Hvað finnst ykkur um þetta?

Aðeins um fortíðina

Við sem erum fædd fyrir árið 1980 ættum að vera dáin!!!
Eða vorum við kannski bara heppin??

Samkvæmt löggjöfum nútímans ættu þau okkar sem voru börn á 5., 6., 7. og 8. áratug síðustu aldar.......hreinlega ekki að hafa lifað af !!!


HVERNIG KOMUMST VIÐ AÐ ÞESSARI NIÐURSTÖÐU??

Jú, barnarúmin okkar voru máluð með blýmálningu sem við nöguðum og sugum af áfergju.

Það var engin barnalæsing á lyfjaglösum, hurðum eða skápum og þegar við hjóluðum notaði ekkert okkar hjálm.

Sem börn sátum við í bílum án öryggisbelta og/eða púða.
Oftar en ekki var reykt í bílnum.

Að fá að sitja aftan á á vörubílspalli var sérlega gaman.

Við borðuðum brauð með smjöri, drukkum gos með sykri,
en fæst lentu í offituvandamálum,því við vorum alltaf úti að leika okkur.

Við deildum gjarnan gosflösku með öðrum og allir drukku úr sömu flöskunni án þess að nokkur létist.

Við vörðum löngum stundum í að byggja kassabíl úr dóti og drasli og þutum á honum niður brekkuna, bara til að uppgötva að við höfðum gleymt bremsunum. Eftir nokkrar veltur lærðum við að leysa vandamálið með því að bremsa með skósólunum .

Við fórum út að leika okkur á morgnana og komum ekki aftur heim fyrr en í kvöldmatinn og vorum svo rokin út aftur eftir matinn.
Enginn hafði möguleika á því að ná í okkur yfir daginn því það voru engir farsímar. Ha, engir farsímar??? Óhugsandi en engu að síður satt.
Það þurfti ekki að múta okkur með þúsundköllum til að fá okkur til að passa yngri systkini okkar,litlar frænkur eða frændur.Það var einfaldlega ætlast til þess að þau fengju að vera alltaf í eftirdragi hvort sem okkur líkaði betur eða verr. Held að við höfum ekkert skemmst af því eða fengið andstyggð af börnum í kjölfarið...........eða eigum við ekki flest öll börn sjálf í dag ???

Við áttum ekki Playstation eitt, tvö eða þrjú, Nintento 64, X-Box og enga tölvuleiki.
Við vorum ekki með fjölmargar rásir í sjónvarpinu, áttum ekki videotæki, ekki gerfihnattasjónvarp,ekki heimabíó, DVD-spilara,farsíma,heimilistölvu,flakkara eða spjallrásir á Internetinu.
Við eignuðumst vini! Við fórum einfaldlega bara út og fundum þá!!!
Við duttum í skurði, skárum okkur, fótbrotnuðum, brutum tennur, en enginn var kærður fyrir þessi óhöpp.
Þetta voru jú óhöpp. Það var ekki hægt að kenna neinum um nema okkur sjálfum. Manstu eftir óhappi?
Við slógumst, urðum blá og marin og lærðum að komast yfir það.

Við lékum okkur í nýbyggingum, fundum upp leiki með naglaspýtum og drasli, átum sand og maðka og reyktum njóla.
Þrátt fyrir aðvaranir duttu augun í okkur ekki út úr augntóftunum og ekki lifðu maðkarnir inni í okkur til eilífðar og margir einstaklingar gáfust upp á fyrsta njólanum!
Við hjóluðum eða gengum hvert til annars, bönkuðum á dyrnar, gengum inn og létum eins og heima hjá okkur.
Við lékum okkur úti eftir kvöldmat, fórum í fallin spýta,eina krónu, eltingaleik eða feluleik,svo ekki sé minnst á löggu og bófa.
Svo þegar aldurinn sagði til sín fórum við í kossaleik eða "Símon segir" og eignuðumst kærustu/kærasta.

Það þurfti engar félagsmiðstöðvar eða neina til að stjórna okkur - Við stjórnuðum okkur sjálf.

Sumir nemendur voru ekki eins miklir námshestar og aðrir, þeir lentu í tossabekk. Hræðilegt.... en þeir lifðu af.

Engin vissi hvað Rítalín var og engin bruddi pillur sem barn.

Við fórum í sunnudagsskóla eða sóttum KFUM og K þar sem við sungum og lærðum kurteisi.
Vorum í skátunum þar sem við sungum enn meira,lærðum hnúta og að ráða fram úr vandamálum.


Ef það sprakk á hjólinu lagfærðum við það í sameiningu og alveg sjálf.
Morgunkornið okkar var m.a. TRIX morgunkorn, og ótrúlegt en satt þá lifðum við af litarefnið í því...

Síðustu 50 ár hafa verið sprengja nýsköpunar og nýrra hugmynda.
Við sem fæddumst fyrir 1980 áttum frelsi, sigra, ósigra og á okkur var lögð ábyrgð.
Við sem ólumst upp áður en löggjafi og stjórnvöld settu lög og reglur um líf okkar (sem þeir segja að sé "okkur sjálfum fyrir bestu" ) erum tilbúin að taka áhættur, góð í að leysa vandamál og bestu fjárfestar sem fyrirfinnast.
Við erum þrátt fyrir allt nokkuð vel sett enda áttum við bara nokkuð góða æsku ekki satt ?
Koma svo allir að kommenta um þetta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sá þetta einhverntíman og finnst þetta hrein snilld. Gaman að kynnast þér, en segðu mér eitt, ertu 5 barna móðir fædd í kringum 1980????

Ásdís Sigurðardóttir, 7.7.2007 kl. 14:57

2 identicon

Já forsjárhyggjan er orðin óþolandi...

Ég er reyndar fæddur 85, að alast upp var svona smá bland af því sem lýst er og það sem er í dag. Engin Playstation en fyrstu Nintendo og Gameboy voru til, maður var háður Mario Bros en fór samt reglulega út að leika. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 15:13

3 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Fædd 1972 semsagt fyrir 1980

Já það er satt með forsjárhyggjuna......börnin mín vita til dæmis aldrei hvað þau eiga að gera samt eiga þau allt

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 7.7.2007 kl. 15:34

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

flottur pistill. Ég sakna ''þá''.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.7.2007 kl. 16:14

5 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

ekki ég mér líður betur núna,ég er ánægð með að vita þessa hluti sem við vissum ekki þá, ég kann vel við  forsjárhyggjuna,ég leyfi ekki börnum að vera beltislaus, ég leyfi ekki reykingar heima hjá mér og eftir því sem ég best veit er betra að drekka gos með sykri en "dæjett"

times change,you must change with it

Guðríður Pétursdóttir, 7.7.2007 kl. 16:21

6 identicon

hmmm... hver man ekki eftir því þegar Tommi & Jenni var talið stórhættulegt sjónvarpsefni.... allir búnir að gleyma þeim, nú kenna foreldrar & fræðingar tölvuleikjum um allt.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.7.2007 kl. 18:14

7 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég myndi ekki vilja skipta....

Brynja Hjaltadóttir, 7.7.2007 kl. 20:22

8 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Ég held að það sem þú talar um sé náttúrlögmál. Margir virðast upplifa það sama óháð því hvenær þeir eru fæddir. Menn hafa gert bíómyndir um braggahverfin sem voru án efa hrein hörmung en í minningunni var þetta sjarmerandi bara.

Barnsminnið er skemmtilegt. Það fer svo vel með alla hluti. Áhyggjurnar takmarkaðar þó ástandið hafi kannski stundum verið svona og svona. Kannski öðruvísi vandamál og meira hulin en í dag.

Auðvitað spurning hvort allsnægtir dagsins í dag eru að gera okkur gott. Er það ekki bæði og? Hafa ekki flestar kynslóðir talað eins og þú gerir hérna. Allt var gott í þá daga.

Þú skrifar skemmtilega og ég fór til baka aðeins...

Rögnvaldur Hreiðarsson, 7.7.2007 kl. 20:31

9 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Jóna, ég sakna þeirra líka á vissan hátt þó

Guðríður, sammála með það að hafa börn ekki óbeisluð í bílnum og ég sjálf leyfi reykingar aðeins út á svölum hjá mér......en allt er best í hófi og ég vil samt alls ekki að við verðum eins og litlir ameríkanar, og það má ekki alveg ala á óttanum þó að vissulega verndum við börnin okkar.

Jón Arnar, því er ég alveg hreint sammála, ég sjálf á börn með adhd og hef oft hugsað út í hvað það hefði orðið skelfilega erfitt líf hjá þeim ef þau hefðu verið fædd á tímum svona stofnana.

DoktorE, Jú ég man sko eftir Tomma og Jenna og umræðunni um þá félaga og horfði mikið á þá enda ekki svo mikið af barnaefni í sjónvarpi á þeim tíma og aðeins ein stöð. Mér varð nú ekkert meint af því að horfa á þá og ég hljóp ekkert út að pína ketti eða mýs

Valgeir, takk fyrir hlýleg orð  Mér finnst bloggið þitt líka mjög vel skrifað og áhugavert og ég bið Guð um að þér fari að líða sem best. Þú ert hetja og það þarf mikinn kjark og heiðarleika til að skrifa svona frá hjartanu. Gangi þér vel í baráttunni vinur

Brynja, nei enda er það svo sem ekkert í boði

Rögnvaldur, já ég er sammála, barnsminnið erskemmtilegt og allt er reyndar stærra og betra í minningunni, ég keypti t.d bækurnar um Barbapabba handa dætrum mínum um daginn afþví að ég mundi hvað ég elskaði Barbapabba. Minningin var samt betri og ég varð fyrir pínulitlum vonbrigðum  en dæturnar voru þrusu glaðar  Jú jú þetta er allt saman bæði og. Það er gott að ferðast aftur í tímann, og takk fyrir hrósið

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 8.7.2007 kl. 00:26

10 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta passar allt nema pabbi gerpi við þegar sprakk á hjólinu mínu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.7.2007 kl. 13:06

11 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Hæ dúlla:)

 já þetta er sko alveg satt, og við erum nu bara nokkuð heilar þrátt fyrir að hafa gert allt sem við brölluðum í den.

heyrumst

Sædís Ósk Harðardóttir, 8.7.2007 kl. 19:17

12 identicon

Já undarlegt að við skyldum hafa lifað þetta allt saman af ;) ég hugsa oft um þetta og ég er að hugsa um að stela þessu og setja þetta á mitt blogg !

annars til hamingju með nýju síðuna .. ég reyni að vera dugleg að fylgjast með

kkv. Sonja  

Sonja Berglind Hauksdottir (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elín Katrín Rúnarsdóttir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er 5 barna móðir og nemi á listabraut FB.

OG ÉG ER ÓGEÐSLEGA FYNDIN!!!

ÉG FER BARA AÐ HLÆGJA ÞEGAR ÉG HUGSA UM ÞAÐ.

Mars 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • IMG_7817
  • IMG_7806
  • IMG_7794
  • Picture 028
  • Picture 027

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband