Þar kom að því :)

Ég segi mig hér með formlega úr samfélagi hinna fullornu. Ég hef ákveðið að lifa aftur því lífi sem ég lifði þegar ég var 8 ára. -Ég vil fara á McDonald;s og líða eins og ég sé á fjögurra stjörnu veitingastað. -Ég vil trúa því að M&M séu betri en peningar...af því að það er hægt að borða M&M. -Mig langar að liggja undir stóru eikartré og drekka límonaði með vinum mínum á heitum sumardegi. -Ég vil snúa til þess tíma þegar lífið var einfalt...þegar að allt sem þú þurftir að kunna voru litirnir,margföldunartaflan og vögguvísur. En það truflaði þig ekki neitt af því að þú vissir ekki hvað þú kunnir ekki...og þér var alveg sama. -Það eina sem þú kunnir þegar þú varst 8.ára var að vera hamingjusamur af því að þú vissir ekki af öllum þeim hlutum sem þú áttir að hafa áhyggjur af eða sem áttu að koma þér úr jafnvægi. -Ég vil halda það aftur að veröldin sé sanngjörn. Að allir séu einlægir og góðir. -Ég vil trúa því að allt sé hægt. Ég vil vera ómeðvitaður um flækjur lífsins og vera rosalega spenntur yfir öllum litlum hlutum aftur. -Ég vil lifa einföldu lífi á ný. Ég vil ekki að dagarnir mínir samanstanda af biluðum tölvum,haugum af pappírum,niðurdrepandi fréttum,finna út úr því hvernig svona fáir peningar eiga að duga í svo marga daga, ógreiddum reikningum,slúðri,veikindum og missi á þeim sem maður elskar. -Ég vil trúa á bros,faðmlög,hlýleg orð,sannleika,réttlæti,frið,drauma,ímyndunaraflið,mannúð og það að gera engla í snjónum. "Svo....hér er dagbókin mín og bíllyklarnir,kretitkortareykningarnir og húsbréfin. Ég segi mig hér með formlega frá samfélagi fullorðinna. Og ef þú vilt ræða það eitthvað frekar,verður þú að ná mér fyrst,því....Klukk!, þú,ert,ann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

er einhver fortíðar þrá að angra þig þessa daganna

Guðríður Pétursdóttir, 10.7.2007 kl. 12:49

2 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ekki beint þrá, en kannski frekar söknuður  Nei nei!!!! Annars er lífið bara súper sól og svona...hmmmmm?????

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 10.7.2007 kl. 13:35

3 Smámynd: Saumakonan

jáen.. jáen... ef við værum 8 aftur... ekkert víst að allt yrði eins í framtíðinni þá... börnin okkar... mennirnir okkar... æji nei... held ég haldi mig bara við núið og knúsi kallinn minn og ungana

svo er McDonalds ekkert gott

Saumakonan, 10.7.2007 kl. 16:55

4 Smámynd: Ásta Björk Solis

kannski hefdir thu gott af frii fra ollu i smatima.

Ásta Björk Solis, 10.7.2007 kl. 19:23

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Yndislegur pistill!

Heiða Þórðar, 10.7.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband