........
Örverpið, Carmen Helga ( Emilía í Kattholti)
Sú næstyngsta, Linda Rut ( mikil áhugamanneskja um mat)
Miðjan, Anita Ögn ( Barnið með snilli kvilla)
Játning: Þegar ég verð gömul, ætla ég alltaf að hafa fínt, eiga kjölturakka með tíkó og fá börnin mín, tengdabörn og barnabörn í heimsókn um helgar og rifja upp gamla tíma
Ég er farin að setja í þvottavél..............Knús á ykkur öll sem lesið og eruð svo elskuleg að kommenta á kerlinguna.
Eldri færslur
Tenglar
sumir blogga ekki hjá mogga
- Stebban mín yndislega og hennar heimili og haus Hefur sterkar skoðanir en þorir sjaldan að koma þeim á blað :) Elskar heimilið sitt og er með sjúklegan áhuga á hönnunum.......Ég held að Bjössi þurfi að skipta um vinnu........Tala við hana á hverjum degi og stundum oft um dag, elska hana út af lífinu :)
töff og áhugavert
- Flotta búðin í Glæsibæ. Málverk eftir mig og bóndann og faqllegar gjagfavörur á góðu verði. Sjón er sögu ríkari.
Látum gott af okkur leiða, hjálpum til, sýnum samúð í verki. Margt smátt gerir eitt stórt.
- Styrktarreikningur Dagbjartar sem berst fyrir að fá dóttir sína heim. Reikningsnúmer : 0178-05-1288 Kennitala: 181288-3029 IBAN : IS68 0178 0500 1288 1812 8830 29 SWIFT: LAISISRE
- ABC hjálparstarf.......Einhver lítill einstaklingur þarf á þér að halda. ABC hjálparstarf. Þú bjargar lífi barns og færð að launum ómælda ánægju, frið og elsku..............og innri fegurð. Er einhver sem getur staðist svona tækifæri????
Mínir tenglar
Aðrir bloggarar
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
alexm
-
alit
-
almaogfreyja
-
andreaolafs
-
anastasia
-
annabjo
-
annapala
-
annavaldis
-
angel77
-
asthildurcesil
-
austurlandaegill
-
beggagudmunds
-
beggipopp
-
bene
-
benna
-
bergruniris
-
birnag
-
bjarnihardar
-
blekpenni
-
bullarinn
-
bradshaw
-
bryn-dis
-
brynhildur
-
brynja
-
carma
-
dana-hanne
-
daudansalvara
-
doggpals
-
ea
-
eddabjo
-
einari
-
ellasiggag
-
elmargeir
-
estro
-
evathor
-
fanney
-
fidla
-
frk-fidrildi
-
gamlageit
-
garun
-
gelgjan
-
gislina
-
gudrunj
-
gummisteingrims
-
greifinn
-
hafrunkr
-
hallarut
-
helgadora
-
helgananna
-
heidathord
-
huldastefania
-
hrannarb
-
ingabesta
-
irisasdisardottir
-
irish
-
jakobsmagg
-
jax
-
jea
-
jullibrjans
-
jonaa
-
joninab
-
jorunn
-
kaffikelling
-
katja
-
karolinap
-
kjsam
-
klaralitla
-
kristinast
-
ktomm
-
kolbrunb
-
lauola
-
latur
-
lindaasdisar
-
lindabj
-
madddy
-
malacai
-
manzana
-
marzibil
-
misskilningur
-
mongoqueen
-
nonniblogg
-
omarragnarsson
-
palmig
-
ragnhildur
-
ranka
-
rannveigbj
-
rattati
-
ringarinn
-
rosalinda
-
ruthasdisar
-
ruth777
-
salmann
-
saumakonan
-
saxi
-
sifjar
-
siggiholmar
-
sigurjonsigurdsson
-
sigvardur
-
skessa
-
skinkuorgel
-
skjolid
-
skotta1980
-
skrifa
-
snorribetel
-
stebbifr
-
steinibriem
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
stormsker
-
soley
-
solisasta
-
saedis
-
swaage
-
thelmaasdisar
-
tinnaeik
-
tommi
-
toshiki
-
totally
-
vglilja
-
vinursolons
-
thesecret
-
thordistinna
-
thorunnvaldimarsdottir
-
zeriaph
-
zoa
-
730
-
opinbera
-
fjola
-
asgerdurjona
-
ma
-
jari
-
annambragadottir
-
ollasak
-
666
-
tigercopper
-
danjensen
-
nkosi
-
asdisran
-
brandarar
-
liso
-
hauksibegga
-
ingistef
-
ingvaroskar
-
little-miss-silly
-
korntop
-
olofanna
-
pala
-
perlaoghvolparnir
-
roslin
-
sisvet
-
saedishaf
-
unnurfridriks
-
ylfamist
-
bleksvart
Athugasemdir
Sæl frænka.
. Þau væru greinilega góð saman Carmen og Gabríel, gætu örugglega komið með uppátæki aldarinnar ef þau fengju að vinna saman í því.
Það er greinilega nóg að gera á heimilinu
En gangi þér vel með heimilisverkin.
Bestu kveðjur að austan.
Aðalsteinn Baldursson, 16.4.2008 kl. 19:24
Já
Það er satt...........eins gott að þau búa svona langt frá hvot öðru. Þau 2 með prakkarastrik = Horror......
Knús á þig frændi
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 16.4.2008 kl. 19:28
Hæ frænka
ákvað að skilja eftir mig spor að þessu sinni
Kærar afmæliskveðjur til stelpnanna þinna, held að mataráhuginn hjá Lindu Rut tengist eitthvað afmælisdeginum hennar, Sunna Bryndís er nákvæmlega eins
Sandra Dís (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 22:04
knús&kvitt
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:14
Þvílíkt stuð, hrædd um ég væri löngu sofnuð hefði ég verið með svona hressum börnum í dag. Hjartans kveðja og til hamingju með morgundaginn
Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 22:40
Dóttursonurinn er svona aktívur. Ég var með hann um sl. helgi og veit ég því nokkurnveginn hvað þú ert að tala um
Skemmtileg færsla af skemmtilegri fjölskyldu...eins og alltaf
Rúna Guðfinnsdóttir, 17.4.2008 kl. 08:03
Fékk smá nostalgíu hérna. Ég á þrjár dætur, allar uppkomnar og trúðu mér, þessi lýsing hefði getað átt við þær að flestu leyti. Nú á ég skemmtilegar minningar um þetta en stundum var ég að því komin að henda mér fyrir björg.
Til hamingju með afmælisbarnið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2008 kl. 08:26
Hæ hæ skvís
Takk fyrir skemmilegt spjall í gær,já börnin finna alltaf skemmtilegt verkefni fyrir okkur ekki satt ??
Svona er þetta bara
þau eru bara yndisleg 
Til hamingju með Anítu í dag..
Við heyrumst kv Elín Birna.
Elín Birna (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 08:54
Kristjana, Já það er sko jafnöruggt og að ruslið er undir vaskinum, og gluggapósturinn í póstkassanum
Takk og sömuleiðis
Hæ elsku Sandra, já þú meinar......þetta er semsagt eitthvað undir tungl og sól og stjörnuþefur af þessu öllu saman.......ætli Kári viti af þessu, við gætum kannski stórgrætt á að láta rannsaka matargenið í frænkunum he he he
Takk fyrir kvittið og knús í Silfurtúnið
Takk fyrir kvittið Ella Sigga mín og Knús til baka
Takk Ásdís mín. Þegar öllu þessu er lokið og búið að borða kvöldmat er mamman ekkert komin í frí. Þá á eftir að fara inn í tvö herbergi og fara með bænir í þeim báðum, kyssa sig máttlausan, breiða yfir og síðan er yfirleitt kallað nokkrum sinnum á hitt og þetta. Síðan er að svæfa örverpið en fyrst þarf að lesa tvær bækur og svo liggja og bíða eftir hrotum, hún vill yfirleitt ekki fara með bænirnar, kem að því seinna.
Takk Rúna mín
Vó, þetta verður semsagt aldrei búið, fær kjölturakkinn minn semsagt ekki að vera í friði þegar ég er orðin amma???? he he he......þið eruð nú líka frekar skondin fjölsk
Knús
Takk Jenný mín
skemmtilegt innlegg frá þér, og gott að þú kastaðir þér ekki fyrir björg á sínum tíma. Bloggheimar væru fátækari án þín. Hlakka til að ylja mér við minningarnar. Knús
Takk Elín mín og sömuleiðis, já það er sko engin hætta á öðru en uppátækjum þar sem eru börn, reyndar svona frekar mismunandi miklum
Knús á þig og þína.
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 17.4.2008 kl. 09:29
Sætar stelpur, og veistu ég kannast rosalega við svona prakkara Hanna Sól í Kattholdi og Ásthildur í Kattholdi eru ALGJÖRAR
Og verst þegar þögnin ein ríkir heheheheeh....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2008 kl. 11:08
María Guðmundsdóttir, 17.4.2008 kl. 17:36
Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 17.4.2008 kl. 18:23
Frábært að lesa bloggið þitt. Er sjálf með athyglisbrest en ekki á lyfjum. Er svona að velta því fyrir hversu lengi ég ætla að þrjóskast við, en það gengur vel hjá þér? Ég er einmitt líka óvirkur alki. God luck og frábærlega fallegar stelpur sem þú átt. Bæjó, Unnur
Unnur Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 14:37
Átti ekki að vera Guð lukka heldur ...Good luck
Unnur (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 14:39
Á bara eina 7 ára, en þekki vel "Súper 10"! Need I say more?
Njótið helgarinnar, og til hamingju með afmælisbarnið
.
Sigríður Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 21:54
Fallegar stelpurnar þínar
Verður maður ekki hundleiður í ellinni að hafa ekkert að gera? Börn eru frábær (þó þau geri mann gráhærðan)og alls ekki sjálfsagt að fá þá blessun í lífinu að vera mamma
ps. hvar fæ ég svona súper 10?
Guðrún Sæmundsdóttir, 18.4.2008 kl. 22:32
Gaman að sjá þessar stelpur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.4.2008 kl. 19:13
Þekki svona heimilshald heheheee
Til hamingju með stelpuna þína ;)
Anna Margrét Bragadóttir, 19.4.2008 kl. 20:54
En hvað þú átt falleg börn !!
Garún, 21.4.2008 kl. 23:00
Ji hvað ég skemmti mér við lesturinn. Minnir mig á sögurnar af Trillunum hennar Huldu Lindar vinkonu minnar.
Vona að afmælissöngurinn hafi gengið áfallalaust fyrir sig....
Helga Dóra, 22.4.2008 kl. 12:03
Takk Ásdís mín og já það er sko satt, þögnin er yfirleitt ekki fyrir góðu þegar þessi kríli eiga í hlut.
Takk María mín......Við verðum flottustu ömmurnar, án vafa.
Takk Rannveig mín.......Já hlakka til að hitta ykkur, nei enginn vitleysis bréf en núna er ég búin að plana smá fyrir Guðrúnu Jóhanns...hí hí hí ....kemur í ljós.
Takk Valli minn.
Takk Unnur.
Takk Sigríður mín, já súper 10......Best.
Takk Guðrún mín, jú börn eru blessun, á slæmum dögum gleymist það samt stundum. Ég get reddað super 10.
Takk Jórunn mín.
Takk Anna Margrét mín og gaman að fá þig sem bloggvin.
Takk Garún mín
Takk Helga Dóra mín, ég fann einmitt mikla samsvörun með vinkonu þinni þegar ég las færsluna þína sem þú hafðir tekið út af blogginu hennar....gott að vita að það eiga fleiri svona daga. Afmælissöngurinn gekk vel.
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 22.4.2008 kl. 14:17
Úps.....Ég meinti Ásthildur, en ekki Ásdís...he he he....Sorrý elskan
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 22.4.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.