Varð mjög hrygg í gær.....

þegar ég las bloggið hennar Þórdísar Tinnu og vil ég hér með votta dóttir hennar og fjölsk og að sjálfsögðu vinkonum hennar og vinum alla mína samúð og segi ykkur að hugur minn er hjá ykkur.

Þarna er fögur kona jafnt að utan sem innan fallinn frá og við öll sem lásum ríkari að mannkostum og kærleika.

Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að hitta hana eitt augnablik og sú stund mun mér aldrei líða úr minni.

Ég semsagt sat við tölvuna og las grátandi þegar örverpið mitt á 3 ári kom og sagði ;Ertu að gráta mamma mín?;

Ég: já

hún: hvað er að?

mér fannst of flókið að útskýra fyrir svo ungu barni óréttlæti heimsins svo ég tók á það ráð að skrökva að henni (ekki samt alveg, því á vissan hátt leið mér þannig)

Ég: Mömmu er bara svolítið illt í maganum.

Hún: ÆÆ!!! Viltu kúka soldið?

 

Þar með fór mamman að hlægja tók utan um dóttir sína og þakkaði Guði, enda ekki annað hægtSmile

 

Gangið hægt um gleðinnar dyr.......það ætla ég að reyna að gera.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Hehehehehe börn eru frábær...

Signý, 23.1.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Börn er svo yndislega saklaus.  (Ég táraðist líka við að lesa færslurnar á bloggsíðu hennar)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.1.2008 kl. 17:27

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þessi börn! Bara yndisleg.

Rúna Guðfinnsdóttir, 23.1.2008 kl. 17:40

4 identicon

Sæl min kæra,

Enn hvað þetta var frábært örverpinu þínu og umhyggjusöm og lausnamiðuð hugsun. Yndislegt! Þú áttar þig kannski ekki á því hver ég er enn við hittumst hjá henni Þórdísi Tinnu vinkonu minni í desember síðastliðnum. Vildi bara láta þig vita að við vorum ekki alls fyrir löngu að rifja upp hversu yndislegar þú og vinkona þín voru þegar þið komuð færandi hendi uppá LSP. Þórdís talaði þá sérstaklega um að hún ætti eftir að blogga um heimsókn ykkar. Enn þar sem hún náði því ekki áður enn hún fór á annað tilverustig þá langar mig að koma því til skila hversu hrærð hún var eftir komu ykkar. Ástarþakkir kæra vinkona svona gerir bara þeir sem hafa hjarta úr gulli. Vilt þú vera svo elskuleg að koma þessari kveðju áfram til vinkonu þinnar.

 Kærleikskveðja,

Karen

Karen (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 20:29

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Falleg kveðja sem þú færð hér elsku Ella. Þú hefur snert strengi með kærleik þínum, ég hef alltaf verið viss um að þú værir einstök ung kona og ég hlakka til að hitta þig einhverntíman.  Barnið þitt er greinilega yndislegt eins og mamman.  Hafðu það gott elskan mín.   Love You 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 21:03

6 identicon

Sæl frænka.
Það er ekki að spyrja að því að litlu krílin eiga það til að bræða mann þegar best/verst stendur á.

Kv. að austan.

Alli (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 01:04

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Yndisleg eru börnin. haha

En mér hitt þykir ér leitt.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.1.2008 kl. 12:00

8 Smámynd: Hafrún Kr.

Snilld þessi gullkorn frá börnunum :)

Hafrún Kr., 24.1.2008 kl. 16:37

9 identicon

Æ, þetta hefur verið svo ljúfsárt.  Litla dúllan.

Vona að þú hafir það sem best!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 22:40

10 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Takk signý mín.......Ég les alltaf bloggið þitt og verð að segja að þú ert þrumupenni....plís spáðu að gefa út bók  Ég verð fyrst út í bókabúð. Hlakka ógó til að sjá Bandið hans Bubba, og held að sjálfsögðu með eina bloggvini mínum af tæpum 300 sem tók þátt

Já börn eru alveg milljón Takk fyrir kommentið Gunnar

Það er satt Rúna og bestustu gullkornin á án vafa dóttursonur þinn hann Hörður Frans......ég grét úr hlátri á sínum tíma þegar ég las

Takk elsku Karen mín og ég samhryggist þér svo innilega. Ég er Guði þakklát fyrir að hafa hitt ykkur báðar. Þú ert líka Gull  Við erum það öll, bara á mismunandi tímum. Ég vona að ég rekist á þig einhvern daginn og þegar það gerist viltu þá minna mig á hver þú ert, af því ég er með adh og þekki andlit en ruglast stundum á hvaðan Pínu fyndið samt, sérstaklega af því að það er svolítið eins og maður sé út á túni og muni ekki neitt......getur líka valdið misskilningi.......TAKK ENN OG AFTUR....Ég táraðist aftur við að lesa kommentið þitt.....örverpið var ekki á staðnum í þetta sinn

Vá!!!! Takk Ásdís mín....ég fer bara framhjá mér núna  (hjá mér) Við erum öll einn strengjakvartett og þar með vísa ég á þig og alla aðra sem hér hafa kommentað á mig og snert mína strengiTakk svo mikið....Ég hlakka líka til að hitta þig

Já Valli minn. Okkur skortir öllum orð á stundum sem þessum og stundum hafa fá orð mest að segja Sömuleiðis Valli minn

Já Alli minn það er rétt.....manstu? Hvernig sterk Eiríkur? Hélt hún bara alveg sjálf á ........  Það var bara snilld. Hvenær kemurðu svo í borg óttans og kíkir til mín í Álfablokkina?

Já, Jórunn mín. Sammála. Takk fyrir kvittið

Já bara snilld. Takk fyrir síðast Hafrún og takk fyrir Lindu mína. Ég verð svo endilega að sækja Evu einhvern daginn og lofa henni að koma í heimsókn til Lindu sinnar

 Takk fyrir kvittið Heiða mín.

Nákvæmlega þannig sem það var. Hef það súper....sömuleiðis Arna mín. Gaman að eiga þig að bloggvini, ég fer að verða komin með alla fjölsk hans Bjarna

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 25.1.2008 kl. 01:57

11 identicon

já hún þórdís tinna var jákvæð baráttukona þvílík bjartsíni og jákvæðni mættu margir taka hana sér til fyrirmyndar. og já elín þetta er aunt eyrún farin að blogga.

Eyrín Gísladóttir (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 12:09

12 Smámynd: Signý

Gefa út bók? Um hvað ætti hún svosem að vera? Aldrei að vita nema ég verði næsta J.K Rowling

En annars,  með þáttinn, þá verð ég ekki með síðustu veikindi mín settu risastórt strik í reikningin fyrir mig, og ég einfaldlega hef ekki orku, getu, né tíma til að koma þessu inni í rútínuna mína. Maður verður víst að hlusta á það sem líkami manns segir, þó mér finnist það glatað.... ég verð heimsfræg einhvernvegin öðruvísi bara

En annars bara takk fyrir hlý orð í minn garð... ég fer alltaf hjá mér bara... Þú ert frábær

Signý, 26.1.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband