Jahá, það er bara svona....Gaman að þessu.

Kæra tæknilega aðstoð:
Um daginn uppfærði ég úr Kærustu 7.0 í Eiginkonu 1.0. Eftir að ég hafði
sett upp Eiginkonu 1.0 í tölvunni, setti forritið sig sjálft inn í öll
önnur forrit í tölvunni. Það ræsir sig sjálfkrafa þegar ég kveiki á
tölvunni, vaktar allar mínar athafnir og kemur sífellt með tillögur að
krefjandi aukaforritum eins og t.d. Barn 2.0, þó allir viti að ÞAÐ
forrit er mjög illa þróað. Eiginkonuforritið tekur mikinn tíma og notar
mikið minni. Það er ómögulegt að fá það til að víkja meðan ég nota mín
uppáhaldsforrit. Gömul forrit eins og Pókerkvöld 10.3, Bjórkvöld 2.5 og
Sunnudagafótbolti 5.0 virka ekki lengur. Það stóð ekkert um þetta í
leiðbeiningunum fyrir forritið.

Ég er að íhuga að fara bara aftur í Kærustu 7.0, en það virðist ekki
einu sinni vera hægt að fjarlægja Eiginkonu 1.0. Getið þið hjálpað mér??


Kveðja,
Ráðvilltur og Ráðþrota









Kæri RR

Vandamál þitt er þekkt og mjög algengt, margir kvarta undan þessu, en
þetta byggist að mestu leyti á misskilningi. Margir menn uppfæra úr
Kærustu 7.0 í Eiginkonu 1.0 af því að þeir halda að Eiginkona 1.0 sé
þjónustu- og afþreyingarforrit. Þar liggur misskilningurinn hjá flestum.
Eiginkona 1.0 er stýriforrit, hannað til að stjórna öllu. Það er
ógerlegt að fjarlægja Eiginkonu 1.0 og fara aftur í Kærustu 7.0 þegar þú
hefur sett það upp einu sinni. Sumir hafa reynt að setja upp Kærustu 8.0
eða Eiginkonu 2.0, en hafa þá setið uppi með fleiri vandamál en með
Eiginkona 1.0. Við mælum með því að þú haldir Eiginkonu 1.0 og reynir að
gera það besta úr því sem komið er. Þú getur t.d. lesið allan kafla 6 í
leiðbeiningunum, "Algengar villur".

Forritið mun keyra snurðulaust, svo framarlega sem þú tekur ábyrgð á
öllum villum, óháð ástæðu og uppruna þeirra. Það besta sem þú getur gert
er að fara strax í Start/Run og skrifa FYRIRGEFÐU til að stýrikerfið
villuhreinsist og keyri eðlilega.

Eiginkona 1.0 er flott forrit, en krefst mikils viðhalds. Þú ættir að
íhuga að kaupa meiri hugbúnað til að bæta afkastagetuna. Við mælum með
Blómum 2.1, Súkkulaði 5.0 eða í neyðartilfelli Pels 2000.

En þú mátt ekki undir neinum kringumstæðum setja upp Vinkona_í_mínípilsi
3.3. Eiginkona 1.0 styður ekki þann hugbúnað og það myndi sennilega gera
út af við tölvuna.

Með vinsemd og virðingu,
Tæknileg Aðstoð

 

Minni á undirskriftalistann og læt linkinn fylgja með færslunni.....Bannað að kíkja án þess að kvittaAngrySmile

Ég þakka enn og aftur ykkur yndislegu bloggvinum mínum og öllum sem nenna að kommenta á bullið mitt.....Þið eruð algjört yndi öllsömulInLove LOVE YA!!!!!!!

Var löt í gær og er löt í dag......Hvað veldur???? Veðrið???? VEIT EKKI......

Ég keypti mér naglateppi sem ég ætla að leggjast á á eftir.........NEI, ÉG ER EKKI BDSMDevil ÞETTA ER BARA SVO GOTT FYRIR BAKIÐ. Viljiði kynna ykkur þetta nánar, þá er hérna linkur

www.minheilsa.is

Ég ætla að blogga eitthvað skemmtilegt á morgunGrin Eruð þið ekki spennt???LoL

Góða nótt, Óli Lokbrá sendir ykkur öllum ljúfa draumaCool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Með forritið, þá er sennilega best að formatta "drengur" og byrja frá grunni.  (Helst setja nýtt minni í hann líka.)

Með naglateppið... þá skiptir það bara máli að snúa rétt.

Einar Indriðason, 24.10.2007 kl. 00:24

2 Smámynd: Bergþóra Guðmunds

Þú ert svo huguð,,keypti mér teppið,,ekki haft kjark til að prófa

Eigðu góðan dag 

Bergþóra Guðmunds, 24.10.2007 kl. 08:00

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Eins gott að passa sig á þessu forriti  Ég veit ekki alveg með þetta naglateppi þitt en er ekki að lítast vel á það en þú lætur kannski vita hvernig það virkar

Katrín Ósk Adamsdóttir, 24.10.2007 kl. 08:03

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég á einmitt svona naglateppi og ég er rosalega ánægð með það, reynda ligg ég ekki á því heldur ligg á maganum og læt teppið liggja á bakinu, það "púlsar" samt vel, ég er líka rosalega hrifin af naglarúllunni sem ég nota ýmist í hársvörðinn eða rúlla iljarnar með, þar fæ ég sömu áhrif og í góðu svæðanuddi.

En ég er ekki alveg að skilja eiginkonu kærustuforrit umræðuna

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.10.2007 kl. 10:02

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

..góður þessi með forritin!  Knús og gleði til þín.

Sigríður Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 22:26

6 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

skil ekki upp nér niður í þessu  og hef aldrei heyrt minnst á þetta teppi...en þú átt örugglega eftir að segja mér frá því ef ég þekki þig rétt og þá forritabullinu líka.

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 25.10.2007 kl. 23:28

7 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Einar minn....Þú ert stundum svo djúpur he he he....Knús á kallinn

Elsku Valli minn. Ég les alltaf bloggið þitt og hef gagn og gaman af, ég er alls ekki nógu dugleg að kommenta hvorki á þig né aðra....úffff......svo takk fyrir að vera svona traustur í kommentunum þínum elsku vinur

Heirðu mig nú Begga mín, það er ekkert að þora, bara láta sig vaða á teppið án þess að hugsa út í það Við vinkonurnar erum nú búnar að ganga í gegnum 10 fæðingar samanlagt, 5 á hvora svo eitt naglabretti er nú lítið mál Knús og kossar á þig elskan

Katrín, það virkar sko flott Hafðu það gott nafna mín

Takk fyrir kommentin þín Guðrún mín, ég er nýbúinn að frétta hver er bróðir þinn...lítill heimur heldur betur.....Já rúllan er líka klassagóð, hef reyndar ekki prufað hana undir iljarnar en fer í það núna Hafðu það gott og knús til þín

Sömuleiðis Sigríður mín...knús, koss og gleði.....úff hvað við erum orðnar eitthvað hippalegar 

Já Helga mín, ég skal bæði segja þér frá og leifa þér að prufa teppið.....knús á þig elskan

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 26.10.2007 kl. 12:53

8 Smámynd: Einar Indriðason

"Græna hliðin upp!  Græna hliðin upp......"  Óh.... það voru víst túnþökurnar í Hafnarfirði... ekki þessi naglateppi....

(Munu koma svona smábunur hér og þar hjá þér, þegar þú drekkur vatn?) 

Góða skemmtun :-)

Einar Indriðason, 26.10.2007 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband