jebb....Kellan vakandi núna...er það eitthvað nýtt????

LoLVerð að segja ykkur eitt mjög seinheppið og ótrúlega fyndið atriði sem ég lenti í núna fyrir helgi og um helginaSmile Þannig var að netið og heimasíminn hjá mér duttu út á sama tíma og bara allt BILAÐ...Ég hringi í Vodafone og bið um aðstoð og þeir segjast láta mann í að ath hvaðan bilunin kæmi. Okey!!!! Ég fæ svo SMS frá þeim um að ekki takist að finna út bilunina og að ég muni þurfa að bíða einhver tíma í viðbót, og ég bara ummm okeyLoL En hringi um hæl og spyr hvenær þetta ætti að vera komið í lag ( þeir sem þekkja mig vita að ég get alls alls ekki verið símalaus lengi, ég er sko líka telephone Ananymous...LoL)Þeir segja mér að það sé ekkert unnið í þessu um helgar og og þannig að ekkert verði gert fyrr en eftir helgina, ég Jesúsaði mig í bak og fyrir, ræskti mig og stundi þungan og sagði svo, en en ég er bara með frelsi á gemsanum og þá er svo dýrt að hringja. Aumingja Vodafone manneskjan sá sig aumur á mér og sagði ; Við getum lagt inn á þig 500 kr innistæðu þér að kostnaðarlausu; Ég þakkaði að sjálfsögðu fyrir mig enda alinn upp við kurteisi og góða siði. Hér er svo brandarinn: Í gærkveldi hringdi svo allt í einu heimasíminn og ég sá að Björn bóndi minn var að hringja úr gemsanum sínum og horfði á hann furðulostinn þar sem hann jú stóð fyrir framan mig og Vodafonekallarnir vinna ekki um helgar. Ég: Hvað af hverju ertu að hringja í mig og bíddu nú við er síminn kominn í lag? Bjössi: Já það lítur út fyrir það (glottandi á svip) Ég: En.....  Bjössi: Þú hefðir kannski átt að ath innstunguna á veggnum fyrstLoL Ég hafði semsagt rifið allt úr sambandi þegar ég sópaði undir tölvuborðinu fyrir helgi og þar með eignast 500 kr innistæðu, lægri símreikning og Vodafone kallarnir smá aukavinnuLoLLoLDevil Það var svo hringt í mig í dag frá Vodafone og þeir enn jafn gáttaðir á biluninni sem virtist ekki eiga upptök sín neisstaðar og ég rakti sögu mína fyrir kallinum með 1000 afsökunarbeiðnum og boð um að borga þeim 500 kallinn í blíðu....eða nei kannski ekki alvegDevil en ég bauð þeim að bæta 500 kr á næsta símreikning en honum fannst ég örugglega annaðhvort svo heimskulega hlægileg eða hlægilega krúttleg og með seiðandi rödd (örugglega samt seinni kosturinn) að hann vildi endilega gefa mér 500 kr.....svo má líka vel vera að ég hafi verið 500 kr virði vinnustaðarbrandari...Hvað veit ég?

Bið ykkur vel að lifa og þið eruð öll OFUR SVÖL!!!!! Love you all.....Knús á liðið inn í nóttinaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

OOO!!!!! Ég er í slæmu skapi núna.....Ástæða: Jú! Ég var búin að kommenta á eitt og sérhvert ykkar svar við kommentunum mínum og allt mjög sætt með tilheyrandi knúsum og lofsyrðum hér og þar en varð það á að gleyma að ýta á senda....ARRRRGGGGG!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Okey okey.....ekki þýðir að gráta Björn Bónda....( og þessi setning er ótrúlega fyndin í mínu tilviki....) (grenj úr hlátri) Svo ég segi bara þið eruð öll einstök hvert á sinn hátt og gefið mér ómælda ánægju með kommentunum ykkar...love you all og knús á ykkur öll hænurnar mínar

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 27.11.2007 kl. 02:25

2 Smámynd: Einar Indriðason

Víha!  Það fyrsta sem mér datt í hug var.... "Ljóska".  Svo var það næsta sem datt í hugann:  "Nýtt blogg frá Ellu Sprellu".  Það þriðja sem datt í hugann: "En... bíddu, þetta er bara norm... þetta er jú Ella Sprella"...

:-)

Einar Indriðason, 27.11.2007 kl. 07:39

3 Smámynd: Ásta Björk Solis

skemmtileg frasogn

Ásta Björk Solis, 27.11.2007 kl. 14:49

4 Smámynd: Þóra Hvanndal

hehehe... finnst þetta nú bara óskup normal... að svona geti gerst... og ekki verra að maður spari (og græði) smá pening á klaufaskapnum í sér...

knús og kram...

Þóra

Þóra Hvanndal, 27.11.2007 kl. 19:21

5 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

hahahahah  frábær frásögn og svo líkt þér elskan 

knús og klem

Sædís Ósk Harðardóttir, 27.11.2007 kl. 22:15

6 identicon

Hahahahahahahahahahaha.

Elsku frænka, þú ert bara FRÁBÆR.

Ég hefði sjálfur ekki sagt nokkrum manni frá því hefði ég lent í þessu en þú ert jú bara dásamleg.

Kveðjur að austan, Alli.

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 02:35

7 identicon

Þetta er nú nokkuð gott hjá þér Elín mín.

En manstu eftir konunni sem pakkaði símanum inn í plastpoka því henni var sagt að það ætti að blása rykið úr símalínu hjá henni

Pabbi (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 10:28

8 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

!  Og sópa svo undir tölvuborði lágmark tvisvar í viku, um alla ókomna tíð!  Færð aldrei aftur símreikning!!

Sigríður Sigurðardóttir, 28.11.2007 kl. 18:22

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Til hamingju með 500 hundruð kallinn

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.11.2007 kl. 20:01

10 Smámynd: Rannveig Bjarnfinnsdóttir

HA HA HA HA HA .... þú ert snillingur!!! 

Knus tilbage til du og dine gummistövle

Rannveig Bjarnfinnsdóttir, 29.11.2007 kl. 10:24

11 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þú ert nú alveg frábær

Rúna Guðfinnsdóttir, 29.11.2007 kl. 22:48

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

En hvað ég kannast við þessi léttu elliglöp Ekki veit ég hvernig maður verður sjötugur ef maður er svona utan við sig rúmlega fertugur En Elín stofnum bara samtök utanviðsig kvenna

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.11.2007 kl. 11:45

13 Smámynd: Garún

Þú ert líka vinnustaða brandari hjá mér...hahaha fyndið....Sannar það að maður á ekki að þrífa

Garún, 30.11.2007 kl. 14:30

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábær færsla.  Nú veit ég hver mamma þín er, við erum saman í leikskólanefnd, fín kona hún mamma þín. Kær kveðja til þín og vonandi færðu fleiri inneignir hjá Vodafone.  :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband