16. dagar :) og kallinn hættur líka.

Já hann Bjössi minn er búinn að vera hættur núna í 6 daga að reykja og ég í heila 16 dagaSmile Ég verð örugglega ekki alveg jafn dugleg að blogga núna, þar sem skólinn og hversdagsleikinn er tekinn við af sumarfríinu......ég er í 17 einingum núna og er strax komin með heimavinnu. Ég ætla til minnar elskulegu mágkonu, Helgu Ben annaðkvöld og ætlar hún að hjálpa mér að komast af stað í heimavinnunni. Þarf að læra fyrir ensku og stærðfræði og ath hvað var að gerast á árunum 1920-1940 í arkitektúr á Íslandi og á ég að kynna mér dadaismann.....spennandiSmile Daginn í dag ætla ég svo að nota í tiltekt og annað slíkt, ekki veitir afAngry Annars er bara gaman og gott að vera búin að koma rútínunni á aftur. Allir fyrr að sofa og slíkt. Stelpurnar ánægðar í skólanum og Carmen ánægð í leikskólanum og við hjónin.....eða réttara sagt kærustuparið þar sem við erum ekki gift, ánægð svona reyklausSmile 

    Kannski að ég skelli mér svo með dæturnar í kirkjuna á sunnudaginn, langt síðan ég hef farið.

 

        919-artful-circuit-box-001

Venjulegur rafmagnskassi getur líka farið í extreme makeover......

       919-artful-circuit-box-002

eins og fiskabúr

      919-artful-circuit-box-004

þessi er flottur

     919-artful-circuit-box-005

     919-artful-circuit-box-007

bókahilla

     919-artful-circuit-box-009

ofurflott.......þetta væri ég til í að gera við rafmagnskassana á Íslandi, Ragga ertu með?

    Takk allir mínir dyggu bloggvinir fyrir kommentin ykkar. Þetta er helgin ykkar og um að gera að njóta hennar í botnSmile Ekki satt????

 

             weekend

Takk í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Velkomin á kreik aftur, gott að heyra að loftvinnslan er enn á fullu :-)

Dada-ismi.. er það ekki þegar ómálga börn fara að krota eitthvað á blað?  Hmm...

Flottir rafmagnskassar, og mætti alveg gera, ef gert er smekklega.

Hvernig er hið nýja, reyklausa, líf? 

Einar Indriðason, 25.8.2007 kl. 11:13

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Frábært hjá þér með 16 dagana!! ekki gleyma okkur alveg þrátt fyrir annir í skólanum.

Æijá það er svo gott þegar rútína kemst á heimilislífið í skólabyrjun!   Eigðu góðan dag bloggvinkona

Huld S. Ringsted, 25.8.2007 kl. 11:17

3 Smámynd: mongoqueen

Frábært hjá þér.....þ.e.a.s. með bindindið

mongoqueen, 25.8.2007 kl. 12:58

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.8.2007 kl. 15:56

5 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Kúl rafmagnskassar.  Gangi þér sem allra best í náminu.  Og frábært árangur 16 dagarnir.

Sigríður Sigurðardóttir, 25.8.2007 kl. 16:06

6 Smámynd: Linda

Datt inn á bloggið þitt af annarri blogg síðu, og ég vildi óska þér til hamingju með 16 daga sem reyklaus persóna.  Ég hætti líka fyrir rúmu 1 ári síðan 14 til 15 man ekki alveg dagsetninguna,  nema hvað þetta er yndisleg tilfinning, svo ég setti þér baráttu kveðjur.

Linda, 25.8.2007 kl. 16:14

7 Smámynd: Halla Rut

Til hamingju. Þrjár vikur er oft erfiðasti tíminn og sá tími sem flestir springa.

Þetta er frábært hjá þér og gott fyrir þig og þína. 

Halla Rut , 25.8.2007 kl. 18:18

8 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

hæ skvís

þú ert hetja:) love you

knús Sædís

Sædís Ósk Harðardóttir, 25.8.2007 kl. 19:19

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Flott hjá þér... og ykkur báðum. Rútínan byrjar hjá mér á mánudaginn og svei mér þá ef ég hlakka ekki bara til.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.8.2007 kl. 19:35

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært hvað gengur vel. Nú ætlar minn að hætta í vindlunum fyrir veturinn, hann hefur reykt úti í sumar en ekki vill hann frjósa úti í vetur.  Búin að kaupa einhverja mola handa honum svo þá er bara að henda sér í málið.  Gangi þér vel í skólanum vina mín. Rafmagskassarnir eru snilld.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2007 kl. 22:13

11 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Súrealismi er sprottinn af dadaisma og rétt er það að dadaismi þýðir í raun ekki neitt eins og ómálga börn segja da da en ætli það sé ekki hægt að segja að dadaismi sé hálfgerður anarkismi listastefnunar. Hið nýja reyklausa líf er æði. Takk Einar

´Nei ég lofa að gleyma ykkur ekki elsku Huld mín, góðan dag sömuleiðis

Takk mongoqueen

takk Gunnar

Takk Linda

Takk Halla mín, ég hef þetta í huga með 3 vikurnar

Takk Sædís mín, loveu2

Takk jóna mín, já rútínan er ágæt

Takk elsku Valli minn Ég þarf eiginlega líka að fara í nammibindindiVið stöndum saman vinur

Það var það sama hjá mér, ég vildi alls ekki frjósa úti í vetur Takk Ásdís mín þú ert æði

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 26.8.2007 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband