Heima er best,

það finnst mér alltaf þegar ég kem heim sama hvað var gaman.

Ákvað að sýna Laufey þetta eftir miklar pælingar hennar um sjampóbrúsa.

Þetta er auðvitað ekki í lagi LoL

Leiðbeiningar aftan á þekktri "meik" tegund: "Do not use on Children under 6 months old.". - Auðvitað byrjar maður ekki að mála börnin sín fyrr en þau eru orðin 7 mánaða.
Leiðbeiningar á Sears hárblásurum: "Do not use while sleeping" - Einmitt þegar mér finnst skemmtilegast að dúlla í hárinu á mér.
Þetta stóð á umbúðum utan af Dial sápu: "Use like regular soap" - Og hvernig á aftur að nota svoleiðis?
Á umbúðum af SWANN frystimat: "Serving suggestion: Defrost" - Mundu samt ... þetta er bara uppástunga.
Hótel lét baðhettu í boxi fylgja með hverju herbergi, og á boxinu stóð: "Fits one head." - Sérðu ekki fyrir þér ... einhverja tvo vitleysinga ... með eina baðhettu...
Á botninum af Tiramisu dessertinum frá Tesco stendur: "Do not turn upside down". - úpps OF seinn... þú tapaðir.
Þetta stendur á búðing frá Marks & Spencer: "Product will be hot after heating" - Jæja...
Á pakkningum af Rowenta straujárni: "Do not iron clothes on body." - En myndi það nú ekki spara mikinn tíma.
Á hóstameðali fyrir börn frá Boots: "Do not drive car or operate machinery." - Þannig að Gunni litli fær ekkert að leika sér á lyftaranum þegar hann kemur heim.
Á flösku af "Nytol sleep aid" má sjá þetta: "Warning: may cause drowsiness." - Maður skyldi nú rétt vona það!
Hnífasett frá Kóreu var merkt þannig: "Warning keep out of children." - Ókíííí .......
Jólasería frá Kína var merkt á eftirfarandi hátt: "For indoor or outdoor use only." - En ekki hvar ... ???
Matarvinnsluvél frá Japan var merkt svona: "Not to be used for the other

use." - Ok .. núna er ég orðinn mjög forvitinn.
Hnetupoki frá Sainsburys: "Warning: contains nuts." - Jamm ... ég fer mjög varlega.
Á poka af hnetum frá Amerísku flugfélagi stóð þetta: "Instructions: open packet, eat nuts." - Imbafrítt eða hvað?
Leiðbeiningar sem voru á miða með blá, hvít og rauðköflóttri skyrtu segir: "Munið að þvo liti aðskilda". - Ehhh ... já ... áttu nokkuð skæri.
Leiðbeinginar á ónefndri örbylgju popp tegund segir manni að "taka plastið af áður en sett er í örbylgju". - Málið er, að til að geta lesið leiðbeiningarnar verðuru að vera búinn að taka plastið af og fletta pokanum í sundur .......
Framan á kassa af "Töfradóti" fyrir krakka, er mynd af strák sem er klæddur eins og töframaður. Aftan á kassanum stendur: "Notice, little boy not included". - Ohhhhhh ....... ég sem var farin að hlakka svo til að eignast vin.
Ég keypti svona kisunammi fyrir köttinn minn. Á pokanum stendur "new and improved shapes". - Ahaaa ... einmitt það sem kötturinn minn er búinn að vera að nöldra útaf.
Lítill miði var festur á "Superman" búning. Á honum stóð: " WARNING: THIS CAPE WILL NOT MAKE YOU FLY". - Núúúú ... þá kaupi ég hann ekki.
Á flösku af linsu-hreinsi stendur "Remove lenses from eyes before cleaning". - Sérðu ekki fólk fyrir þér vera að spreyja hreinsiefni í augun ... duhh.
Á keðjusögum stendur oft viðvörunin "Do NOT touch the rotating chain". -Er það ekki nú nokkuð ljóst .. haaa ....
"Waterproof" maskarar ... á þeim stendur: "Washes off easily with water". - Hmmm .... skiliggi málið.
Á hliðinni á flösku af ónefndri rommtegund stendur: "OPEN BOTTLE BEFORE DRINKING". - Maður þarf nú að vera búinn að fá sér þokkalega mikið til að fatta það ekki.
Ég var að koma tölvunni minni fyrir á nýjum stað. Kveikti á henni, en gleymdi að tengja lyklaborðið. Ég fékk náttúrulega villuskilaboð: "301: Keyboard bad or missing. Hit the F1 key to continue." - .... þarf ég að segja

meira.
Þetta stóð aftan á sótthreinsandi hreinsiefni: "If you can not read English, do not use this product until someone explains this label to you." - Ehhhh .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahaha góður !

Guðrún B. (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 12:46

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Týpisk að allt er snertir kanagreyin ÞARF orðið að vera merkt eins og það sé ætlað hálvitum, ef ekki þá er bara farið í mál.

DÆMI: Maður einn keypti sér húsbíl í USA fór síðan aftur í bíl á einni hraðbrautinni að hella uppá kaffi, og viti menn hann fór í skaðabótamál við fyrirtækið er seldi honum bílinn. Vann það á þeim forsendum að ekki stóð í leiðbeiningunum að ekki væri æskilegt að fara afturí meðan ekið væri.

GÁFULEGT.

Eiríkur Harðarson, 19.7.2007 kl. 13:22

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

hahahaha þú ert æðisleg, velkomin heim

Huld S. Ringsted, 19.7.2007 kl. 14:31

4 identicon

þetta er náttúrulega bara snilld.     Sat hér og grenjaði úr hlátri:)

Drifa (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 18:13

5 Smámynd: Ólöf

Hehehe þetta er bara fyndið.

Ólöf , 19.7.2007 kl. 19:19

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Tárin leka úr augunum á mér, takk fyrir þetta. Systir mín tók einhvern tímann svipaða samantekt á sínu bloggi nema hún sundurliðaði leiðbeiningar með borvél sem hún keypti sér og úr varð sannkölluð snilld í svipuðum dúr. Það sorglega er að til er fólk sem þarf svona leiðbeiningar. Ég er reyndar ein af þeim sem nennir aldrei að lesa leiðbeiningar (nema þegar ég er í sturtu ) þannig að ég missi af svona gullkornum.

Laufey Ólafsdóttir, 19.7.2007 kl. 19:59

7 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

hahah ekkert smá fyndið

Sædís Ósk Harðardóttir, 19.7.2007 kl. 23:56

8 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Guðrún,

Eiríkur, Sammála. Maður þarf ekki annað en að horfa á Jay Leno, þegar hann gengur um hinar ýmsu götur U.S.A og spyr fólk spurninga sem meira að segja börnin hérna á Fróni vita og það kemur margt heimskulegt út úr þeim svörum

Huld, Takk  Sömuleiðis!

Laufey, Gott þú hafðir gaman af enda stílað á þig  Það er satt, sumt fólk er hálf sorglegt

Svandís,

Drífa,

Ólöf,

Kristjana,

Sædís, Hlakka til að hitta þig á Þriðjudaginn

Valli, Takk sömuleiðis vinur

Helena, Takk fyrir þetta, ha ha ha

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 20.7.2007 kl. 11:00

9 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Klukkleikurinn.
Klukk, klukk. Bloggaðu 8 staðreyndir um sjálfa þig og klukkaðu svo fleiri

Kolbrún Baldursdóttir, 20.7.2007 kl. 11:03

10 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

ÆÆ  Of sein að klukka mig.....búin í bili. Skoðaðu síðuna mína og sjáðu hvað ég skrifaði í klukkleiknum

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 20.7.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband