Þegar ég var barn, fór ég í sunnudagaskóla á Eyrarbakka sem innihélt litla kórinn sem stjórnað var af stakri snilld af henni Ruth á Sólvangi....( kaldur kuldinn kælir köttinn) Þetta lag var oft sungið og oft kom fyrir að við vorum látinn syngja það í Sunnudagsmessunum. Ekki var ég samt að skilja hver þessi Fúsi væri og taldi víst að það hlyti samt að vera ósköp góður gæi fyrst hann vildi fylgja manni hvert sem leið lá og söng ég hátt og skýrt í hvert einasta skipti ;Fúsi fylgir þér, Fúsi fylgir þér, Fúsi fylgir þér, já hvert sem liggur leið; og aldrei var ég leiðrétt...ekki í eitt einasta skipti. Ég er með seinan fattara og fattaði það fyrir ekki svo löngu síðan...hmmm??? já ég veit ég er fullorðin...so what....að það sem sungið var, var um Jesú sjálfan en ekki góðvin minn Fúsa... Fúsi breyttist því í Fús ég fylgi þér já hvert sem liggur leið...he he he
Nú virðist dóttir mín 2 ára örverpið mitt ætla að taka upp miðsskilning móðir sinnar og syngur fingralagið hátt og skýrt...Þumalfingur, þumalfingur hvar ert þú, hér er ég, góðan daginn daginn daginn. Því næst vísifingur svo langa töng, baugfingur en þegar kemur að litli fingur byrjar miðskilningurinn og hún syngur hátt og snjallt vitleysingur, vitleysingur, hvar ert þú? hér er ég, hér er ég. Góðan daginn daginn daginn. BARA SNILLD!!!! En hvaðan skildi ég svo fá þetta????? Kannski frá föður mínum???hmmm????? Bráðum koma inn myndir af nýja slotinu, þangað til...gangið hægt um gleðinnar dyr og sofið rótt í nótt.
Eldri færslur
Tenglar
sumir blogga ekki hjá mogga
- Stebban mín yndislega og hennar heimili og haus Hefur sterkar skoðanir en þorir sjaldan að koma þeim á blað :) Elskar heimilið sitt og er með sjúklegan áhuga á hönnunum.......Ég held að Bjössi þurfi að skipta um vinnu........Tala við hana á hverjum degi og stundum oft um dag, elska hana út af lífinu :)
töff og áhugavert
- Flotta búðin í Glæsibæ. Málverk eftir mig og bóndann og faqllegar gjagfavörur á góðu verði. Sjón er sögu ríkari.
Látum gott af okkur leiða, hjálpum til, sýnum samúð í verki. Margt smátt gerir eitt stórt.
- Styrktarreikningur Dagbjartar sem berst fyrir að fá dóttir sína heim. Reikningsnúmer : 0178-05-1288 Kennitala: 181288-3029 IBAN : IS68 0178 0500 1288 1812 8830 29 SWIFT: LAISISRE
- ABC hjálparstarf.......Einhver lítill einstaklingur þarf á þér að halda. ABC hjálparstarf. Þú bjargar lífi barns og færð að launum ómælda ánægju, frið og elsku..............og innri fegurð. Er einhver sem getur staðist svona tækifæri????
Mínir tenglar
Aðrir bloggarar
Myndaalbúm
Bloggvinir
- alexm
- alit
- almaogfreyja
- andreaolafs
- anastasia
- annabjo
- annapala
- annavaldis
- angel77
- asthildurcesil
- austurlandaegill
- beggagudmunds
- beggipopp
- bene
- benna
- bergruniris
- birnag
- bjarnihardar
- blekpenni
- bullarinn
- bradshaw
- bryn-dis
- brynhildur
- brynja
- carma
- dana-hanne
- daudansalvara
- doggpals
- ea
- eddabjo
- einari
- ellasiggag
- elmargeir
- estro
- evathor
- fanney
- fidla
- frk-fidrildi
- gamlageit
- garun
- gelgjan
- gislina
- gudrunj
- gummisteingrims
- greifinn
- hafrunkr
- hallarut
- helgadora
- helgananna
- heidathord
- huldastefania
- hrannarb
- ingabesta
- irisasdisardottir
- irish
- jakobsmagg
- jax
- jea
- jullibrjans
- jonaa
- joninab
- jorunn
- kaffikelling
- katja
- karolinap
- kjsam
- klaralitla
- kristinast
- ktomm
- kolbrunb
- lauola
- latur
- lindaasdisar
- lindabj
- madddy
- malacai
- manzana
- marzibil
- misskilningur
- mongoqueen
- nonniblogg
- omarragnarsson
- palmig
- ragnhildur
- ranka
- rannveigbj
- rattati
- ringarinn
- rosalinda
- ruthasdisar
- ruth777
- salmann
- saumakonan
- saxi
- sifjar
- siggiholmar
- sigurjonsigurdsson
- sigvardur
- skessa
- skinkuorgel
- skjolid
- skotta1980
- skrifa
- snorribetel
- stebbifr
- steinibriem
- steinunnolina
- stinajohanns
- stormsker
- soley
- solisasta
- saedis
- swaage
- thelmaasdisar
- tinnaeik
- tommi
- toshiki
- totally
- vglilja
- vinursolons
- thesecret
- thordistinna
- thorunnvaldimarsdottir
- zeriaph
- zoa
- 730
- opinbera
- fjola
- asgerdurjona
- ma
- jari
- annambragadottir
- ollasak
- 666
- tigercopper
- danjensen
- nkosi
- asdisran
- brandarar
- liso
- hauksibegga
- ingistef
- ingvaroskar
- little-miss-silly
- korntop
- olofanna
- pala
- perlaoghvolparnir
- roslin
- sisvet
- saedishaf
- unnurfridriks
- ylfamist
- bleksvart
Athugasemdir
Vitleysingur!
BWAHAHAHAAHA!!!!
Alveg frábær sumar af þessum ... "breytingum" sem verða á textum....
Gaman að sjá að þú ert ekki dauð úr öllum æðum, og (svo ég haldi mig við mínar setningar... það var svoooooo erfitt að leggja þær á minnið....)
"Hvernig gengur í reykvinnslunni?"
Einar Indriðason, 18.11.2007 kl. 01:32
Hehehehe.
Hún litla frænka mín er sko bara snilld.
Kv. að austan, Alli
Alli (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 02:59
Gaman að heyra frá þér skvís
Katrín Ósk Adamsdóttir, 18.11.2007 kl. 17:33
hahaha hún er frábær, just like her mum
Það var nú alltaf gaman í sunnudagaskólanum í denn
Knús og blessun darling
Frábær helgin sem er að klárast, vá þvílík Guðsblessun sem þarna var og heilagur andi þvílíkt að starfa, tala betur við þig í síma
Sædís Ósk Harðardóttir, 18.11.2007 kl. 21:05
Og svo var það smávaxin ég, sem "leitaði" árum saman af "öpunum" í "Apatekinu" í Eyjum, og mútta mín skildi ekkert í þessum teygingum og reygingum í barninu og skriði undir borð og stóla, þegar versla þurfti hóstasaft eða meðul. Og systir mín var 5 ára, með það á tæru að hún Guðrún Á. Símonar óperusönkona byggi á "Símstöðinni" okkar Eyjamanna! Misskilningur eða frábært ímyndunarafl? Ekki gott að segja.
Sigríður Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 22:05
Yndislegur misskilningur, hún er sko enginn veitleysingur hún dóttir þín. Eigðu góða viku með vitleysingunum þínum.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.11.2007 kl. 22:11
Kæra bloggvinkona
okkur Nefmæltum og Kokmæltum á MISSKILNINGI, er bæði ljúft og skylt að leiðrétta smá MISSKILNING hjá þér. Sjáum nefnilega að þú skrifar annarsvegar miðsskilningur og hins vegar miðskilningur - allavega notar þú eð (ð) í bæði skiptin. Það er bara ekkert ð í MISSKILNINGI
Samt skemmtilegur MISSKILNINGUR
Nefmælt og Kokmælt, 19.11.2007 kl. 10:31
miðjuskilningur hvað??? iss þetta er í ættinni *frussss*
Gleymi aldrei þegar ég bjó í Svíþjóð... nýflutt og að læra málið. Fékk þennan risahlussugeitung inní stofu til mín og varð svo skelkuð (enda ekki vön svona ferlíkjum eins og "bålgeting" *hrollur*)... hljóp út til nágranna míns sem var í mesta sakleysi sínu að þvo bílinn sinn og bað hann vinsamlega að hjálpa mér að losna við þetta ferlíki.
Skildi svo ekkert í því að aumingjans maðurinn horfði bara á mig stórum augum og var við það að forða sér í burtu frá þessari snaróðu kerlu.... sem bað hann um að DREPA GEITINA Í STOFUNNI HJÁ SÉR!!!!
Saumakonan, 19.11.2007 kl. 13:49
hæ skvís...
vildi bara láta þig vita a ég er komin blog síðu hér á blog.is
frk-fidrildi.blog.is
vonandi "sé" ég þig...hehe
knús Þóra (fiðrildi)
og ég ætla að hafa það eitt af mínum fyrstu verkum þegar ég kem heim næst að hitta þig... allt of mörg ár síðan síðast...;o)
Þóra (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 14:41
Hver er þessi Fúsi?
Vitið að ég fór með mömmu alltaf í messu á sunnudögum. Eftir eina slíka spurði ég mömmu hvers vegna presturinn segði alltaf, allt árið um kring:Guði sé lof og dýrð fyrir gleðilega Páska! Þá var það auðvitað ....gleðilegan boðskap!
Rúna Guðfinnsdóttir, 19.11.2007 kl. 15:21
"Frá, frá, Fúsa liggur á!"
(sami Fúsi?)
Einar Indriðason, 19.11.2007 kl. 17:00
Fyndid, thegar eg bjo i Alaska hringdi Islensk vinkona min i mig og sagdi Asta eg veit ekki hvad eg a ad gera thad er mus her vid gluggann hja mer,eg natturulega sagdi henni ad stje bara musgildru thar en hun hvadi bara svo eg loksins fattadi ad hun var ad tala um moose sem er elgur held eg.Eg minni hana nu oft a thettad
Ásta Björk Solis, 19.11.2007 kl. 18:06
Þetta er gott he he he strákurinn minn söng alltaf snæfaddur snjókarl um jólin
Einar Bragi Bragason., 21.11.2007 kl. 00:51
takk fyrir færsluna....en nú heimta ég bara meir mín kæra
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 21.11.2007 kl. 01:28
Hæ hæ
Gaman að fylgjast með ykkur. Þú ert snildar penni. Hafið það sem allra best ;D
Heiða Jóa Snjókudóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:07
Hæ hæ
Bara að kvitta fyrir mig
Kveðja Elín Birna
Elín Birna (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 10:34
Góða helgi skvís
Katrín Ósk Adamsdóttir, 23.11.2007 kl. 20:31
OOO!!!!! Ég er í slæmu skapi núna.....Ástæða: Jú! Ég var búin að kommenta á eitt og sérhvert ykkar svar við kommentunum mínum og allt mjög sætt með tilheyrandi knúsum og lofsyrðum hér og þar en varð það á að gleyma að ýta á senda....ARRRRGGGGG!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Okey okey.....ekki þýðir að gráta Björn Bónda....( og þessi setning er ótrúlega fyndin í mínu tilviki....) (grenj úr hlátri) Svo ég segi bara þið eruð öll einstök hvert á sinn hátt og gefið mér ómælda ánægju með kommentunum ykkar...love you all og knús á ykkur öll hænurnar mínar
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 27.11.2007 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.