Tívolí, Tívolí,Tívolí lí lí........

Fór í Tívolí í gær með dóttir mína á 13 ári, vinkonu hennar sem er ári yngri en hún og frænku hennar sem er 14 ára. Þær drógu mig í tæki sem virtist ósköp sakleysislegt í fyrstu en Guð hjálpi mér sem hann gerði. Þetta tæki var semsagt það svaðalegasta af öllu svaðalegu, bollar sem snerust í hringi og fóru svo á einhverskonar þeytispjaldi alveg á hliðina þanni að maður átti fullt í fangi með að halda sér til að einfaldlega detta ekki úr tækinu, það voru ekki hefðbundin öryggisbelti í tækinu heldur ein stöng sem var ekki einu sinni alveg upp við líkamann og þetta tæki fór lengst upp í loftið og snerist hreinlega á urrandi ferð. Það fyrsta sem ég hugsaði er lífi okkar er lokið, svo byrjaði ég að öskra ; Stelpur!!!!! HALDIÐ YKKUR FAST, FAST, HALDIÐ YKKUR; Svo gargaði ég látlaust; STOOPPP; Ég sá fyrir mér að við og þá sérstaklega þær yngsyu myndu fljúga úr tækinu og ég fór að biðja, Góði guð hjálpaðu okkur, láttu þetta stoppa og ég grét með tárum og alles. 14 ára frænkan grét líka og dóttir mín var logandi hrædd, en þessi 12 ára sem er léttust af öllum og yngst hló og hafði gaman af. Jesús minn hvað ég varð fegin þegar tækið stoppaði. Ég titraði í marga klukkutíma á eftir og gaf öllum candyfloss.........Spurningin er þessi= Það eru pólverjar sem reka þetta tívolí og ekkert að því en mér líst ekkert of vel á öryggisreglur staðarins. T.d í öðrum tívolíum eru yfirleitt mælistykur til að fara eftir stærð þeirra sem vilja komast í ákveðin tæki og reglur um þyngd og aldur viðkomandi. Það er ekkert slíkt þarna og ég er næstum því viss um að þeir hleypa enn yngri börnum í þetta tæki og enn léttari....jú ég veit vel að ábygðin er á okkur sem förum með börnin í tívolíið enda hugsa ég mig um oftar en einu sinni ef ég fer þangað aftur, en hver er í ábyrgð ef eitthvað alvarlegt gerist þarna? og þarf ekki að herða öryggisreglur á staðnum? Ég tek það líka framm að ég er ansi köld þegar kemur að tívolítækjum og hef nánast þorað í allt.....en þetta er hræðilegt tæki og ég er með marblett innan í höndinni eftir gærkveldið því ég hélt mér svo fast. Ég segi bara takk elsku Jesú að við erum allar á lífi. Í þetta fer ég aldrei aftur. En að öðru, dagurinn í dag er frábær, sól hiti og alles...ég vona að spáin hjá storminum bregðist um helgina og ef ekki þá er ekkert annað að gera en að klæða sig vel ef maður fer eitthvað á flakk. Ég ætla að minsta kosti ekki í útileguSmile En góða ferð þið öll sem ætlið að bregða land undir fót og góða helgi allir saman.

fn.576

Nágranni minn var að klippa runnann hjá sér, ég smellti mynd af Bjössa þar sem hann skoðar listavekið alveg dolfallinn yfir þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Er brjálaður rússibanafíkill, því stærri því betri.  En skellti mér einu sinni í óráðsíukasti í svona "albrjálaða bolla" og var í 3 vikur eftir á, að vinda flækjunni ofan af görnunum mínum .  Fer ALDREI aftur í svona "horror" græjur, nema einhver hafi áhuga á því að drösla mér með sér "STEINDAUÐRI"

Sigríður Sigurðardóttir, 2.8.2007 kl. 18:20

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

ég er algjör tívolífíkill

Huld S. Ringsted, 2.8.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband