Svör óskast

Smá pælingar

Af hverju þarf maður alltaf að gá hvort maður geti sleikt olnbogann þó að allir vita að það er ómögulegt?

Af hverju ætli maður þurfi alltaf að gá hvort veggur sé nýmálaður, þegar maður sér viðvörun um það?

Skyldi "franskur koss" bara kallast "koss" í Frakklandi?

Hver ætli hafi verið sá fyrsti sem horfði á kú og sagði: "Ég held ég kreisti þetta dinglumdangl neðan á henni og drekki það sem út kemur"?

Af hverju límist ekki límtúpan saman?

Af hverju sér maður aldrei fyrirsögnina: "Skyggn manneskja vinnur í lottó"?

Af hverju er orðið "skammstöfun" svona langt orð?

Af hverju er hnefaleikahringurinn ferhyrndur?

Af hverju er appelsínusafi framleiddur úr gerviefnum og uppþvottalögur búinn til úr ekta sítrónum?

Af hverju er það kallað "rush-hour" einmitt þegar umferðin gengur sem hægast?

Af hverju er orðið orðabók í orðabókum?

Af hverju er ekki til kattamatur með músabragði?

Af hverju eru flugvélar ekki framleiddar úr sama efni og "svarti kassinn" sem er óbrjótandi og erfitt að eyðileggja?

Af hverju eru allar brauðristar með stillingu sem brenna brauðsneiðar í kolamola sem enginn vill borða?

Ef maður á jarðarskika, á maður hana þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?

Af hverju geta konur ekki sett á sig maskara án þess að hafa opinn munninn?

Af hverju klæjar mann alltaf í nefið þegar maður er búinn að óhreinka hendurnar?

Af hverju er mínútan miklu lengur að líða fyrir utan klósetthurðina en innan?

Ef ástin er blind, af hverju eru sexý undirföt þá svona vinsæl?

Hvers vegna vantar okkur alltaf eitthvað af draslinu sem við geymdum uppi á lofti í 3 ár, 3 dögum eftir að við hentum því loksins?

Ef það er satt að við séum hér til að hjálpa öðrum, hvað eru þá hinir að gera hér?

Ef ólívuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur þá barnaolían?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, hvað þetta er fyndið! Takk!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.7.2007 kl. 18:44

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Guðríður Pétursdóttir, 13.7.2007 kl. 19:02

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Já, og hvaðan komu "tengdabörn" Adams og Evu???

Sigríður Sigurðardóttir, 13.7.2007 kl. 19:11

4 Smámynd: Bradshaw

Góða helgi sömuleiðis

Bradshaw, 13.7.2007 kl. 19:15

5 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

HAHAHAHAHAHAHA... ótrúlega fyndið

Góða helgi! 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 13.7.2007 kl. 19:35

6 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Þvílíkt hugmyndaflug. Víðáttufyndið.

Rögnvaldur Hreiðarsson, 13.7.2007 kl. 20:26

7 Smámynd: Ólöf

Hehehe bara skondið  

Góða helgi !

Ólöf , 13.7.2007 kl. 20:31

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góðar pælingar

Huld S. Ringsted, 13.7.2007 kl. 21:28

9 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

heheh frábært, ekkert smá góðar pælingar og allar réttar

Sædís Ósk Harðardóttir, 13.7.2007 kl. 23:08

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er náttl. bara algjör snilld. Afhverju ert þú yngri en ég? ofl. svona. Þetta er bara flott. Vekur mann til hugsunar.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2007 kl. 23:58

11 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég verð að kommenta á eitt: "Af hverju eru allar brauðristar með stillingu sem brenna brauðsneiðar í kolamola sem enginn vill borða?" Þetta er bara ekki rétt. Mér finnst gott að fá  ristaða brauðið mitt svolítið brennt og ég er núna á brauðrist númer tvö í Kanada og ég þarf að rista brauðið að minnsta kosti tvisvar á hæstu stillingu til að vera ánægð. Henti fyrstu vélinni út af því sama. Er að vonast eftir að finna að lokum brauðrist sem hefur almennilegan hita. 

En margt þarna er nú samt alveg hrikalega fyndið. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 14.7.2007 kl. 01:12

12 Smámynd: Einar Indriðason

Fleiri vangaveltur í sama stíl... "Við förum í Húsdýragarðinn, til að skoða húsdýr.... Við förum í Fjölskyldugarðinn til að ... ?"

Einar Indriðason, 14.7.2007 kl. 02:08

13 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Sé að þú ert svona pælari eins og ég ;)

Góða helgi.

Eva Þorsteinsdóttir, 14.7.2007 kl. 02:38

14 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Góða helgi!!! ...og ég ligg í krampa.

Laufey Ólafsdóttir, 14.7.2007 kl. 03:20

15 Smámynd: Ruth

frábært

Ruth, 14.7.2007 kl. 08:36

16 Smámynd: Einar Indriðason

Hér eru fleiri pælingar:

Hvað skildu margir hafa prófað að sleikja á sér olbogann, eftir að hafa lesið pælinguna efst?

Hvað ætli séu margir metrar af tannkremi í tannkremstúpunni?

Einar Indriðason, 14.7.2007 kl. 12:06

17 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ha ha ha.....Ég er svo vel gefin að ég prufa alltaf að sleikja á mér olnbogann þegar ég heyri að það sé ekki hægt  Og það er hægt að setja á sig maskara án þess að hafa munnin opinn

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 14.7.2007 kl. 12:17

18 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Mér finnst þetta allt góðar og gildar spurningar :)

gerður rósa gunnarsdóttir, 14.7.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband