Ég lifði af daginn og hlakka til að takast á við dag 5

Það hjálpar mér ótrúlega mikið að lesa öll þessu frábæru komment frá ykkur öllumSmileHeart Takk fyrir þau. Þegar ég loksins koms af stað í dag, var dagurinn frrábær í alla staðiSmile Við fórum ég og dætur mínar fjórar í Smáralindina þar sem sú elsta keypti sér hvíta Kavasaki skó og gloss, fórum svo til elstu vinkonu minnar í heimsókn en sú góða kona er 82 ára gömul. Fórum svo á Mc.Donald's og keyptum kvöldmatinn þar sem húsmóðirinn nennti ómögulega að elda mat. Núna þarf ég svo að koma krílunum í rúmið og ætli maður hendi sér svo ekki bara í heitt bað. Ég pæli mest í tóbaki þegar ég er nýbúin að borða og rétt áður en ég fer að sofa, en ég er samt eitthvað að lagast af gremjunniHalo 

 

               Nokkrir brandarar í viðbót

 

Flugvél með fjórar manneskjur innanborðs er í þann mund að hrappa til jarðar og eru einungis þrjár fallhlífar um borð.

"Ég er Kobe Bryant, besti körfuboltaspilari heims og spila með með The Lakers í NBA. Körfuboltaliðið "The Lakers" þurfa á mér að halda og get ég ekki brugðist þeim og látið lífið bara sísvona", segir hann og tekur eina fallhlíf og kastar sér úr vélinni.

Næsti farþegi er Hillary Clinton og segir hún: "Ég er eiginkona fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og er ein metnaðafyllsta kona Bandaríkjanna og jafnframt sú gáfaðasta. Einnig er ég þingmaður í New York-fylki í miklum metum hjá þegnum þess ríkis og gegni ég mörgum mikilvægum lykilatriðum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna". Því næst grípur hún fallhlíf og stekkur út.

Ein fallhlíf er eftir og stendur Páfinn upp og segir við fjórða farþegann sem er 10 ára skólastrákur. "Ég er nú orðin gamall og á ekki mörg ár eftir ólifuð. Samt sem áður mun ég fórna lífi mínu og legg ég til að þú takir síðustu fallhlífina", segir páfinn og réttir stráknum hana. Strákurinn segir þá: "nei nei, þetta er allt í lagi. Það er enn fallhlíf eftir handa þér vegna þess að gáfaðasta kona Bandaríkjanna tók skólatöskuna mína og hoppaði út"

 

 Kona ein í Hafnarfirð vaknaði eitt sinn snemma á sunnudagsmorgni ákvað að eiga rólegan og notalegan morgun, hellti uppá kaffi, ristaði brauð og kom sér vel fyrir. En eitthvað vantaði til að fullkomna morguninn og það var Mogginn. Þar sem hún var kviknakin kom smá hik á hana en hún hugsaði með sér ,,það er svo snemmt að enginn er kominn á stjá." Svo að hún skellti sér niður stigann á loðbrókinni einni fata og sótti Moggann sinn. Þegar hún kom upp aftur sá hún að hurðin að íbúð hennar hafði lokast. Þarna stóð hún í stigaganginum kviknakin með Moggann í höndunum og komst ekki inn til sín. Þá skyndilega heyrir hún útidyrnar opnaðar og fótatak þrammandi upp stigann. Nú voru góð ráð dýr en þar sem dísin var hreinræktaður Hafnfirðingur var hún fljót að finna lausn á vandanum. Hún tróð hausnum inn í ruslalúguna og þar hékk hún föst. Þá kom sjóari sem var að koma úr Smugunni þrammandi upp stigann og við honum blasti ber kvennmannsbotn. Hann var ekki lengi að hugsa sig um og skellti sér á kvenmanninn. Þegar hann hafði lokið sér af leit hann á kvenmanninn og sagði: ,, Bölvaðir asnar eru þessir Hafnfirðingar, að henda svona heillegum kvenmanni."

 

 Þrír lögfræðingar og þrír verkfræðingar ætluðu með lest á ráðstefnu.

Á brautarstöðinni keyptu lögfræðingarnir þrír hver sinn miða, en verkfræðingarnir þrír bara einn. "Hvernig ætlið þið þrír að ferðast á einum miða?, spyr einn lögfræðinganna. "Við skulum bíða og sjá til", svarar einn verkfræðinganna.

Þeir fara um og lögfræðingarnir setjast hver í sitt sæti en allir verkfræðingarnir troða sér inn á salernir og læsa að sér. Skömmu eftir að lestin leggur af stað gengur lestarstjórinn um og safnar saman farmiðum.

Hann bankar á dyrnar á salerninu og segir: Miðann, takk. Örlítil rifa opnast og handleggur réttir miðann út um rifuna. Lestarstjórinn tekur miðann og heldur áfram. Lögfræðingarnir sjá þetta og fannst þetta að sönnu snjöll hugmynd.

Að ráðstefnu lokinni hugðust þeir feta í fótspor verkfærðinganna, kaupa bara einn miða og spara pening. Þegar þeir koma á brautarstöðina kaupa þeir einn miða en sjá sér til mikillar furðu að verkfræðingarnir kaupa alls engan miða. "Hvernig ætlið þið eiginlega að ferðast miðalausir, spyr einn lögfræðinganna. Við skulum sjá til, svarar einn verkfræðinganna.

Þegar þeir koma um borð troðast lögfræðingarnir inn á salerni og verkfræðingarnir þrír inn á annað við hliðina. Skömmu síðar laumast einn verkfræðingurinn út af salerninu, bankar hjá lögfræðingunum og segir: Miðann takk?

 

 

Sverrir var eitt sinn á gangi á Laugaveginum þegar hann sá Berg vin sinn koma akandi á splunkunýjum jeppa. Bergur stoppaði að sjálfsögðu hjá honum og veifaði glottandi til hans. Sverrir gekk upp að bílnum. "Hvar í ósköpunum fékkstu eiginlega þennan jeppa?" spurði hann hissa. "Hún Stína gaf mér hann" svaraði Bergur glaðbeittur. "Gaf hún þér nýjan jeppa?" át Sverrir upp eftir honum. "Hvers vegna í ósköpunum?" "Ég skal bara segja þér hvað gerðist,"sagði Bergur. "Við vorum í bíltúr um daginn, einhvers staðar uppi sveit . Allt í einu ók Stína út af veginum, setti jeppan í fjórhjóladrifið og keyrði eitthvað langt út í móa. Þegar hún var búinn að skröltast yfir hóla og hæðir stoppaði hú bílinn, fór út og klæddi sig úr öllum fötunum, lagðist á jörðina og sagði: "Beggi minn taktu það sem þú vilt!" "Svo ég tók jeppann." "Þú ert bráðsnjall," sagði Sverrir og kinkaði kolli. "Fötin hefðu hvort sem er aldrei passað á þig."

 

 

Eitt kvöldið var mér boðið út. Og sko BARA með stelpunum. Ég sagði manninum mínum að ég yrði komin heim um miðnættið. "Ég lofa því!"Jæja, tíminn leið og það var mikið drukkið af kampavíni. Um 3 leytið um nóttina var ég orðin pöddufull, og ég ákvað að drífa mig heim. Um leið og ég gekk inn fyrir dyrnar byrjaði Gauksklukkan okkar að slá (gala), og galaði 3 "kú-kú". Þegar ég heyrði það þá reiknaði ég með að hann myndi vakna, svo að ég "kú-kú- aði" (galaði) 9 sinnum til viðbótar. Ég var ótrúlega stolt af sjálfri mér að komið með þessa snilldarhugmynd, (alveg á perunni), til þess að sleppa við nöldur næsta dag.

Daginn eftir spurði maðurinn mig hvenær ég hefði komið heim, og ég sagði honum að ég hefði komið klukkan 12, eins og samið var um. Hann virtist vera sáttur við það, og ég hugsaði: "Hjúkk, ég komst upp með þetta" En þá sagði hann, "Við þurfum að fá okkur nýja klukku". Þegar ég spurði hann hvers vegna, sagði hann: "Sko, í gærkvöldi galaði klukkan þrisvar, sagði síðan, "SJITT", galaði fjórum sinnum til viðbótar, ræskti sig, galaði aftur þrisvar, flissaði, galaði tvisvar sinnum enn, og datt síðan um köttinn og PRUMPAĐI..........

 

 

Það var í gæsapartýi verðandi brúður, kvöldi fyrir giftingu. Inn í veisluna kemur strákur. Þau eru stödd í eldhúsinu og "gæsin" nokkuð hífuð gengur að honum og hvíslar. "Mig langar að sofa hjá þér, þetta er síðasti sjens, komdu upp og vertu með smokk!" Hún fer síðan út úr eldhúsinu og strák er brugðið. Hann er ekki með smokk á sér, en ísskápurinn er opinn og hann sér bjúga í skápnum. Hann tekur bjúgað og afhýðir það og fer síðan upp. Þar er "gæsin" tilbúin og hann notar hýðið, en í hita leiksins rennur það fram af og þjappast þar inní. Hann er ekki að segja henni frá því, en á brúðkaupsnóttina þegar brúðhjónin eru að gera það, finnur brúðguminn fyrir einhverju inni í henni. Hann stoppar, þreyfar með fingri og tekur hýðið út og virðir það fyrir sér. "Hvað er þetta?" Henni bregður mikið og segir; "Ætli þetta sé ekki meyjarhaftið mitt!" "Þú ert svei mér heppin, síðasti söludagur er á morgun!!!"

 

          Læt þetta duga að sinni.

Njótið kvöldsins, og næturinnar og eigið öll ljúfa drauma. Ég vona að mínir draumar verði betri en síðustu nóttLoL

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ hvað þú ert dugleg, ég er búin að vera hætt í ruma viku, og finn ekki fyrir því. Ég fór á þetta lyf þarna Champix og það hjálpar rosalega. En stattu þig stelpa,  þú ert komin yfir það versta, þannig að nú fer þetta bara upp á við. 

Knús á þig.  

Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 21:17

2 Smámynd: Einar Indriðason

HeHe, góðir! :-)

Og... Haltu áfram að standa þig.

Einar Indriðason, 13.8.2007 kl. 21:19

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilldar brandarar, takk fyrir að nenna að setja þá inn fyrir okkur hin.  Þú ert duglegt stelpa og munt standa þig vel í bindindinu, er alveg sannfærð um það.  Knús til ykkar.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2007 kl. 21:47

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

hahahahaha Frábærir!! ég fékk kast þegar ég las þennan um konuna sem galaði

Huld S. Ringsted, 13.8.2007 kl. 22:31

5 Smámynd: Halla Rut

Ertu ekki en reyklaus????

Halla Rut , 14.8.2007 kl. 00:04

6 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Hvar finnurðu eiginlega þessa brandara, þeir eru reyndar drepfyndnir.

Eiríkur Harðarson, 14.8.2007 kl. 00:14

7 identicon

Úff get ekki hætt að hlæja hehe hehe ;)

Gangi þér vel í reykleysinu,þú getur þetta ;)

Elín Birna (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 09:17

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þessi með meyjarhaftið..... óborganlegur

Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 09:20

9 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Takk öll elskurnar fyrir kommentin ykkar, Jú Halla ég er enn reyklaus Þið hjálpið mér ofur mikið með kommentunum ykkar

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 14.8.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband